Níu dagar í EM: Fiskur frá mömmu í uppáhaldi og fjögur ár í læknisfræði að baki Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2022 11:00 Markið sem Elín Metta Jensen skoraði gegn Svíum var afar mikilvægt. vísir/vilhelm Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Næst í röðinni er markaskorarinn Elín Metta Jensen. Þó að minna hafi farið fyrir Elínu Mettu undanfarið en áður þá átti hún risastóran þátt í að koma Íslandi á EM. Hún skoraði sex mörk í undankeppninni, sem lauk í desember 2020, og þar á meðal afar dýrmætt mark í 1-1 jafntefli við hið geysisterka lið Svía. Alls hefur Elín Metta, sem er 27 ára sóknarmaður, skorað 16 mörk í 59 A-landsleikjum. Þann fyrsta leik hún fyrir tíu árum og hún hefur því þegar farið með landsliðinu á tvö Evrópumót, 2013 og 2017. Elín Metta er Valskona í húð og hár og hefur skorað 129 mörk í 176 leikjum fyrir liðið í efstu deild. Þrátt fyrir möguleika á að fara erlendis í atvinnumennsku hefur hún alla tíð leikið hér á landi, undanfarin ár samhliða krefjandi læknisnámi. Elín Metta Jensen er ríkjandi Íslandsmeistari með Val og hefur verið algjör lykilmaður í liðinu um langt árabil, og raðað inn mörkum.vísir/hulda margrét Fyrsti meistaraflokksleikur? Leikur í Íslandsmóti með Val árið 2010. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Það eru margir sem hafa kennt mér ýmislegt en pabbi og bróðir minn hafa kennt mér mest. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Killing in the Name með Rage Against the Machine. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Mamma og stóra systir mín ætla að mæta. Vonandi koma vinir mínir líka, ef þeim þykir raunverulega vænt um mig. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Var að klára 4. árið í læknisfræði. Í hvernig skóm spilarðu? Nike Tiempo. Uppáhalds lið í enska? Chelsea. Uppáhalds tölvuleikur? Enginn sérstakur. Uppáhalds matur? Fiskurinn hjá mömmu. Fyndnust í landsliðinu? Hallbera og Cessa [Cecilía Rán Rúnarsdóttir]. Gáfuðust í landsliðinu? Hallbera er óendanleg uppspretta fróðleiks og Dagný getur komið alveg ótrúlegu magni upplýsinga frá sér á mettíma. Að mínu mati eru þetta gáfumerki. Óstundvísust í landsliðinu? Veit það ekki. Hvaða lið vinnur EM(ef ekki Ísland)? Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Kaffihús og göngutúrar með stelpunum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Málfríður Erna Sigurðardóttir var óþolandi góð í spili á lítinn völl þegar við spiluðum saman í Val. Átrúnaðargoð í æsku? Ronaldinho og Dóra María. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: ABBA kemur mér alltaf í gott skap. Fólk sem fílar ekki ABBA kann ekki gott að meta. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Þó að minna hafi farið fyrir Elínu Mettu undanfarið en áður þá átti hún risastóran þátt í að koma Íslandi á EM. Hún skoraði sex mörk í undankeppninni, sem lauk í desember 2020, og þar á meðal afar dýrmætt mark í 1-1 jafntefli við hið geysisterka lið Svía. Alls hefur Elín Metta, sem er 27 ára sóknarmaður, skorað 16 mörk í 59 A-landsleikjum. Þann fyrsta leik hún fyrir tíu árum og hún hefur því þegar farið með landsliðinu á tvö Evrópumót, 2013 og 2017. Elín Metta er Valskona í húð og hár og hefur skorað 129 mörk í 176 leikjum fyrir liðið í efstu deild. Þrátt fyrir möguleika á að fara erlendis í atvinnumennsku hefur hún alla tíð leikið hér á landi, undanfarin ár samhliða krefjandi læknisnámi. Elín Metta Jensen er ríkjandi Íslandsmeistari með Val og hefur verið algjör lykilmaður í liðinu um langt árabil, og raðað inn mörkum.vísir/hulda margrét Fyrsti meistaraflokksleikur? Leikur í Íslandsmóti með Val árið 2010. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Það eru margir sem hafa kennt mér ýmislegt en pabbi og bróðir minn hafa kennt mér mest. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Killing in the Name með Rage Against the Machine. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Mamma og stóra systir mín ætla að mæta. Vonandi koma vinir mínir líka, ef þeim þykir raunverulega vænt um mig. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Var að klára 4. árið í læknisfræði. Í hvernig skóm spilarðu? Nike Tiempo. Uppáhalds lið í enska? Chelsea. Uppáhalds tölvuleikur? Enginn sérstakur. Uppáhalds matur? Fiskurinn hjá mömmu. Fyndnust í landsliðinu? Hallbera og Cessa [Cecilía Rán Rúnarsdóttir]. Gáfuðust í landsliðinu? Hallbera er óendanleg uppspretta fróðleiks og Dagný getur komið alveg ótrúlegu magni upplýsinga frá sér á mettíma. Að mínu mati eru þetta gáfumerki. Óstundvísust í landsliðinu? Veit það ekki. Hvaða lið vinnur EM(ef ekki Ísland)? Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Kaffihús og göngutúrar með stelpunum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Málfríður Erna Sigurðardóttir var óþolandi góð í spili á lítinn völl þegar við spiluðum saman í Val. Átrúnaðargoð í æsku? Ronaldinho og Dóra María. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: ABBA kemur mér alltaf í gott skap. Fólk sem fílar ekki ABBA kann ekki gott að meta.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira