Lokaorð um Guðríði og eldflaugina Helgi Sæmundur Helgason skrifar 25. júní 2022 10:56 Á þjóðhátíðardaginn var þáttur á Rás 1 í umsjón Jóns Ársæls Þórðarsonar með því huggulega heiti Guðríður og geimfarið. Í þættinum fær Jón Ársæll valinkunna fræðimenn á ýmsum sviðum til að rifja upp sögu Guðríðar Þorbjarnardóttur, fjalla um hið sögulega og hugmyndalega samhengi margumtalaðrar styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði (Fyrsta hvíta móðirin) og einnig um verk listakvennanna Steinunnar Gunnlaugsdóttur og Bryndísar Björnsdóttur sem þær settu upp í vor og nefndu Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum. Eins og alþjóð veit stálu þær Steinunn og Bryndís styttu Ásmundar af stalli sínum á Laugarbrekku á Snæfellsnesi og komu henni fyrir í eldflaug (ekki geimfari) á bílastæðinu fyrir utan Nýlistasafnið. Skilaboðin með gjörningi listakvennanna voru þau að stytta Ásmundar sé rasískt rusl sem best færi á að eyðileggja (breyta í geimrusl). Því miður vantaði gagnrýnni umræðu um þessa ályktun listakvennanna í þætti Jóns Ársæls. Eins og ég hef áður fjallað um í greinum mínum hér á Vísi og í Fréttablaðinu þá fer því víðs fjarri að Ásmundur hafi lagt rasíska merkingu í þessa styttu (þrátt fyrir heitið). Um þetta sýnist mér allir vera sammála, meira að segja líka Steinunn og Bryndís sem héldu því fram í furðulegri yfirlýsingu nú á dögunum að verk þeirra hefði ekkert með persónur að gera! Að verk þeirra beindist aðeins að hugmyndafræðinni að baki styttu Ásmundar en hefði ekkert með persónulegan tilgang listamannsins að gera. Þessi yfirlýsing listakvennanna afhjúpar þversögnina í verki þeirra því hún sýnir að í reynd virða þær að einhverju leyti þá merkingu sem Ásmundur lagði í sitt eigið verk og því hlýtur styttan að eiga sér tilverurétt – hún er m.ö.o. ekkert rusl. Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki að heiti styttunnar kunni ekki að vera afsprengi rasískrar hugmyndafræði eins og þær Steinunn og Bryndís eru sannfærðar um og margir fræðimenn hafa tekið undir, þ.á m. Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur í þætti Jóns Ársæls. Með gleggri greiningu og minni yfirgangi hefðu listakonurnar áreiðanlega náð að koma þessari skoðun til skila án þess að vega að æru Ásmundar. Það er líka mikilvægt að halda því til haga hér að mörgum þykir afar vænt um styttuna af Guðríði en það er vegna þess að hvað sem fræðilegri umfjöllun líður þá er styttan falleg og fólk tengir við þá merkingu sem Ásmundur ætlaði henni – að vekja athygli á sögu Guðríðar og minnast afreka hennar. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Styttur og útilistaverk Menning Tengdar fréttir Afkomendur Ásmundar segja listakonurnar vega að æru hans Barnabarn Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara segir listakonurnar Bryndísi Björnsdóttur og Steinunni Gunnlaugsdóttur hafa vegið harkalega að æru Ásmundar þegar þær sögðu styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur rasíska. 13. apríl 2022 20:10 Mest lesið Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr skrifar Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Á þjóðhátíðardaginn var þáttur á Rás 1 í umsjón Jóns Ársæls Þórðarsonar með því huggulega heiti Guðríður og geimfarið. Í þættinum fær Jón Ársæll valinkunna fræðimenn á ýmsum sviðum til að rifja upp sögu Guðríðar Þorbjarnardóttur, fjalla um hið sögulega og hugmyndalega samhengi margumtalaðrar styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði (Fyrsta hvíta móðirin) og einnig um verk listakvennanna Steinunnar Gunnlaugsdóttur og Bryndísar Björnsdóttur sem þær settu upp í vor og nefndu Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum. Eins og alþjóð veit stálu þær Steinunn og Bryndís styttu Ásmundar af stalli sínum á Laugarbrekku á Snæfellsnesi og komu henni fyrir í eldflaug (ekki geimfari) á bílastæðinu fyrir utan Nýlistasafnið. Skilaboðin með gjörningi listakvennanna voru þau að stytta Ásmundar sé rasískt rusl sem best færi á að eyðileggja (breyta í geimrusl). Því miður vantaði gagnrýnni umræðu um þessa ályktun listakvennanna í þætti Jóns Ársæls. Eins og ég hef áður fjallað um í greinum mínum hér á Vísi og í Fréttablaðinu þá fer því víðs fjarri að Ásmundur hafi lagt rasíska merkingu í þessa styttu (þrátt fyrir heitið). Um þetta sýnist mér allir vera sammála, meira að segja líka Steinunn og Bryndís sem héldu því fram í furðulegri yfirlýsingu nú á dögunum að verk þeirra hefði ekkert með persónur að gera! Að verk þeirra beindist aðeins að hugmyndafræðinni að baki styttu Ásmundar en hefði ekkert með persónulegan tilgang listamannsins að gera. Þessi yfirlýsing listakvennanna afhjúpar þversögnina í verki þeirra því hún sýnir að í reynd virða þær að einhverju leyti þá merkingu sem Ásmundur lagði í sitt eigið verk og því hlýtur styttan að eiga sér tilverurétt – hún er m.ö.o. ekkert rusl. Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki að heiti styttunnar kunni ekki að vera afsprengi rasískrar hugmyndafræði eins og þær Steinunn og Bryndís eru sannfærðar um og margir fræðimenn hafa tekið undir, þ.á m. Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur í þætti Jóns Ársæls. Með gleggri greiningu og minni yfirgangi hefðu listakonurnar áreiðanlega náð að koma þessari skoðun til skila án þess að vega að æru Ásmundar. Það er líka mikilvægt að halda því til haga hér að mörgum þykir afar vænt um styttuna af Guðríði en það er vegna þess að hvað sem fræðilegri umfjöllun líður þá er styttan falleg og fólk tengir við þá merkingu sem Ásmundur ætlaði henni – að vekja athygli á sögu Guðríðar og minnast afreka hennar. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Afkomendur Ásmundar segja listakonurnar vega að æru hans Barnabarn Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara segir listakonurnar Bryndísi Björnsdóttur og Steinunni Gunnlaugsdóttur hafa vegið harkalega að æru Ásmundar þegar þær sögðu styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur rasíska. 13. apríl 2022 20:10
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar