Telja árásina hryðjuverk íslamista Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2022 13:44 Fólk safnaðist saman til að sýna samstöðu eftir skotárásina fyrir utan bar hinsegin fólks í Osló í nótt. Vísir/EPA Norska leyniþjónustan PST lítur á skotárás sem kostaði tvö mannslíf í miðborg Oslóar í nótt sem hryðjuverk öfgafulls íslamista. Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu var hækkað í kjölfar árásarinnar. Fjörutíu og tveggja ára gamall karlmaður er í haldi lögreglu vegna skotárásarinnar sem hófst fyrir utan skemmtistað sem er vinsæll á meðal samkynhneigðra í Osló í nótt. Hann skaut tvo til bana og særði tíu til viðbótar. Fórnarlömbin tvö eru sögð karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri. Maðurinn er sagður norskur ríkisborgari en að hann hafi komið sem flóttamaður til Noregs frá kúrdíska hluta Írans þegar hann var barn að aldri. Hann hefur áður hlotið refsidóma fyrir líkamsárás og fíkniefnabrot. Á blaðamannafundi í dag sagði Roger Berg, yfirmaður PST, að stofnunin hafi vitað af manninum frá árinu 2015. Óttast hafi verið að hann hefði hneigst að öfgahyggju og tengst neti öfgatrúaðra íslamista í Noregi. Fulltrúar PST hafi rætt við manninn í maí en hann hafi ekki verið talinn líklegur til að beita ofbeldi, að því er segir í frétt NRK. Leyniþjónustan rannsakar nú hvort að árásin í nótt hafi átt sér hugmyndafræðilegar rætur og hvort að hún tengist einhverjum samtökum öfgamanna. Berg segir norska blaðinu VG að árásarmaðurinn hafi stutt málstað hryðjuverkasamtakanna Ríki íslams. Viðbúnaðar vegna hryðjuverka var færður upp á fimmta og efsta stig vegna árásarinnar. Byrjað var að yfirheyra árásarmanninn nú um miðjan dag. Lögmaður hans segist búast við því að hann verði látinn gangast undir geðrannsókn. Lögreglan í Osló sagði í morgun að ein tilgáta sé að maðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Áfrýjunardómstóll sem sýknaði manninn af ákæru vegna stunguárásar árið 2000 vísaði til augljósra geðrænna vandamála hans. Gleðigöngu sem átti að fara fram í Osló í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar í nótt, að ráðlegginum lögreglu. Noregur Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Tengdar fréttir Vaknaði við þyrlur í Osló í nótt: „Mikill óhugur í fólki“ Íslendingur í Osló segir mikinn óhug í fólki eftir skotárás sem gerð var á hinsegin skemmtistað þar í nótt. Hann man ekki eftir öðru eins síðan að hryðjuverkaárásin í Útey og Osló var framin árið 2011 þar sem 69 létu lífið. 25. júní 2022 13:31 Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50 Árásarmaðurinn áður komist í kast við lögin Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk með skotárás í miðborg Oslóar í nótt hefur ítrekað komist í kast við lögin. Tilgáta lögreglu er að hann hafi verið knúinn áfram af hatri. 25. júní 2022 10:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Fjörutíu og tveggja ára gamall karlmaður er í haldi lögreglu vegna skotárásarinnar sem hófst fyrir utan skemmtistað sem er vinsæll á meðal samkynhneigðra í Osló í nótt. Hann skaut tvo til bana og særði tíu til viðbótar. Fórnarlömbin tvö eru sögð karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri. Maðurinn er sagður norskur ríkisborgari en að hann hafi komið sem flóttamaður til Noregs frá kúrdíska hluta Írans þegar hann var barn að aldri. Hann hefur áður hlotið refsidóma fyrir líkamsárás og fíkniefnabrot. Á blaðamannafundi í dag sagði Roger Berg, yfirmaður PST, að stofnunin hafi vitað af manninum frá árinu 2015. Óttast hafi verið að hann hefði hneigst að öfgahyggju og tengst neti öfgatrúaðra íslamista í Noregi. Fulltrúar PST hafi rætt við manninn í maí en hann hafi ekki verið talinn líklegur til að beita ofbeldi, að því er segir í frétt NRK. Leyniþjónustan rannsakar nú hvort að árásin í nótt hafi átt sér hugmyndafræðilegar rætur og hvort að hún tengist einhverjum samtökum öfgamanna. Berg segir norska blaðinu VG að árásarmaðurinn hafi stutt málstað hryðjuverkasamtakanna Ríki íslams. Viðbúnaðar vegna hryðjuverka var færður upp á fimmta og efsta stig vegna árásarinnar. Byrjað var að yfirheyra árásarmanninn nú um miðjan dag. Lögmaður hans segist búast við því að hann verði látinn gangast undir geðrannsókn. Lögreglan í Osló sagði í morgun að ein tilgáta sé að maðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Áfrýjunardómstóll sem sýknaði manninn af ákæru vegna stunguárásar árið 2000 vísaði til augljósra geðrænna vandamála hans. Gleðigöngu sem átti að fara fram í Osló í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar í nótt, að ráðlegginum lögreglu.
Noregur Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Tengdar fréttir Vaknaði við þyrlur í Osló í nótt: „Mikill óhugur í fólki“ Íslendingur í Osló segir mikinn óhug í fólki eftir skotárás sem gerð var á hinsegin skemmtistað þar í nótt. Hann man ekki eftir öðru eins síðan að hryðjuverkaárásin í Útey og Osló var framin árið 2011 þar sem 69 létu lífið. 25. júní 2022 13:31 Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50 Árásarmaðurinn áður komist í kast við lögin Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk með skotárás í miðborg Oslóar í nótt hefur ítrekað komist í kast við lögin. Tilgáta lögreglu er að hann hafi verið knúinn áfram af hatri. 25. júní 2022 10:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Vaknaði við þyrlur í Osló í nótt: „Mikill óhugur í fólki“ Íslendingur í Osló segir mikinn óhug í fólki eftir skotárás sem gerð var á hinsegin skemmtistað þar í nótt. Hann man ekki eftir öðru eins síðan að hryðjuverkaárásin í Útey og Osló var framin árið 2011 þar sem 69 létu lífið. 25. júní 2022 13:31
Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50
Árásarmaðurinn áður komist í kast við lögin Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk með skotárás í miðborg Oslóar í nótt hefur ítrekað komist í kast við lögin. Tilgáta lögreglu er að hann hafi verið knúinn áfram af hatri. 25. júní 2022 10:16