Frábær fyrri hálfleikur hjá strákunum í flottum sigri á Dönum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2022 09:30 Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk. Vísir/Hulda Margrét Íslenska tuttugu ára landslið karla í handbolta var í miklu stuði í morgunsárið og vann fimm marka sigur á Dönum, 30-25, í lokaleik sínum á Opna Norðurlandamótinu í Noregi. Eftir jafntefli á móti Svíum og eins marks sigur á Norðmönnum var eiginlega aldrei spurning um hvernig leikurinn færi í morgun. Það var aðallega stórkostlegur fyrri hálfleikur sem sá til þess. Valsmaðurinn Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk en þar af voru fjögur mörk úr vítum. Mosfellingurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði fimm mörk og Andri Már Rúnarsson, sem spilar sem atvinnumaður hjá Stuttgart skoraði fjögur mörk. Haukastrákarnir Kristófer Máni Jónasson og Guðmundur Bragi Ástþórsson skoruðu báðir þrjú mörk, Selfyssingurinn Tryggvi Þórisson skoraði einnig þrjú mörk og Símon Michael Guðjónsson hjá HK var með tvö mörk. Selfyssingurinn Jón Þórarinn Þorsteinsson varði níu skot í fyrri hálfleik en ekkert í þeim síðari og þá vörðu markverðir íslenska liðsins aðeins eitt skot allan hálfleikinn samkvæmt tölfræði norska sambandsins. Mótið er hluti af undirbúningi undir lokakeppni Evrópumóts U-20 sem byrjar 7. Júlí næstkomandi í Porto í Portúgal. Íslensku strákarnir skoruðu tuttugu mörk í fyrri hálfleiknum og leiddu með níu mörkum eftir hann, 20-11. Íslenska liðið skoraði fyrsta mark seinni hálfleiksins og komst því tíu mörkum yfir en svo náðu Danir að minnka muninn í fjögur mörk á fyrstu níu mínútum hálfleiksins. Þjálfararnir Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson tóku leikhlé í stöðunni 23-19. Íslenska liðið náði aftur sex marka forskoti en Danir héldu síðan áfram að vinna upp muninn sem fór niður í þrjú mörk. Íslensku strákunum tókst hins vegar að komast í gegnum storminn og unnu að lokum sannfærandi sigur. Sigurinn þýðir að íslensku strákarnir verða Norðurlandameistarar ef Svíar vinna ekki stærra en þriggja marka sigur á Noregi seinna í dag. Norðmenn töpuðu hins vegar með fjórtán marka mun á móti Dönum en bara með einu marki á móti Íslandi í gær. Landslið karla í handbolta Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Sjá meira
Eftir jafntefli á móti Svíum og eins marks sigur á Norðmönnum var eiginlega aldrei spurning um hvernig leikurinn færi í morgun. Það var aðallega stórkostlegur fyrri hálfleikur sem sá til þess. Valsmaðurinn Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk en þar af voru fjögur mörk úr vítum. Mosfellingurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði fimm mörk og Andri Már Rúnarsson, sem spilar sem atvinnumaður hjá Stuttgart skoraði fjögur mörk. Haukastrákarnir Kristófer Máni Jónasson og Guðmundur Bragi Ástþórsson skoruðu báðir þrjú mörk, Selfyssingurinn Tryggvi Þórisson skoraði einnig þrjú mörk og Símon Michael Guðjónsson hjá HK var með tvö mörk. Selfyssingurinn Jón Þórarinn Þorsteinsson varði níu skot í fyrri hálfleik en ekkert í þeim síðari og þá vörðu markverðir íslenska liðsins aðeins eitt skot allan hálfleikinn samkvæmt tölfræði norska sambandsins. Mótið er hluti af undirbúningi undir lokakeppni Evrópumóts U-20 sem byrjar 7. Júlí næstkomandi í Porto í Portúgal. Íslensku strákarnir skoruðu tuttugu mörk í fyrri hálfleiknum og leiddu með níu mörkum eftir hann, 20-11. Íslenska liðið skoraði fyrsta mark seinni hálfleiksins og komst því tíu mörkum yfir en svo náðu Danir að minnka muninn í fjögur mörk á fyrstu níu mínútum hálfleiksins. Þjálfararnir Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson tóku leikhlé í stöðunni 23-19. Íslenska liðið náði aftur sex marka forskoti en Danir héldu síðan áfram að vinna upp muninn sem fór niður í þrjú mörk. Íslensku strákunum tókst hins vegar að komast í gegnum storminn og unnu að lokum sannfærandi sigur. Sigurinn þýðir að íslensku strákarnir verða Norðurlandameistarar ef Svíar vinna ekki stærra en þriggja marka sigur á Noregi seinna í dag. Norðmenn töpuðu hins vegar með fjórtán marka mun á móti Dönum en bara með einu marki á móti Íslandi í gær.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Sjá meira