Hvetja Íslendinga í Osló til að láta vita af sér Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2022 11:43 Fólk faðmast við lögregluborða í kringum vettvang skotárásarinnar í miðborg Oslóar í morgun. Vísir/EPA Íslenska sendiráðið í Osló hvatti Íslendinga í borginni til að láta aðstandendur sína vita af sér í morgun. Tveir voru skotnir til bana í mögulegri hryðjuverkaárás í skemmtanahverfi Oslóar í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri er í haldi lögreglu eftir að hann hóf skothríð fyrir utan bar sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks á öðrum tímanum að staðartíma í nótt. Tveir eru látnir og tíu særðir. Gleðigöngu sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar að ráðleggingum lögreglu. Í Facebook-færslu í morgun sagðist íslenska sendiráðið í Osló fylgjast vel með framvindu mála án þess þó að vísa sérstaklega til skotárásarinnar. Hvatti það Íslendinga í borginni til að láta aðstandendur sína vita af sér eða hafa samband við neyðarnúmer borgaraþjónust utanríkisráðuneytisins. Þá hvatti sendiráðið Íslendinga til þess að virða lokanir og tilmæli yfirvalda í Osló og fylgjast með staðbundnum fjölmiðlum. Benti það á að mikið álag væri á símkerfi borgarinnar og því væri best að nota samfélagsmiðla til þess að láta vita af sér. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sagði hug sinn hjá fórnarlömbum árásarinnar og fólki í Osló eftir tíðindi næturinnar. Sendi hann innilegar samúðarkveðjur til Raymonds Johansen, borgarstjóra Oslóar, í tísti í morgun. „Stöndum saman gegn hatri,“ tísti borgarstjóri. Skelfilegar fréttir frá Osló. Tveir látnir og fjöldi slasaðra i grimmdarlegri skotàràs kvöldið fyrir Oslo Pride. Hugurinn er hjá fórnarlömbum og öllum í Osló. Innilegar samúðarkveðjur til borgarbúa allra og @RaymondJohansen borgarstjóra frá Reykjavík. Stöndum saman gegn hatri.— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) June 25, 2022 Í sama streng tók Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata. „Hugur minn er í dag hjá íbúum Osló og hinsegin samfélaginu þar. Stöndum saman gegn bakslaginu. Hatrið mun ekki sigra,“ tísti hún. Hugur minn er í dag hjá íbúum Osló og hinsegin samfélaginu þar. Stöndum saman gegn bakslaginu. Hatrið mun ekki sigra. My heart goes out to the people of Oslo and the queer community. We must stand together against this backlash. Hatred will not win. #Oslo #OsloPride— Alexandra Briem (@OfurAlex) June 25, 2022 Skotárás við London Pub í Osló Noregur Hinsegin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Árásarmaðurinn áður komist í kast við lögin Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk með skotárás í miðborg Oslóar í nótt hefur ítrekað komist í kast við lögin. Tilgáta lögreglu er að hann hafi verið knúinn áfram af hatri. 25. júní 2022 10:16 Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50 Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri er í haldi lögreglu eftir að hann hóf skothríð fyrir utan bar sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks á öðrum tímanum að staðartíma í nótt. Tveir eru látnir og tíu særðir. Gleðigöngu sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar að ráðleggingum lögreglu. Í Facebook-færslu í morgun sagðist íslenska sendiráðið í Osló fylgjast vel með framvindu mála án þess þó að vísa sérstaklega til skotárásarinnar. Hvatti það Íslendinga í borginni til að láta aðstandendur sína vita af sér eða hafa samband við neyðarnúmer borgaraþjónust utanríkisráðuneytisins. Þá hvatti sendiráðið Íslendinga til þess að virða lokanir og tilmæli yfirvalda í Osló og fylgjast með staðbundnum fjölmiðlum. Benti það á að mikið álag væri á símkerfi borgarinnar og því væri best að nota samfélagsmiðla til þess að láta vita af sér. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sagði hug sinn hjá fórnarlömbum árásarinnar og fólki í Osló eftir tíðindi næturinnar. Sendi hann innilegar samúðarkveðjur til Raymonds Johansen, borgarstjóra Oslóar, í tísti í morgun. „Stöndum saman gegn hatri,“ tísti borgarstjóri. Skelfilegar fréttir frá Osló. Tveir látnir og fjöldi slasaðra i grimmdarlegri skotàràs kvöldið fyrir Oslo Pride. Hugurinn er hjá fórnarlömbum og öllum í Osló. Innilegar samúðarkveðjur til borgarbúa allra og @RaymondJohansen borgarstjóra frá Reykjavík. Stöndum saman gegn hatri.— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) June 25, 2022 Í sama streng tók Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata. „Hugur minn er í dag hjá íbúum Osló og hinsegin samfélaginu þar. Stöndum saman gegn bakslaginu. Hatrið mun ekki sigra,“ tísti hún. Hugur minn er í dag hjá íbúum Osló og hinsegin samfélaginu þar. Stöndum saman gegn bakslaginu. Hatrið mun ekki sigra. My heart goes out to the people of Oslo and the queer community. We must stand together against this backlash. Hatred will not win. #Oslo #OsloPride— Alexandra Briem (@OfurAlex) June 25, 2022
Skotárás við London Pub í Osló Noregur Hinsegin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Árásarmaðurinn áður komist í kast við lögin Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk með skotárás í miðborg Oslóar í nótt hefur ítrekað komist í kast við lögin. Tilgáta lögreglu er að hann hafi verið knúinn áfram af hatri. 25. júní 2022 10:16 Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50 Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Árásarmaðurinn áður komist í kast við lögin Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk með skotárás í miðborg Oslóar í nótt hefur ítrekað komist í kast við lögin. Tilgáta lögreglu er að hann hafi verið knúinn áfram af hatri. 25. júní 2022 10:16
Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50
Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28