Innlent

Jarðskjálfti í Bárðarbungu af stærðinni 3,5

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Bárðabunga.
Bárðabunga. vísir

Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 varð í Bárðarbungu klukkan 08:16 í morgun. 

Að sögn Bryndísar Ýrar Gísladóttur, náttúruvásérfræðingi á Veðurstofu Íslands, er skjálftavirknin nokkuð eðlileg.

„Við fáum alveg skjálfta á þessu svæði annað slagið, bæði minni og stærri. Við erum að fá þessa skjáfta yfir þrjá og fjóra. Það er misjafnt hve langt á milli en þeir hafa alveg verið að koma eftir gos.“

Bárðarbunga gaus síðast í lok árs 2014. Bryndís segir skjálftavirknina ekki merki um gosóróa. 

Áframhaldandi skjálftavirkni er á Reykjanesskaga en flestallir skjálftar þar eru þó litlir. Erfitt sé að spá fyrir um framhaldið þar, segir Bryndís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×