Thibaut Courtois kominn með nýtt húðflúr tileinkað sigrinum á Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2022 09:30 Thibaut Courtois kyssir Meistaradeildarbikarinn eftir sigur Real Madrid á Liverpool í úrslitaleiknum á Stade de France 28. maí síðastliðinn. EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL Belgíski markvörðurinn Thibaut Courtois var öðrum fremur maðurinn á bak við fjórtánda sigur Real Madrid í Evrópukeppni meistaraliða en hann var stórkostlegur í 1-0 sigri Real Madrid á Liverpool í úrslitaleiknum í París í maílok. Thibaut Courtois varði alls níu skot í úrslitaleiknum þar af hvað eftir annað úr dauðafærum. Enginn markvörður hefur varið fleiri skot í einum úrslitaleik í Meistaradeildinni. Courtois var kátur eftir leik og sagði þá hafa tekið það til sín þegar menn héldu því fram fyrir úrslitaleikinn að hann yrði niðurlægður af sóknarmönnum Liverpool. Þegar á hólminn var komið þá fundu þeir enga leið fram hjá þessum 202 sentimetra markverði. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Þetta var í fyrsta sinn sem Courtois vinnur Meistaradeildina en hann tapaði úrslitaleiknum með Atlético Madrid árið 2014. Belginn hafði síðan ekki komist í úrslitaleikinn á fjórum tímabilum með Chelsea eða á fyrstu þremur tímabilum sínum með Real Madrid. Real Madrid hafði unnið Meistaradeildina fjórum sinnum á fimm árum þegar Courtois kom til liðsins sumarið 2018 en nú náði hann loksins að vinna þennan eftirsótta titil. Courtois fékk ekki aðeins gullmedalíu um hálsinn til að minna sig á þetta eftirminnilega kvöld því í gær greindi hann frá því að hann sé búinn að fá sér nýtt húðflúr. Courtois lét sérhannað húðflúr þar sem má sjá búið að loka markinu með múrsteinum, skammstöfun hans TC1 og loks sjálfan Meistaradeildarbikarinn. Það má sjá þetta húðflúr hans hér fyrir ofan. "Today I needed to win a final for my career, for all the hard work, to put some respect on my name, because I don't think I get enough respect. Especially in England." Put respect on Thibaut Courtois' name @TheDesKelly | #UCLfinal pic.twitter.com/YHhlO5lELZ— Football on BT Sport (@btsportfootball) May 28, 2022 Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Húðflúr Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Sjá meira
Thibaut Courtois varði alls níu skot í úrslitaleiknum þar af hvað eftir annað úr dauðafærum. Enginn markvörður hefur varið fleiri skot í einum úrslitaleik í Meistaradeildinni. Courtois var kátur eftir leik og sagði þá hafa tekið það til sín þegar menn héldu því fram fyrir úrslitaleikinn að hann yrði niðurlægður af sóknarmönnum Liverpool. Þegar á hólminn var komið þá fundu þeir enga leið fram hjá þessum 202 sentimetra markverði. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Þetta var í fyrsta sinn sem Courtois vinnur Meistaradeildina en hann tapaði úrslitaleiknum með Atlético Madrid árið 2014. Belginn hafði síðan ekki komist í úrslitaleikinn á fjórum tímabilum með Chelsea eða á fyrstu þremur tímabilum sínum með Real Madrid. Real Madrid hafði unnið Meistaradeildina fjórum sinnum á fimm árum þegar Courtois kom til liðsins sumarið 2018 en nú náði hann loksins að vinna þennan eftirsótta titil. Courtois fékk ekki aðeins gullmedalíu um hálsinn til að minna sig á þetta eftirminnilega kvöld því í gær greindi hann frá því að hann sé búinn að fá sér nýtt húðflúr. Courtois lét sérhannað húðflúr þar sem má sjá búið að loka markinu með múrsteinum, skammstöfun hans TC1 og loks sjálfan Meistaradeildarbikarinn. Það má sjá þetta húðflúr hans hér fyrir ofan. "Today I needed to win a final for my career, for all the hard work, to put some respect on my name, because I don't think I get enough respect. Especially in England." Put respect on Thibaut Courtois' name @TheDesKelly | #UCLfinal pic.twitter.com/YHhlO5lELZ— Football on BT Sport (@btsportfootball) May 28, 2022
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Húðflúr Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Sjá meira