Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2022 10:24 John Eastman (t.v.) við vitnisburð fyrir þingnefnd sem rannsakar árásina á bandaríska þinghúsið. AP/6. janúarnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti. Lagt var hald á síma Johns Eastman þegar hann kom út af veitingastað á miðvikudag. Sama dag gerðu alríkisfulltrúar húsleit og afhentu stefnur í tengslum við rannsókn á árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið 6. janúar í fyrra. Hvork FBI né bandaríska dómsmálaráðuneytið hafa tjáð sig um málið. Í kæru sem Eastman lagði fram til að fá haldlagningunni hnekkt í Nýju-Mexíkó kemur fram að hann hafi verið neyddur til þess að opna símann með fingrafarsskanna, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Í kæru sinni segir Eastman að á símanum séu meðal annars að finna tölvupósta sem hafa verið bitbein hans og þingnefndar sem rannsakar árásina á þinghúsið um margra mánaða skeið. Eastman heldur því fram að hann sé bundinn trúnaði á milli lögmanns og skjólstæðings um efni tölvupóstanna Eastman þessi skrifaði minnisblað um hvernig hann taldi að Mike Pence, þáverandi varaforseti, gæti neitað að staðfesta kosningasigur Biden þegar báðar deildir þingsins komu saman 6. janúar 2021. Til þess þyrftu ríkisþingmenn repúblikana í nokkrum ríkjum að samþykkja hóp falskra kjörmanna í stað þeirra réttkjörnu. Hann var einnig á meðal ræðumanna á útifundi Trump með stuðningsmönnum sínum í Washington-borg að morgni þess dags. Hluti mannfjöldans gekk síðan að þinghúsinu og braust þangað inn með valdi. Tölvupóstar sem hafa þegar verið birtir í tengslum við rannsókn þingnefndarinnar benda til þess að Eastman hafi síst iðrast gjörða sinna, jafnvel eftir að múgurinn réðst á þinghúsið og lífverðir þurftu að fylgja Pence út úr sal öldungadeildarinnar. „Þökk sé kjaftæðinu þínu er núna setið um okkur,“ skrifaði Greg Jacob, einn ráðgjafa Pence bálillur í tölvupósti til Eastman 6. janúar. Eastman svaraði með því að orsök árásarinnar væri að Pence hefði ekki gert það sem hann og Trump vildu, að því er segir í frétt Washington Post. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Vildi að dómsmálaráðuneytið segði kosningarnar spilltar Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins um að lýsa því yfir að forsetakosningarnar árið 2020 hefðu verið „spilltar“. Hann og þingmenn repúblikana tækju svo við. Forsetinn lét ekki segjast fyrr en hann var varaður við þetta gæti leitt til hundraða afsagna. 24. júní 2022 09:38 Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Lagt var hald á síma Johns Eastman þegar hann kom út af veitingastað á miðvikudag. Sama dag gerðu alríkisfulltrúar húsleit og afhentu stefnur í tengslum við rannsókn á árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið 6. janúar í fyrra. Hvork FBI né bandaríska dómsmálaráðuneytið hafa tjáð sig um málið. Í kæru sem Eastman lagði fram til að fá haldlagningunni hnekkt í Nýju-Mexíkó kemur fram að hann hafi verið neyddur til þess að opna símann með fingrafarsskanna, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Í kæru sinni segir Eastman að á símanum séu meðal annars að finna tölvupósta sem hafa verið bitbein hans og þingnefndar sem rannsakar árásina á þinghúsið um margra mánaða skeið. Eastman heldur því fram að hann sé bundinn trúnaði á milli lögmanns og skjólstæðings um efni tölvupóstanna Eastman þessi skrifaði minnisblað um hvernig hann taldi að Mike Pence, þáverandi varaforseti, gæti neitað að staðfesta kosningasigur Biden þegar báðar deildir þingsins komu saman 6. janúar 2021. Til þess þyrftu ríkisþingmenn repúblikana í nokkrum ríkjum að samþykkja hóp falskra kjörmanna í stað þeirra réttkjörnu. Hann var einnig á meðal ræðumanna á útifundi Trump með stuðningsmönnum sínum í Washington-borg að morgni þess dags. Hluti mannfjöldans gekk síðan að þinghúsinu og braust þangað inn með valdi. Tölvupóstar sem hafa þegar verið birtir í tengslum við rannsókn þingnefndarinnar benda til þess að Eastman hafi síst iðrast gjörða sinna, jafnvel eftir að múgurinn réðst á þinghúsið og lífverðir þurftu að fylgja Pence út úr sal öldungadeildarinnar. „Þökk sé kjaftæðinu þínu er núna setið um okkur,“ skrifaði Greg Jacob, einn ráðgjafa Pence bálillur í tölvupósti til Eastman 6. janúar. Eastman svaraði með því að orsök árásarinnar væri að Pence hefði ekki gert það sem hann og Trump vildu, að því er segir í frétt Washington Post.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Vildi að dómsmálaráðuneytið segði kosningarnar spilltar Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins um að lýsa því yfir að forsetakosningarnar árið 2020 hefðu verið „spilltar“. Hann og þingmenn repúblikana tækju svo við. Forsetinn lét ekki segjast fyrr en hann var varaður við þetta gæti leitt til hundraða afsagna. 24. júní 2022 09:38 Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Vildi að dómsmálaráðuneytið segði kosningarnar spilltar Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins um að lýsa því yfir að forsetakosningarnar árið 2020 hefðu verið „spilltar“. Hann og þingmenn repúblikana tækju svo við. Forsetinn lét ekki segjast fyrr en hann var varaður við þetta gæti leitt til hundraða afsagna. 24. júní 2022 09:38
Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49