„Þær eru smá dramadrottningar“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2022 12:30 Frakkar mörðu 1-0 sigur gegn Íslendingum á EM 2017. Wendy Renard var þá og er enn ein af skærustu stjörnum franska liðsins líkt og Dagný Brynjarsdóttir í því íslenska. Getty/Carmen Jaspersen Sérfræðingar Bestu markanna rýndu í mótherja Íslands á EM kvenna í fótbolta í sérstökum upphitunarþætti sínum fyrir EM á Stöð 2 Sport á miðvikudagskvöld. Ísland mætir fyrst Belgíu 10. júlí, því næst Ítalíu 14. júlí og loks Frakklandi 18. júlí. Frakkar eru álitnir sterkasta liðið í riðlinum en drama og óeining gæti skemmt fyrir þeim, að mati sérfræðinganna. Það stefnir í harða keppni á milli hinna þriggja liðanna um að komast áfram í 8-liða úrslitin. Í Bestu mörkunum voru meðal annars tíndar til skærustu stjörnur andstæðinga Íslands en umræðuna um andstæðingana þrjá má sjá í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Andstæðingar Íslands á EM Í liði Belgíu, sem er í 19. sæti heimslistans (Ísland er í 17. sæti), er til að mynda Janice Cayman, leikmaður Lyon, sem þó er engin aðalstjarna í Evrópumeistaraliðinu. „Girelli er Harpan þeirra“ Ítalía er í 14. sæti heimslistans en liðið lék vel á HM 2019 áður en það datt út í 8-liða úrslitum gegn silfurliði Hollands. Íslendingar þekkja ítalska liðið ágætlega eftir tvo vináttulandsleiki í fyrra. Helstu stjörnur þess eru Barbara Bonansea, Cristiana Girelli og Valentina Cernoia. „Þær eru með reynslu. Þetta eru kempur. Bonansea er hraður kantmaður, geggjuð ein á móti einni, og mjög mikilvæg í þeirra sóknarleik. Cristiana Girelli er frábær sóknarmaður sem hefur raðað inn mörkum og skoraði ein níu mörk í undankeppninni, spilar fyrir Juventus og er bara „Harpan“ þeirra,“ sagði Mist Rúnarsdóttir og vísaði í sessunaut sinn, markamaskínuna Hörpu Þorsteinsdóttur. Aðeins 23 ára en markahæst í sögu PSG Frakkar eru í 3. sæti heimslistans. Liðið rétt marði þó sigur á Íslandi á síðasta Evrópumótið, árið 2017, 1-0 eftir vafasaman vítaspyrnudóm í lokin. Marie-Antoinette Katoto, Wendy Renard og Sandy Baltimore voru nefndar sem helstu stjörnur franska liðsins: „Marie-Antoinette Katoto er bara 23 ára og var ekki valin í hópinn á HM 2019, og það voru margir mjög ósáttir við það. Hún er þetta ung en er strax orðin markahæst í sögu PSG, með hátt í 150 mörk þar og um það bil eitt mark í leik. Það þarf að hafa nokkur augu á henni og hún er klárlega ein af þeim sem reiknað er með að verði stjarna þessa móts,“ sagði Mist sem benti svo á að liðsheildin væri ekki alltaf sú sterkasta hjá Frökkum. „Eru Frakkar svona erfiðir?“ „Það er þvílík breidd þarna en það er alltaf spurning hvernig Frakkarnir smella saman á stórmótum. Það er talað um að það sé svolítið, ég ætla ekki að segja lélegur mórall, en ekki sama liðsheild og hefur einkennt íslensku liðin til dæmis. Það er nýr þjálfari þarna, titringur út af leikmannavalinu, og vonandi getum við nýtt okkur þetta eitthvað,“ sagði Mist. „Það er einhvern veginn skrýtið með Frakkana, hvort sem það er kvenna- eða karlalandsliðið, að það er alltaf eitthvað bölvað vesen. Eru Frakkar svona erfiðir?“ spurði Helena Ólafsdóttir. „Þær eru smá dramadrottningar,“ sagði Harpa hlæjandi. „Ég held að fólk sé ekki mikið að kippa sér upp við þetta í Frakklandi. Það er alltaf eitthvað í gangi þarna,“ bætti hún við en umræðuna í heild má sjá hér að ofan. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - Arsenal | Hungruð í sigur Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Íslandsleikirnir í fjórða og fimmta sæti Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Líkir Real Madrid við Donald Trump Íslensku landsliðin spila áfram í Puma búningum Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Mínútu þögn fyrir alla leiki og Real Madrid gefur milljón evra Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Albert ekki með gegn Genoa er Fiorentina vann fjórða leikinn í röð Sjá meira
