Hefur tvisvar troðið upp á staðnum þar sem árásin var framin: „Ég gæti verið dáinn núna“ Árni Sæberg skrifar 25. júní 2022 15:36 Páll Óskar Hjálmtýsson hefur tvisvar troðið upp á London Pub, þar sem tvennt var myrt í nótt. Vísir/Vilhelm Páll Óskar Hjálmtýsson hefur tvisvar troðið upp á skemmtistaðnum í Osló þar sem tvennt var myrt í skotárás í nótt. „Þetta hefði auðveldlega getað verið ég. Ég gæti verið dáinn núna,“ segir hann. Páll Óskar segir í tilfinningaþrunginni færslu á Facebook að hann skylji vel að skipuleggjendur gleðigöngunnar í Osló hafi ákveðið að fresta henni en hún átti að vera í dag. Verið er að rannsaka hvort árásamaðurinn hafi verið í vitorði með fleirum. Sem stendur virðist fátt benda til þess. „En þar sem það er engu líkara en að hér sé ein brotin sál að verki, þá myndi ég persónulega alls ekki fresta göngunni. Nú er einmitt rík ástæða til að fara í tilfinningaþrungna og kraftmikla göngu. Ég vona að þau fresti um viku, í mesta lagi, og kýli svo á það,“ segir Páll Óskar. Á ævilangri vakt gegn hatri og fáfræði „Það eina sem maður lærir af þessum ógeðslegu fréttum vikunnar, hinsegin fólk drepið í Noregi - og skertur réttur kvenna til þungunarrofs í Bandaríkunum - er að þessi barátta milli haturs og kærleika verður ALDREI BÚIN. ALDREI BÚIN. ALDREI,“ segir Páll Óskar. Þá segir hann að baráttan gegn hatri og fáfræði geti verið lýjandi en hann hafi ekkert val, hann þurfi að vara á ævilangri vakt í baráttunni. „Ef ég þarf að syngja „ÚT MEÐ HATRIÐ - INN MEÐ ÁSTINA“ þar til ég verð 83 ára gömul drottning í Gleðigöngunni árið 2053, þá réttu mér míkrafón,“ segir hann. Mikilvægt að rugla ekki saman brotnum sálum og öllum innflytjendum Maðurinn sem framdi skotárásina í nótt er sagður norskur ríkisborgari en að hann hafi komið sem flóttamaður til Noregs frá kúrdíska hluta Írans þegar hann var barn að aldri. Páll Óskar minnir á að mikilvægt sé að rugla ekki saman brotnum sálum, öfgahægra liði, fasistum og „trúarnötturum“ við alla innflytjendur og flóttamenn. „Það er einfaldlega rangt og galið og mun bara kynda undir frekari spennu og átök. Brotið fólk finnst meðal okkar allra. Spurðu þig frekar hvernig þú getur sýnt brotnu fólki kærleika í verki,“ segir hann. Noregur Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Gleðigangan Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Páll Óskar segir í tilfinningaþrunginni færslu á Facebook að hann skylji vel að skipuleggjendur gleðigöngunnar í Osló hafi ákveðið að fresta henni en hún átti að vera í dag. Verið er að rannsaka hvort árásamaðurinn hafi verið í vitorði með fleirum. Sem stendur virðist fátt benda til þess. „En þar sem það er engu líkara en að hér sé ein brotin sál að verki, þá myndi ég persónulega alls ekki fresta göngunni. Nú er einmitt rík ástæða til að fara í tilfinningaþrungna og kraftmikla göngu. Ég vona að þau fresti um viku, í mesta lagi, og kýli svo á það,“ segir Páll Óskar. Á ævilangri vakt gegn hatri og fáfræði „Það eina sem maður lærir af þessum ógeðslegu fréttum vikunnar, hinsegin fólk drepið í Noregi - og skertur réttur kvenna til þungunarrofs í Bandaríkunum - er að þessi barátta milli haturs og kærleika verður ALDREI BÚIN. ALDREI BÚIN. ALDREI,“ segir Páll Óskar. Þá segir hann að baráttan gegn hatri og fáfræði geti verið lýjandi en hann hafi ekkert val, hann þurfi að vara á ævilangri vakt í baráttunni. „Ef ég þarf að syngja „ÚT MEÐ HATRIÐ - INN MEÐ ÁSTINA“ þar til ég verð 83 ára gömul drottning í Gleðigöngunni árið 2053, þá réttu mér míkrafón,“ segir hann. Mikilvægt að rugla ekki saman brotnum sálum og öllum innflytjendum Maðurinn sem framdi skotárásina í nótt er sagður norskur ríkisborgari en að hann hafi komið sem flóttamaður til Noregs frá kúrdíska hluta Írans þegar hann var barn að aldri. Páll Óskar minnir á að mikilvægt sé að rugla ekki saman brotnum sálum, öfgahægra liði, fasistum og „trúarnötturum“ við alla innflytjendur og flóttamenn. „Það er einfaldlega rangt og galið og mun bara kynda undir frekari spennu og átök. Brotið fólk finnst meðal okkar allra. Spurðu þig frekar hvernig þú getur sýnt brotnu fólki kærleika í verki,“ segir hann.
Noregur Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Gleðigangan Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira