Drógu tvo vélarvana báta að landi og björguðu örmagna göngumönnum Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2022 17:42 Björgunarskipið Sjöfn dregur skemmtibátinn að landi. Landsbjörg Tvisvar þurfti að kalla út björgunarskip Landsbjargar í dag, Gísli Jóns var kallaður út frá Ísafirði vegna vélarvana strandveiðibáts og Sjöfn í Reykjavík var kölluð út vegna vélarvana skemmtibáts við Viðey. Björgunarsveitarmenn þurftu einnig að bjarga örmagna göngumönnum á Sprengisandsleið og aðstoða mann sem hrasaði við Hengifoss. Björgunarsveitir Landsbjargar stóðu í ströngu í dag. Snemma í morgun var björgunarskipið Gísli Jóns kallað út frá Ísafirði vegna vélarvana strandveiðibáts sem var staddur 10 sjómílur vestur af Barða milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar. Björgunarskipið sótti bátinn og tók í tog til Bolungarvíkur. Klukkan hálf tvö var björgunarbáturinn Sjöfn í Reykjavík einnig kallaður út vegna vélarvana skemmtibáts sem varð vélarvana suður af Viðey. Skemmtibáturinn var tekinn í tog og dreginn til hafnar og sakaði engann um borð. Myndir frá björguninni við Viðey í dag.Landsbjörg Einn sem hrasaði og nokkrir örmagna Stuttu síðar var björgunarsveit frá Héraði kölluð út til aðstoðar eftir að maður hafði hrasað við Hengifoss. Rétt fyrir hádegi í dag barst Neyðarlínunni tilkynning frá örmagna göngumönnum sem voru staddir á Sprengisandsleið og höfðu verið á göngu í um viku. Þeir voru orðnir kaldir og hraktir eftir íslenska suddann enda hefur rignt undanfarna daga á hálendinu og rignir enn. Hópur björgunarsveitarfólks á hálendisvakt í Landmannalaugum var kallaður út og fór til mannanna sem voru staddir í grend við skálann í Versölum. Þegar fréttin var skrifuð voru björgunarsveitarmennirnir komnir að mönnunum og hálfnaðir með að koma þeim til Landmannalauga þar sem á að hlúa að þeim. Björgunarsveitir Reykjavík Viðey Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Björgunarsveitir Landsbjargar stóðu í ströngu í dag. Snemma í morgun var björgunarskipið Gísli Jóns kallað út frá Ísafirði vegna vélarvana strandveiðibáts sem var staddur 10 sjómílur vestur af Barða milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar. Björgunarskipið sótti bátinn og tók í tog til Bolungarvíkur. Klukkan hálf tvö var björgunarbáturinn Sjöfn í Reykjavík einnig kallaður út vegna vélarvana skemmtibáts sem varð vélarvana suður af Viðey. Skemmtibáturinn var tekinn í tog og dreginn til hafnar og sakaði engann um borð. Myndir frá björguninni við Viðey í dag.Landsbjörg Einn sem hrasaði og nokkrir örmagna Stuttu síðar var björgunarsveit frá Héraði kölluð út til aðstoðar eftir að maður hafði hrasað við Hengifoss. Rétt fyrir hádegi í dag barst Neyðarlínunni tilkynning frá örmagna göngumönnum sem voru staddir á Sprengisandsleið og höfðu verið á göngu í um viku. Þeir voru orðnir kaldir og hraktir eftir íslenska suddann enda hefur rignt undanfarna daga á hálendinu og rignir enn. Hópur björgunarsveitarfólks á hálendisvakt í Landmannalaugum var kallaður út og fór til mannanna sem voru staddir í grend við skálann í Versölum. Þegar fréttin var skrifuð voru björgunarsveitarmennirnir komnir að mönnunum og hálfnaðir með að koma þeim til Landmannalauga þar sem á að hlúa að þeim.
Björgunarsveitir Reykjavík Viðey Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira