Ísland fær enn eina falleinkunnina í geðheilbrigðismálum Grímur Atlason skrifar 24. júní 2022 12:01 Samkvæmt úttekt tryggingafélagsins William Russel í 26 löndum á því hvar best sé að búa út frá geðheilsusjónarmiðum rekur Ísland lestina. Af 10 mögulegum fær Ísland 1,6 í einkunn á meðan Svíþjóð, sem er á toppnum, fær 7,13. Rannsóknir tryggingafélaga eru kannski ekki áreiðanlegustu lýðheilsuvísarnir en þó verður að horfa til þess að tryggingafélög hafa engan áhuga á að ofmeta eða vanmeta aðstæður þar sem það getur komið niður á afkomu þeirra. Það sem er áhugavert við þessa úttekt er að hún nær til ákveðinna orsakaþátta fremur en einkenna og afleiðinga. Þættir sem horft er til í úttektinni eru: Vinnutími, hvíldar- og afþreyingartími, græn svæði, hitastig, rigning og loks það fjármagn sem sett er í geðheilbrigðisþjónustu. Við þetta mætti bæta: Ungbarnavernd, tími barna á stofnunum (leik- og grunnskólar), áhersla á geðrækt frá unga aldri, hugmyndafræði geðmeðferða, aðgengi að gagnreyndum viðtalsmeðferðum o.s.frv. Úttekt Ríkisendurskoðunar á geðheilbrigðismálum tekur undir margt af því sem þetta erlenda tryggingafélag hefur að segja um ástandið í geðheilbrigðismálum á Íslandi. Fjármagnið sem sett er í geðheilbrigðismál af heildarútgjöldum til heilbrigðismála er samkvæmt tryggingafélaginu 5,7% en það eru tala sem byggir á gögnum frá árinu 2016. Samkvæmt úttekt Ríkisendurskoðunar er talan í dag aðeins um 4,6%. Það er umhugsunarvert að þessi tala fari lækkandi þrátt fyrir að árið 2016 hafi verið sett fram geðheilbrigðisstefna stjórnvalda til ársins 2020. Þessar mælingar sýna svart á hvítu að við erum á rangri leið. Á Íslandi hverfist umræða um geðheilbrigðismál og meðferð nær alfarið um afleiðingarnar. Þegar upp koma umræður um heimsmet í geðlyfjanotkun barna þá festist hún gjarnan í löngum biðlistum og mikilvægi þess að stytta þá. Það að Ísland greini a.m.k. 100% fleiri börn með „frávik“ en landið sem kemur næst á eftir er þannig talið til marks um framsýni Íslands fremur en að skoða hvað veldur. Það að 20% drengja á aldrinum 10 til 18 ára og 10% stúlkna á sama aldri þurfi geðlyf til þess að komast í gegnum daginn er talið eðlilegt. Það að brottfall úr framhaldsskólum sé 100% meira en að meðaltali í ESB ríkjum þykir ekki meira mál en svo að tveir til þrír þingmenn ræða það í stuttum ræðum um skólamál á hverju þingi. Þegar frávikin eru talin í tveggja stafa prósentutölum þá er kannski spurning að skoða hvað veldur fremur en að halda bara áfram á sömu braut. Hvað orsakar lakara geðheilbrigði fær um 2% þess fjármagns sem fer í geðheilbrigðismál á hverju ári. Ofuráherslan á að stytta biðlista eftir greiningum hefur ekki fært okkur betri stöðu þegar kemur að geðheilsu barna eða annarra aldurshópa í samfélaginu. Þannig mátu 81% barna í efstu bekkjum grunnskóla andlega heilsu sína góða eða mjög góða árið 2014 en aðeins 57% árið 2021. Hlutdeild vísvitandi sjálfsskaða í öllum andlátum yngri en 18 ára var á tímabilinu 2001 til 2005 0,9% en var 9,2% á árunum 2016 til 2020. Fyrir aldurshópinn 18 til 29 ára var þessi tala árin 2001 til 2005 31,1% en var orðin 35,7% árin 2016 til 2020. Á árunum 2018 til 2020 varð veruleg aukning í geðlyfjanotkun barna og ungmenna (yngri en 18 ára). Ávísanir þunglyndis- og kvíðalyfja á hverja 1000 íbúa jukust um 19,2% og 81,8% í flokki örvandi lyfja við ADHD. Þessi þróun virðist ekki færa okkur betri líðan eða nær betra samfélagi. Fleiri og fleiri verða óvinnufær vegna geðrænna áskorana og geðlyfjanotkun eykst í öllum aldurshópum. Er ekki kominn tími til að hverfa frá þeirri stefnu sem fært hefur okkur þessa stöðu? Stefna landssamtakanna Geðhjálpar frá 2020 til 2024 tekur mið af því að færa áherslur samfélagsins frá afleiðingaenda geðheilbrigðis yfir á orsakaþættina. Samtökin lögðu fram níu aðgerðir sem taka mið af þessari stefnu. Þar má m.a. finna eftirfarandi aðgerðir: Efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað og gera þjónustuna þverfaglegri, stórauka stuðning og fræðslu fyrir foreldra (verðandi foreldra og fyrstu tvö árin í lífi barna), hefja niðurgreiðslu gagnreyndra viðtalsmeðferða, gera geðrækt að hluta af aðalnámskrá grunnskóla og koma á fót geðráði, breiðum samráðsvettvangi um geðheilbrigðismál þar sem mælaborð geðheilsu væri vistað. Við sem þjóð verðum að horfa á þær ábendingar sem koma fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar og falleinkunn erlends tryggingafélags sem kröftuga viðvörunarbjöllu. Við erum að missa allt of margt fólk á hverju ári vegna stefnu okkar og samfélagsáhersla. Dæmi um þetta verðmætamat er að stjórnvöldum þykir eðlilegt að borga 2,1 milljarð króna í söluþóknun fyrir banka en settu tæpar 50 m.kr. á fjögurra ára tímabili í aðgerðaráætlun til að draga úr sjálfsvígum ungs fólks. Vöknum! Höfundur er framkvæmdastjóri landssamtakanna Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Geðheilbrigði Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt úttekt tryggingafélagsins William Russel í 26 löndum á því hvar best sé að búa út frá geðheilsusjónarmiðum rekur Ísland lestina. Af 10 mögulegum fær Ísland 1,6 í einkunn á meðan Svíþjóð, sem er á toppnum, fær 7,13. Rannsóknir tryggingafélaga eru kannski ekki áreiðanlegustu lýðheilsuvísarnir en þó verður að horfa til þess að tryggingafélög hafa engan áhuga á að ofmeta eða vanmeta aðstæður þar sem það getur komið niður á afkomu þeirra. Það sem er áhugavert við þessa úttekt er að hún nær til ákveðinna orsakaþátta fremur en einkenna og afleiðinga. Þættir sem horft er til í úttektinni eru: Vinnutími, hvíldar- og afþreyingartími, græn svæði, hitastig, rigning og loks það fjármagn sem sett er í geðheilbrigðisþjónustu. Við þetta mætti bæta: Ungbarnavernd, tími barna á stofnunum (leik- og grunnskólar), áhersla á geðrækt frá unga aldri, hugmyndafræði geðmeðferða, aðgengi að gagnreyndum viðtalsmeðferðum o.s.frv. Úttekt Ríkisendurskoðunar á geðheilbrigðismálum tekur undir margt af því sem þetta erlenda tryggingafélag hefur að segja um ástandið í geðheilbrigðismálum á Íslandi. Fjármagnið sem sett er í geðheilbrigðismál af heildarútgjöldum til heilbrigðismála er samkvæmt tryggingafélaginu 5,7% en það eru tala sem byggir á gögnum frá árinu 2016. Samkvæmt úttekt Ríkisendurskoðunar er talan í dag aðeins um 4,6%. Það er umhugsunarvert að þessi tala fari lækkandi þrátt fyrir að árið 2016 hafi verið sett fram geðheilbrigðisstefna stjórnvalda til ársins 2020. Þessar mælingar sýna svart á hvítu að við erum á rangri leið. Á Íslandi hverfist umræða um geðheilbrigðismál og meðferð nær alfarið um afleiðingarnar. Þegar upp koma umræður um heimsmet í geðlyfjanotkun barna þá festist hún gjarnan í löngum biðlistum og mikilvægi þess að stytta þá. Það að Ísland greini a.m.k. 100% fleiri börn með „frávik“ en landið sem kemur næst á eftir er þannig talið til marks um framsýni Íslands fremur en að skoða hvað veldur. Það að 20% drengja á aldrinum 10 til 18 ára og 10% stúlkna á sama aldri þurfi geðlyf til þess að komast í gegnum daginn er talið eðlilegt. Það að brottfall úr framhaldsskólum sé 100% meira en að meðaltali í ESB ríkjum þykir ekki meira mál en svo að tveir til þrír þingmenn ræða það í stuttum ræðum um skólamál á hverju þingi. Þegar frávikin eru talin í tveggja stafa prósentutölum þá er kannski spurning að skoða hvað veldur fremur en að halda bara áfram á sömu braut. Hvað orsakar lakara geðheilbrigði fær um 2% þess fjármagns sem fer í geðheilbrigðismál á hverju ári. Ofuráherslan á að stytta biðlista eftir greiningum hefur ekki fært okkur betri stöðu þegar kemur að geðheilsu barna eða annarra aldurshópa í samfélaginu. Þannig mátu 81% barna í efstu bekkjum grunnskóla andlega heilsu sína góða eða mjög góða árið 2014 en aðeins 57% árið 2021. Hlutdeild vísvitandi sjálfsskaða í öllum andlátum yngri en 18 ára var á tímabilinu 2001 til 2005 0,9% en var 9,2% á árunum 2016 til 2020. Fyrir aldurshópinn 18 til 29 ára var þessi tala árin 2001 til 2005 31,1% en var orðin 35,7% árin 2016 til 2020. Á árunum 2018 til 2020 varð veruleg aukning í geðlyfjanotkun barna og ungmenna (yngri en 18 ára). Ávísanir þunglyndis- og kvíðalyfja á hverja 1000 íbúa jukust um 19,2% og 81,8% í flokki örvandi lyfja við ADHD. Þessi þróun virðist ekki færa okkur betri líðan eða nær betra samfélagi. Fleiri og fleiri verða óvinnufær vegna geðrænna áskorana og geðlyfjanotkun eykst í öllum aldurshópum. Er ekki kominn tími til að hverfa frá þeirri stefnu sem fært hefur okkur þessa stöðu? Stefna landssamtakanna Geðhjálpar frá 2020 til 2024 tekur mið af því að færa áherslur samfélagsins frá afleiðingaenda geðheilbrigðis yfir á orsakaþættina. Samtökin lögðu fram níu aðgerðir sem taka mið af þessari stefnu. Þar má m.a. finna eftirfarandi aðgerðir: Efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað og gera þjónustuna þverfaglegri, stórauka stuðning og fræðslu fyrir foreldra (verðandi foreldra og fyrstu tvö árin í lífi barna), hefja niðurgreiðslu gagnreyndra viðtalsmeðferða, gera geðrækt að hluta af aðalnámskrá grunnskóla og koma á fót geðráði, breiðum samráðsvettvangi um geðheilbrigðismál þar sem mælaborð geðheilsu væri vistað. Við sem þjóð verðum að horfa á þær ábendingar sem koma fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar og falleinkunn erlends tryggingafélags sem kröftuga viðvörunarbjöllu. Við erum að missa allt of margt fólk á hverju ári vegna stefnu okkar og samfélagsáhersla. Dæmi um þetta verðmætamat er að stjórnvöldum þykir eðlilegt að borga 2,1 milljarð króna í söluþóknun fyrir banka en settu tæpar 50 m.kr. á fjögurra ára tímabili í aðgerðaráætlun til að draga úr sjálfsvígum ungs fólks. Vöknum! Höfundur er framkvæmdastjóri landssamtakanna Geðhjálpar.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun