Grímur Atlason

Fréttamynd

Innviðaskuldin mikla

Í mörg ár hefur það legið fyrir að heilbrigðiskerfið á Íslandi sé í vanda. Það hefur ítrekað verið bent á að í samanburði við þau lönd sem við viljum bera okkur saman við þá séu opinber framlög til heilbrigðismála lægri hér og hafi verið það í áratugi.

Skoðun
Fréttamynd

Segðu þina skoðun

Í dag, 9. október, fagna Landssamtökin Geðhjálp 44 ára afmæli sínu. Þau voru stofnuð af tveimur aðstandendum ungra manna sem voru greindir með alvarlegan geðsjúkdóm. Á þeim tíma voru geðrænar áskoranir mikið feimnismál og réttindi sjúklinga og aðstandenda takmörkuð.

Skoðun
Fréttamynd

Að deyja á geð­deild

Í ágúst 2021 dó sjúklingur á deild 33C við Hringbraut. Um var að ræða veika konu með fjölþætta kvilla. Hún dó vegna þess að tveimur næringardrykkjum var þröngvað ofan í hana af hjúkrunarfræðingi á deildinni án þess að annað starfsfólk brigðist við. Hún kafnaði í kjölfarið.

Skoðun
Fréttamynd

Enn ein á­ætlunin í skúffuna

Í lok síðustu viku samþykkti Alþingi fjármálaáætlun ríkisfjármála til næstu fjögurra ára. Nokkrum dögum áður hafði sama þing samþykkt aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til næstu fjögurra ára og var kostnaður við hana áætlaður í kringum þrjá milljarða.

Skoðun
Fréttamynd

Nýjar leiðir í geð­heil­brigðis­málum

Ráðstefnan „Þörf fyrir samfélagsbreytingar? – nýjar leiðir til þess að hugsa um geðheilbrigðismál“ fer fram dagana 27. og 28. apríl á Hilton Reykjavík Nordica. Þar verður gestum boðið að kynna sér önnur sjónarmið en þau sem hafa verið ríkjandi í geðheilbrigðismálum undanfarna áratugi. Lögð verður áhersla á notendamiðaða nálgun sem er farin að ryðja sér til rúms víða.

Skoðun
Fréttamynd

Vanfjármagnað geðheilbrigðiskerfi og afleiðingar þess

Landssamtökin Geðhjálp hafa um langt árabil bent á þá staðreynd að geðheilbrigðiskerfið er vanfjármagnað. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðiskerfið, sem kom út í vor, þá eru fjárframlög til málaflokksins tæplega 5% af heildarfjárframlögum til heilbrigðismála. Á sama tíma er áætlað umfang geðheilbrigðismála af heildinni í kringum 25%. Í samantekt frá árunum 2007 til 2009 var framlag til geðheilbrigðismála áætlað í kringum 8%.

Skoðun
Fréttamynd

Framtíð geðheilbrigðismála

Á hverjum degi síðastliðna 22 mánuði hafa íslensk stjórnvöld birt tölulegar upplýsingar um Covid-faraldurinn. Hversu margir greinast, eru í sóttkví, eru inniliggjandi, eru á gjörgæslu, eru á öndunarvél og hafa látist.

Skoðun
Fréttamynd

Geð­heilsa Ís­lendinga

Það er þrennt sem við þurfum að vita um huga okkar: Í fyrsta lagi þurfum við í vöku ávallt að hafa eitthvað að hugsa um, í öðru lagi þá getum við bara hugsaðu um eitt í einu og að síðustu, og kannski það mikilvægasta nú á tímum, þá vex það sem við hugsum um.

Skoðun
Fréttamynd

Þetta gerðist á okkar vakt

Grímur Atlason fjallar um brunann við Bræðraborgarstíg og telur ýmsa samverkandi þætti hafa valdið því að svo skelfilega fór sem fór.

Skoðun
Fréttamynd

Reykjavík fyrir alla

Það er gott fyrir marga að búa í Reykjavík en það er ekki nóg því Reykjavík á að vera fyrir alla. Lykillinn að öflugu borgarsamfélagi er mannlífið og lífskilyrðin sem eru í boði fyrir borgarbúa og þar skiptir máli að allir geti notið.

Skoðun