Í tilefni fratfréttar helgarblaðs Fréttablaðsins um ársreikninga sveitarfélaga 2021 Tómas Ellert Tómasson skrifar 27. júní 2022 08:30 Við lestur helgarblaðs Fréttablaðsins rak mig í rogastans við að rekast á fratfrétt um ársreikninga sveitarfélaga 2021 með fyrirsögninni „Tap Árborgar það mesta á hvern íbúa“. Blaðamaðurinn sem ritaði greinina ætlaði sér líklegast að fá flest „klikk“ allra á fréttastofunni um helgina en klikkaði á því í fréttaflutningi sínum að fylgja nokkrum grundvallaratriðum vandaðrar fréttamennsku og upplýsingagjafar til lesenda blaðsins. Vont var svo að sjá annan tveggja nýrra bæjarstjóra í Svf. Árborg kokgleypa gagnrýnislaust og samsinna framsetningu blaðamannsins á umfjöllunarefninu. Klikkin tvö Þau tvö klikk blaðamannsins sem hvað mest áberandi eru í fréttinni varða í fyrsta lagi þá íbúafjöldatölu sem notuð er sem deilitala í mælieiningunni „hagnaður/tap síðasta árs í þúsundum króna á hvern íbúa“ og í öðru lagi að ekki hafi verið minnst á í fréttinni hvernig að einskiptiskostnaður vegna breyttra reikniaðferða tryggingafræðinga á framtíðar-lífeyrisskuldbindingum hafði mismunandi áhrif á rekstrarniðurstöðu sveitarfélaga landsins. Í fyrra klikkinu notast blaðamaður við íbúafjölda sveitarfélaga í lok árs 2020 sem deilitölu, sem er kolrangt. Rétt er að nota sem deilitölu, íbúafjölda sveitarfélaga í lok árs 2021. Í seinna klikkinu nefnir blaðamaður svo ekki og tekur ekki tillit til einskiptisaðgerðarinnar sem sveitarfélögin voru skylduð til að framkvæma vegna breytinga á forsendum regluverks varðandi útreikning á lífeyrisskuldbindingum. Forsendubreytingarnar tóku gildi þann 22. desember 2021, þegar að fjármála- og efnahagsráðherra staðfesti tillögur félags íslenskra tryggingafræðinga um breytingu á svonefndum eftirlifendatöflum sem þannig breyttust að framvegis munu töflurnar byggja á spám um þróun dánartíðni í stað raundánartíðni undanfarinna ára. Þessi aðferðarfræði felur í sér verulega breytingu og hefur í för með sér lækkun dánartíðni í öllum aldursflokkum. Áætluð áhrif af þessari breytingu voru metin sem hækkun á heildar lífeyrisskuldbindingum sveitarfélaga um 5%. Áhrifin á rekstrarreikninga sveitarfélaganna í kjölfarið urðu í mörgum tilfellum vel sýnileg. Útgjaldaaukning vegna þessarar reiknuðu stærðar á rekstrarhlið ársreikninga sveitarfélaganna jukust um allt að 12%, sum staðar varð lítil sem engin breyting. Í tilfelli Svf. Árborgar hækkuðu útgjöldin óvænt um 5% og leiddi þessi einskiptisaðgerð til hækkunar lífeyrisskuldbindinga um 418 milljónir sem urðu þannig 583 milljónir króna í stað áætlunar upp á 165 milljónir króna. Höfðu verið 50 milljónir árið á undan. Niðurstaða ársreiknings var því sú að reiknað tap sveitarsjóðs með þessum forsendubreytingum (A-hluta) varð 2,1 milljarðar í stað 1,6 milljarða og tap samstæðunnar (A+B-hluta) varð 1,8 milljarðar í stað 1,3 milljarða. Íbúafjöldi Svf. Árborgar 1. janúar 2022 var 10.834 og ef ekki hefði komið til þessara forsendubreytinga að þá hefði tap A-hluta verið 149 þkr. per íbúa en ekki 205 þkr. á íbúa eins og segir í fratfréttinni. Slæmt tap, en rekstrartapið ber ekki höfuð og herðar yfir rekstrartap annarra sveitarfélaga eins og segir í fréttinni. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Svf. Árborg. Neðanmálsskýring: Hvað er lífeyrissskuldbinding? Lífeyrisskuldbinding myndast þegar sveitarfélag gerir samning við starfsmann um lífeyrisréttindi sem eru umfram þær greiðslur sem sveitarfélagið innir af hendi á hverjum tíma, sem sagt einhvern tímann í framtíðinni. Lífeyrisskuldbindingin breytist svo meðal annars: við að starfsmaður vinnur sér inn aukin réttindi; við að viðmiðunarlaun breytast umfram verðlagsbreytingar; eftir aldri starfsmanns; þegar greitt er af skuldbindingunni og þegar það verða breytingar á lífslíkum starfsmannsins samkvæmt útreikningum tryggingafræðinga auk eftirlifenda hans. Tengd skjöl Hækkun_lífeyrisskuldbindinga_2021PDF48KBSækja skjal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Árborg Mest lesið Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Sjá meira
Við lestur helgarblaðs Fréttablaðsins rak mig í rogastans við að rekast á fratfrétt um ársreikninga sveitarfélaga 2021 með fyrirsögninni „Tap Árborgar það mesta á hvern íbúa“. Blaðamaðurinn sem ritaði greinina ætlaði sér líklegast að fá flest „klikk“ allra á fréttastofunni um helgina en klikkaði á því í fréttaflutningi sínum að fylgja nokkrum grundvallaratriðum vandaðrar fréttamennsku og upplýsingagjafar til lesenda blaðsins. Vont var svo að sjá annan tveggja nýrra bæjarstjóra í Svf. Árborg kokgleypa gagnrýnislaust og samsinna framsetningu blaðamannsins á umfjöllunarefninu. Klikkin tvö Þau tvö klikk blaðamannsins sem hvað mest áberandi eru í fréttinni varða í fyrsta lagi þá íbúafjöldatölu sem notuð er sem deilitala í mælieiningunni „hagnaður/tap síðasta árs í þúsundum króna á hvern íbúa“ og í öðru lagi að ekki hafi verið minnst á í fréttinni hvernig að einskiptiskostnaður vegna breyttra reikniaðferða tryggingafræðinga á framtíðar-lífeyrisskuldbindingum hafði mismunandi áhrif á rekstrarniðurstöðu sveitarfélaga landsins. Í fyrra klikkinu notast blaðamaður við íbúafjölda sveitarfélaga í lok árs 2020 sem deilitölu, sem er kolrangt. Rétt er að nota sem deilitölu, íbúafjölda sveitarfélaga í lok árs 2021. Í seinna klikkinu nefnir blaðamaður svo ekki og tekur ekki tillit til einskiptisaðgerðarinnar sem sveitarfélögin voru skylduð til að framkvæma vegna breytinga á forsendum regluverks varðandi útreikning á lífeyrisskuldbindingum. Forsendubreytingarnar tóku gildi þann 22. desember 2021, þegar að fjármála- og efnahagsráðherra staðfesti tillögur félags íslenskra tryggingafræðinga um breytingu á svonefndum eftirlifendatöflum sem þannig breyttust að framvegis munu töflurnar byggja á spám um þróun dánartíðni í stað raundánartíðni undanfarinna ára. Þessi aðferðarfræði felur í sér verulega breytingu og hefur í för með sér lækkun dánartíðni í öllum aldursflokkum. Áætluð áhrif af þessari breytingu voru metin sem hækkun á heildar lífeyrisskuldbindingum sveitarfélaga um 5%. Áhrifin á rekstrarreikninga sveitarfélaganna í kjölfarið urðu í mörgum tilfellum vel sýnileg. Útgjaldaaukning vegna þessarar reiknuðu stærðar á rekstrarhlið ársreikninga sveitarfélaganna jukust um allt að 12%, sum staðar varð lítil sem engin breyting. Í tilfelli Svf. Árborgar hækkuðu útgjöldin óvænt um 5% og leiddi þessi einskiptisaðgerð til hækkunar lífeyrisskuldbindinga um 418 milljónir sem urðu þannig 583 milljónir króna í stað áætlunar upp á 165 milljónir króna. Höfðu verið 50 milljónir árið á undan. Niðurstaða ársreiknings var því sú að reiknað tap sveitarsjóðs með þessum forsendubreytingum (A-hluta) varð 2,1 milljarðar í stað 1,6 milljarða og tap samstæðunnar (A+B-hluta) varð 1,8 milljarðar í stað 1,3 milljarða. Íbúafjöldi Svf. Árborgar 1. janúar 2022 var 10.834 og ef ekki hefði komið til þessara forsendubreytinga að þá hefði tap A-hluta verið 149 þkr. per íbúa en ekki 205 þkr. á íbúa eins og segir í fratfréttinni. Slæmt tap, en rekstrartapið ber ekki höfuð og herðar yfir rekstrartap annarra sveitarfélaga eins og segir í fréttinni. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Svf. Árborg. Neðanmálsskýring: Hvað er lífeyrissskuldbinding? Lífeyrisskuldbinding myndast þegar sveitarfélag gerir samning við starfsmann um lífeyrisréttindi sem eru umfram þær greiðslur sem sveitarfélagið innir af hendi á hverjum tíma, sem sagt einhvern tímann í framtíðinni. Lífeyrisskuldbindingin breytist svo meðal annars: við að starfsmaður vinnur sér inn aukin réttindi; við að viðmiðunarlaun breytast umfram verðlagsbreytingar; eftir aldri starfsmanns; þegar greitt er af skuldbindingunni og þegar það verða breytingar á lífslíkum starfsmannsins samkvæmt útreikningum tryggingafræðinga auk eftirlifenda hans. Tengd skjöl Hækkun_lífeyrisskuldbindinga_2021PDF48KBSækja skjal
Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir Skoðun
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir Skoðun