Ísland mætir fyrst Belgíu 10. júlí, því næst Ítalíu 14. júlí og loks Frakklandi 18. júlí. Frakkar eru álitnir sterkasta liðið í riðlinum en drama og óeining gæti skemmt fyrir þeim, að mati sérfræðinganna. Það stefnir í harða keppni á milli hinna þriggja liðanna um að komast áfram í 8-liða úrslitin. Í Bestu mörkunum voru meðal annars tíndar til skærustu stjörnur andstæðinga Íslands en umræðuna um andstæðingana þrjá má sjá í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Andstæðingar Íslands á EM Í liði Belgíu, sem er í 19. sæti heimslistans (Ísland er í 17. sæti), er til að mynda Janice Cayman, leikmaður Lyon, sem þó er engin aðalstjarna í Evrópumeistaraliðinu. „Girelli er Harpan þeirra“ Ítalía er í 14. sæti heimslistans en liðið lék vel á HM 2019 áður en það datt út í 8-liða úrslitum gegn silfurliði Hollands. Íslendingar þekkja ítalska liðið ágætlega eftir tvo vináttulandsleiki í fyrra. Helstu stjörnur þess eru Barbara Bonansea, Cristiana Girelli og Valentina Cernoia. „Þær eru með reynslu. Þetta eru kempur. Bonansea er hraður kantmaður, geggjuð ein á móti einni, og mjög mikilvæg í þeirra sóknarleik. Cristiana Girelli er frábær sóknarmaður sem hefur raðað inn mörkum og skoraði ein níu mörk í undankeppninni, spilar fyrir Juventus og er bara „Harpan“ þeirra,“ sagði Mist Rúnarsdóttir og vísaði í sessunaut sinn, markamaskínuna Hörpu Þorsteinsdóttur. Aðeins 23 ára en markahæst í sögu PSG Frakkar eru í 3. sæti heimslistans. Liðið rétt marði þó sigur á Íslandi á síðasta Evrópumótið, árið 2017, 1-0 eftir vafasaman vítaspyrnudóm í lokin. Marie-Antoinette Katoto, Wendy Renard og Sandy Baltimore voru nefndar sem helstu stjörnur franska liðsins: „Marie-Antoinette Katoto er bara 23 ára og var ekki valin í hópinn á HM 2019, og það voru margir mjög ósáttir við það. Hún er þetta ung en er strax orðin markahæst í sögu PSG, með hátt í 150 mörk þar og um það bil eitt mark í leik. Það þarf að hafa nokkur augu á henni og hún er klárlega ein af þeim sem reiknað er með að verði stjarna þessa móts,“ sagði Mist sem benti svo á að liðsheildin væri ekki alltaf sú sterkasta hjá Frökkum. „Eru Frakkar svona erfiðir?“ „Það er þvílík breidd þarna en það er alltaf spurning hvernig Frakkarnir smella saman á stórmótum. Það er talað um að það sé svolítið, ég ætla ekki að segja lélegur mórall, en ekki sama liðsheild og hefur einkennt íslensku liðin til dæmis. Það er nýr þjálfari þarna, titringur út af leikmannavalinu, og vonandi getum við nýtt okkur þetta eitthvað,“ sagði Mist. „Það er einhvern veginn skrýtið með Frakkana, hvort sem það er kvenna- eða karlalandsliðið, að það er alltaf eitthvað bölvað vesen. Eru Frakkar svona erfiðir?“ spurði Helena Ólafsdóttir. „Þær eru smá dramadrottningar,“ sagði Harpa hlæjandi. „Ég held að fólk sé ekki mikið að kippa sér upp við þetta í Frakklandi. Það er alltaf eitthvað í gangi þarna,“ bætti hún við en umræðuna í heild má sjá hér að ofan.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - Arsenal | Hungruð í sigur Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Íslandsleikirnir í fjórða og fimmta sæti Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Líkir Real Madrid við Donald Trump Íslensku landsliðin spila áfram í Puma búningum Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Mínútu þögn fyrir alla leiki og Real Madrid gefur milljón evra Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Albert ekki með gegn Genoa er Fiorentina vann fjórða leikinn í röð Sjá meira