Gagnrýnin á framgöngu Tyrkja Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 29. júní 2022 14:37 Katrín Jakobsdóttir er stödd í Madríd á leiðtogafundi NATO. EPA. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hafi verið óviðeigandi af hálfu Tyrkja að setja óskyld mál á dagskrá í aðdraganda aðildarumsóknar Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Hún segir það skipta máli að fá tvær Norðurlandaþjóðir inn í bandalagið. Katrín er stödd á leiðtogafundi bandalagsins sem haldinn er í Madríd á Spáni. Fundurinn er sögulegur þar sem gengið verður frá formlegu boði til Svía og Finna um að ganga í bandalagið. Tyrkir létu af andstöðu sinni við aðild ríkjanna í gær, eftir fund leiðtoga ríkjanna. Tyrknesk stjórnvöld höfðu farið fram á að sænsk og finnsk stjórnvöld lýsi yfir skýrri andstöðu við kúrdísku uppreisnarsveitina PKK ásamt sýrlenska-kúrdíska stjórnmálaflokknum YPG, en Tyrkir skilgreina samtökin sem hryðjuverkasamtök. Málamiðlun náðist á fundinum í gær sem ruddi brautina fyrir aðild Svía og Finna að bandalaginu. Katrín ræddi við Heimi Má Pétursson fréttamann um fundinn í dag. Þar var hún gagnrýnin á þessa framgöngu tyrkneskra stjórnvalda. „Við erum hins vegar búin að fylgjast með ákveðinni atburðarrás þar sem að Tyrkir settu óskyld mál á dagskrá sem mér finnst mikið umhugsunarefni og ekki rétta leiðin þegar við erum stödd á þessum tímum í Evrópu þar sem einmitt skiptir máli að sýna samstöðu,“ sagði Katrín. „Mér fannst óviðeigandi af Tyrkjum að setja þessi óskyldu mál á dagskrá í tengslum við þetta mál,“ sagði hún enn fremur. Lagði hún þó áherslu á að gott væri að fá bæði Svía og Finna inn í bandalagið. „Ég held að það sé óhætt að segja að það skiptir auðvitað máli að fá þessar þjóðir inn í Atlantshafsbandalagið, sem eru með mjög sterka lýðræðishefð og sterka samfélagsgerð. Bera virðingu fyrir bæði alþjóðalögum og mannréttindum,“ sagði Katrín. Leiðtogar Nato-ríkjanna í Madríd.Stefan Rousseau - WPA Pool/Getty Images) Eftir að hindrunum Tyrkja var rutt úr vegi segir Katrín að mikill samhljómur hafi verið með aðildarumsóknum Finna og Svía. Eigi að síður vil ég segja það að það var mikill samhljóma stuðningur við þessa aðildarumsókn þessarra tveggja ríkja alveg hringinn í kringum borðið, og ekki bara frá öðrum Norðurlandaþjóðum heldur í raun og veru frá öllum sem sátu við borðið, sagði Katrín sem telur að innganga þessarra ríkja séu merkileg tíðindi, og líklega ekki það sem yfirvöld í Rússlandi stefndu að með innrásinni í Úkraínu. „Það eru auðvitað mjög merkileg tíðindi og örugglega ekki tilgangur Rússa með innrásinni í Úkraínu að stækka Atlantshafsbandalagið með þessum hætti.“ NATO Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Tyrkland Svíþjóð Finnland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Katrín er stödd á leiðtogafundi bandalagsins sem haldinn er í Madríd á Spáni. Fundurinn er sögulegur þar sem gengið verður frá formlegu boði til Svía og Finna um að ganga í bandalagið. Tyrkir létu af andstöðu sinni við aðild ríkjanna í gær, eftir fund leiðtoga ríkjanna. Tyrknesk stjórnvöld höfðu farið fram á að sænsk og finnsk stjórnvöld lýsi yfir skýrri andstöðu við kúrdísku uppreisnarsveitina PKK ásamt sýrlenska-kúrdíska stjórnmálaflokknum YPG, en Tyrkir skilgreina samtökin sem hryðjuverkasamtök. Málamiðlun náðist á fundinum í gær sem ruddi brautina fyrir aðild Svía og Finna að bandalaginu. Katrín ræddi við Heimi Má Pétursson fréttamann um fundinn í dag. Þar var hún gagnrýnin á þessa framgöngu tyrkneskra stjórnvalda. „Við erum hins vegar búin að fylgjast með ákveðinni atburðarrás þar sem að Tyrkir settu óskyld mál á dagskrá sem mér finnst mikið umhugsunarefni og ekki rétta leiðin þegar við erum stödd á þessum tímum í Evrópu þar sem einmitt skiptir máli að sýna samstöðu,“ sagði Katrín. „Mér fannst óviðeigandi af Tyrkjum að setja þessi óskyldu mál á dagskrá í tengslum við þetta mál,“ sagði hún enn fremur. Lagði hún þó áherslu á að gott væri að fá bæði Svía og Finna inn í bandalagið. „Ég held að það sé óhætt að segja að það skiptir auðvitað máli að fá þessar þjóðir inn í Atlantshafsbandalagið, sem eru með mjög sterka lýðræðishefð og sterka samfélagsgerð. Bera virðingu fyrir bæði alþjóðalögum og mannréttindum,“ sagði Katrín. Leiðtogar Nato-ríkjanna í Madríd.Stefan Rousseau - WPA Pool/Getty Images) Eftir að hindrunum Tyrkja var rutt úr vegi segir Katrín að mikill samhljómur hafi verið með aðildarumsóknum Finna og Svía. Eigi að síður vil ég segja það að það var mikill samhljóma stuðningur við þessa aðildarumsókn þessarra tveggja ríkja alveg hringinn í kringum borðið, og ekki bara frá öðrum Norðurlandaþjóðum heldur í raun og veru frá öllum sem sátu við borðið, sagði Katrín sem telur að innganga þessarra ríkja séu merkileg tíðindi, og líklega ekki það sem yfirvöld í Rússlandi stefndu að með innrásinni í Úkraínu. „Það eru auðvitað mjög merkileg tíðindi og örugglega ekki tilgangur Rússa með innrásinni í Úkraínu að stækka Atlantshafsbandalagið með þessum hætti.“
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Tyrkland Svíþjóð Finnland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira