Vaknaði við þyrlur í Osló í nótt: „Mikill óhugur í fólki“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. júní 2022 13:31 Jón Viðar býr í um 30 mínútna göngufæri frá miðbænum þar sem skotárásin átti sér stað. Hann segir götuna afar fjölfarna. facebook/ap Íslendingur í Osló segir mikinn óhug í fólki eftir skotárás sem gerð var á hinsegin skemmtistað þar í nótt. Hann man ekki eftir öðru eins síðan að hryðjuverkaárásin í Útey og Osló var framin árið 2011 þar sem 69 létu lífið. Tveir létust í árásinni í gær og eru fjórtán særðir. Enginn þeirra er í lífshættu samkvæmt norskum fjölmiðlum. Árásin var gerð um klukkan eitt í nótt að staðartíma á skemmtistaðnum London Pub sem er vinsæll meðal hinsegin fólks. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi en hann er 42 ára norskur ríkisborgari af írönskum uppruna. Norska lögreglan segist þekkja til mannsins en ekki vegna stórglæpa. Málið er rannsakað sem hryðjuverk og telur lögregla það hafa verið markmið mannsins að skapa ótta. Hald var lagt á skammbyssu og sjálfvirkt skotvopn. Líklegt er talið að skotárásin tengist gleðigöngunni sem átti að fara fram í Osló í dag. Henni hefur nú verið frestað að ráðum lögreglu. „Hvort að þetta sé hatursglæpur gagnvart samkynhneigðum... það er ýmislegt sem bendir til þess. Og kannski fyrst og fremst að lögreglan ráðlagði að gleðigangan yrði ekki haldin í dag, henni var aflýst. En annars er fréttaflutningur óljós hvað þetta varðar,“ segir Jón Viðar Sigurðsson, prófessor í fornleifafræði við Háskólann í Osló. Hann er búsettur í um hálftíma göngufæri frá staðnum sem skotárásin var gerð á. „Ég vaknaði við þyrlur í nótt. Maður vaknar öðru hvoru við þær, lögreglustöðin er náttúrulega ekki langt frá okkur. Það var náttúrulega allur mannafli kallaður út í nótt og allt sett í viðbragðsstöðu. Þar af leiðandi voru þyrlurnar settar upp,“ segir Jón Viðar. Nýbúið að afhjúpa minnismerki um Útey Hann man ekki til þess að nokkuð sambærilegt hafi átt sér stað í Noregi frá hryðjuverkaárásinni í Útey. „Það náttúrulega setur óhug í langflesta. Það er nýbúin að vera afhjúpun á minnismerkinu í Útey. Þannig að maður er minntur á það sem gerðist þar,“ segir hann. Andrúmsloftið hafi verið mjög þungt í morgun. „Þetta er hlutur sem að maður reiknar ekki með að gerist hjá okkur. Fólk sem ég talaði við, það var bara mikill óhugur í því og fólki var brugðið,“ segir Jón Viðar. Skotárás við London Pub í Osló Noregur Hinsegin Íslendingar erlendis Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Tveir létust í árásinni í gær og eru fjórtán særðir. Enginn þeirra er í lífshættu samkvæmt norskum fjölmiðlum. Árásin var gerð um klukkan eitt í nótt að staðartíma á skemmtistaðnum London Pub sem er vinsæll meðal hinsegin fólks. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi en hann er 42 ára norskur ríkisborgari af írönskum uppruna. Norska lögreglan segist þekkja til mannsins en ekki vegna stórglæpa. Málið er rannsakað sem hryðjuverk og telur lögregla það hafa verið markmið mannsins að skapa ótta. Hald var lagt á skammbyssu og sjálfvirkt skotvopn. Líklegt er talið að skotárásin tengist gleðigöngunni sem átti að fara fram í Osló í dag. Henni hefur nú verið frestað að ráðum lögreglu. „Hvort að þetta sé hatursglæpur gagnvart samkynhneigðum... það er ýmislegt sem bendir til þess. Og kannski fyrst og fremst að lögreglan ráðlagði að gleðigangan yrði ekki haldin í dag, henni var aflýst. En annars er fréttaflutningur óljós hvað þetta varðar,“ segir Jón Viðar Sigurðsson, prófessor í fornleifafræði við Háskólann í Osló. Hann er búsettur í um hálftíma göngufæri frá staðnum sem skotárásin var gerð á. „Ég vaknaði við þyrlur í nótt. Maður vaknar öðru hvoru við þær, lögreglustöðin er náttúrulega ekki langt frá okkur. Það var náttúrulega allur mannafli kallaður út í nótt og allt sett í viðbragðsstöðu. Þar af leiðandi voru þyrlurnar settar upp,“ segir Jón Viðar. Nýbúið að afhjúpa minnismerki um Útey Hann man ekki til þess að nokkuð sambærilegt hafi átt sér stað í Noregi frá hryðjuverkaárásinni í Útey. „Það náttúrulega setur óhug í langflesta. Það er nýbúin að vera afhjúpun á minnismerkinu í Útey. Þannig að maður er minntur á það sem gerðist þar,“ segir hann. Andrúmsloftið hafi verið mjög þungt í morgun. „Þetta er hlutur sem að maður reiknar ekki með að gerist hjá okkur. Fólk sem ég talaði við, það var bara mikill óhugur í því og fólki var brugðið,“ segir Jón Viðar.
Skotárás við London Pub í Osló Noregur Hinsegin Íslendingar erlendis Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira