Fótbolti

Santiago Bernabeu verður einn fjölhæfasti íþróttaleikvangur heims

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Svona mun nýja útgáfan af Estadio Santiago Bernabeu líta út þegar framkvæmdum er lokið.
Svona mun nýja útgáfan af Estadio Santiago Bernabeu líta út þegar framkvæmdum er lokið. Getty/Real Madrid

Þú ferð ekki bara á fótboltaleiki á Santiago Bernabeu á næstu árum og nú er hægt að sjá hvernig Spánverjarnir fara að því að breyta leikvanginum á milli íþróttaviðburða.

Stórlið Real Madrid hefur staðið í miklum endurbætum á heimavelli sínum á undanförnum árum og það er ekki hægt að sjá annað en að þeir hafi breytt Santiago Bernabeu í einn nútímalegasta leikvang heims.

Þessi fornfrægi leikvangi var byggður á árunum 1944 til 1947 en hann var vígður fyrir 74 árum síðan. Þetta er í þriðja sinn sem hann er tekinn í gegn en það gerðist líka 1982 (fyrir HM á Spáni) og 2001.

Nýjustu endurbæturnar hófust árið 2019 og munu kosta yfir fimm hundruð milljónir evra eða meira en sjötíu milljarða íslenska króna. Áhorfendum á fótboltaleikjum fjölgar um fjögur þúsund eða upp í 85 þúsund manns.

Það sem vekur kannski besta athygli er fjölhæfni leikvangsins og hvernig tæknin er notuð til að skipta um undirlag og breyta á milli íþróttagreina.

Santiago Bernabeu getur nú hýst fótboltaleiki, leiki í ameríska fótboltanum, körfuboltaleiki og tennisleiki.

Real Madrid hefur sett saman myndband þar sem sýnt er hvernig leikvanginum er breytt á milli íþróttagreina. Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×