Sara er spennt fyrir uppbyggingunni hjá Juve: „Eitthvað sem ég vildi klárlega taka þátt í“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. júní 2022 20:30 Sara Björk Gunnarsdóttir skrifaði undir tveggja ára samning við ítalska stórliðið Juventus í dag. Filippo Alfero - Juventus FC/Juventus FC via Getty Images Landsliðskonana Sara Björk Gunnarsdóttir samdi í morgun við ítalska stórliðið Juventus til tveggja ára. Sara kemur til liðsins á frjálsri sölu frá franska félaginu Lyon þar sem hún vann Meistaradeildina í tvígang. Fjölmörg stórlið í Evrópu höfðu áhuga á því að semja við Söru, en hún ákvað að velja Juventus. „Það kom alveg eitthvað annað til greina, en á endanum fannst mér þetta passa mér best - mér og okkar fjölskyldu,“ sagði Sara Björk í stuttu spjalli við Stöð 2 í dag. „Það eru náttúrulega aðrir hlutir sem maður þarf að hugsa út í. Maður er ekki einn lengur og Juve hentaði bara best. Enda er þetta líka bara stór klúbbur og það er búin að vera mikil þróun í ítölsku deildinni kvennamegin - þetta er spennandi. Við erum búnar að spila við Juve núna í Meistaradeildinni mjög oft og í síðasta leik fann ég fyrir því að þær eru komnar ótrúlega langt og eru bara á uppleið. Það var bara eitthvað sem ég vildi klárlega taka þátt í.“ „Þetta er allt ótrúlega spennandi. Ég er búin að vera að skoða aðstæður og þetta er allt í toppstandi. Allt til fyrirmyndar þannig að hérna er allt til alls. Það er líka spennandi að búa í Torino. Alveg geggjuð borg. Við vorum hérna þegar ég var að spila í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni og ég held að mér og okkur eigi eftir að líða ótrúlega vel hérna.“ Evrópumeistaramótið er handan við hornið hjá Söru og íslenska landsliðinu og hún er ánægð að hafa getað klárað þessi mál fyrir mót. „Ég fékk leyfi frá Steina [Þorsteinn Halldórsson] til að skjótast í einn og hálfan dag og klára mín mál. Svo get ég bara einbeitt mér að EM og landsliðinu.“ Klippa: Sara Björk gengur til liðs við Juventus Fótbolti Ítalski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Af hverju er Sara númer 77? Sara Björk Gunnarsdóttir hefur nýtt ævintýri á Ítalíu eftir Evrópumótið í júlí þegar hún byrjar að æfa og svo spila með fimmföldum meisturum Juventus. Það mun hún gera í treyju númer 77. 24. júní 2022 13:30 „Spurning hvort maður eigi einhverjar vinkonur þarna eftir EM“ „Mér fannst þetta alltaf vera ótrúlega áhugavert,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, sem í morgun var kynnt sem nýjasti leikmaður fimmfaldra Ítalíumeistara Juventus. 24. júní 2022 10:31 Sara semur við Juventus Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, hefur samið við Ítalíumeistara Juventus. 24. júní 2022 09:16 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Sara kemur til liðsins á frjálsri sölu frá franska félaginu Lyon þar sem hún vann Meistaradeildina í tvígang. Fjölmörg stórlið í Evrópu höfðu áhuga á því að semja við Söru, en hún ákvað að velja Juventus. „Það kom alveg eitthvað annað til greina, en á endanum fannst mér þetta passa mér best - mér og okkar fjölskyldu,“ sagði Sara Björk í stuttu spjalli við Stöð 2 í dag. „Það eru náttúrulega aðrir hlutir sem maður þarf að hugsa út í. Maður er ekki einn lengur og Juve hentaði bara best. Enda er þetta líka bara stór klúbbur og það er búin að vera mikil þróun í ítölsku deildinni kvennamegin - þetta er spennandi. Við erum búnar að spila við Juve núna í Meistaradeildinni mjög oft og í síðasta leik fann ég fyrir því að þær eru komnar ótrúlega langt og eru bara á uppleið. Það var bara eitthvað sem ég vildi klárlega taka þátt í.“ „Þetta er allt ótrúlega spennandi. Ég er búin að vera að skoða aðstæður og þetta er allt í toppstandi. Allt til fyrirmyndar þannig að hérna er allt til alls. Það er líka spennandi að búa í Torino. Alveg geggjuð borg. Við vorum hérna þegar ég var að spila í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni og ég held að mér og okkur eigi eftir að líða ótrúlega vel hérna.“ Evrópumeistaramótið er handan við hornið hjá Söru og íslenska landsliðinu og hún er ánægð að hafa getað klárað þessi mál fyrir mót. „Ég fékk leyfi frá Steina [Þorsteinn Halldórsson] til að skjótast í einn og hálfan dag og klára mín mál. Svo get ég bara einbeitt mér að EM og landsliðinu.“ Klippa: Sara Björk gengur til liðs við Juventus
Fótbolti Ítalski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Af hverju er Sara númer 77? Sara Björk Gunnarsdóttir hefur nýtt ævintýri á Ítalíu eftir Evrópumótið í júlí þegar hún byrjar að æfa og svo spila með fimmföldum meisturum Juventus. Það mun hún gera í treyju númer 77. 24. júní 2022 13:30 „Spurning hvort maður eigi einhverjar vinkonur þarna eftir EM“ „Mér fannst þetta alltaf vera ótrúlega áhugavert,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, sem í morgun var kynnt sem nýjasti leikmaður fimmfaldra Ítalíumeistara Juventus. 24. júní 2022 10:31 Sara semur við Juventus Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, hefur samið við Ítalíumeistara Juventus. 24. júní 2022 09:16 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Af hverju er Sara númer 77? Sara Björk Gunnarsdóttir hefur nýtt ævintýri á Ítalíu eftir Evrópumótið í júlí þegar hún byrjar að æfa og svo spila með fimmföldum meisturum Juventus. Það mun hún gera í treyju númer 77. 24. júní 2022 13:30
„Spurning hvort maður eigi einhverjar vinkonur þarna eftir EM“ „Mér fannst þetta alltaf vera ótrúlega áhugavert,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, sem í morgun var kynnt sem nýjasti leikmaður fimmfaldra Ítalíumeistara Juventus. 24. júní 2022 10:31
Sara semur við Juventus Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, hefur samið við Ítalíumeistara Juventus. 24. júní 2022 09:16