Líst ekkert á vefsöluna og vill skerpa á lögum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júní 2022 11:51 Bjarkey segist viss um að Vinstri græn séu ekki ein á báti innan þingsins þegar kemur að andstöðu gegn vefverslun með áfengi. vísir/vilhelm Þingmaður Vinstri grænna segir flokkinn mótfallinn því að heimila vefsölu með áfengi. Réttara væri að herða löggjöfina til að koma í veg fyrir að Íslendingar geti stofnað fyrirtæki erlendis og selt áfengi inn á íslenskan markað. Það vakti mikla athygli þegar Heimkaup fór af stað með vefsölu á áfengi í gær. Það gerir fyrirtækið í gegn um danskt fyrirtæki, Heimkaup ApS sem er innan sömu samsteypu, en samkvæmt lögum mega íslensk fyrirtæki ekki selja áfengi í vefsölu. Vefverslunum, sem eru skráðar erlendis en stíla inn á íslenskan markað, hefur fjölgað mjög á síðasta ári. „Mér líst náttúrulega ekkert sérstaklega vel á það og mér finnst þetta vera gat í löggjöfinni sem við þurfum alvarlega að velta fyrir okkur hvort við getum náð eitthvað utan um. Þannig að það eru kannski svona fyrstu viðbrögðin við þessu. En mér finnst þetta ekki gott,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þessi þróun kallaði á breytingu á áfengislögum. Heimila þyrfti vefsölu á Íslandi til að jafna samkeppnisgrundvöll. Hún taldi sátt vera að myndast um það í þinginu. Því er Bjarkey ósammála. Vinstri græn hafi verið mótfallin vefsölu í gegn um tíðina. „Ég held að við séum alls ekki ein á móti þessu. Ég held að við eigum okkur nú liðsmenn innan þingsins eins og hinir sem vilja ná þessu fram. En það hefur ekkert reynt á það hvort það sé meirihluti fyrir þessu eða ekki,“ segir Bjarkey. Málið sé fyrst og fremst lýðheilsumál. Rannsóknir sýni að með auknu framboði og aðgengi að áfengi aukist neyslan. „Það leiðir af sér alls konar vesen og það hefur auðvitað margoft komið fram í þessari umræðu í gegn um árin þegar að þessi mál hafa verið á dagskrá. Þannig að eins og ég segi... Ég tel ekki þörf á því að við séum að bæta eitthvað við þetta,“ segir Bjarkey. Hún telur mikilvægt að þingið taki þessi mál fyrir strax í haust vegna fjölgunar vefverslana með áfengi á íslenskum markaði. Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Verslun Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Kærði Heimkaup til lögreglu vegna netverslunar Heimkaup hófu í dag netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur óskýran lagaramma í kringum netsölu áfengis skapa skakka stöðu á samkeppnismarkaði. Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir áfengissölu Heimkaupa ólöglega og því hafi hann kært fyrirtækið til lögreglu. 29. júní 2022 23:02 Heimkaup hefja áfengissölu í heimsendingu Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR. 29. júní 2022 11:18 ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar Heimkaup fór af stað með vefsölu á áfengi í gær. Það gerir fyrirtækið í gegn um danskt fyrirtæki, Heimkaup ApS sem er innan sömu samsteypu, en samkvæmt lögum mega íslensk fyrirtæki ekki selja áfengi í vefsölu. Vefverslunum, sem eru skráðar erlendis en stíla inn á íslenskan markað, hefur fjölgað mjög á síðasta ári. „Mér líst náttúrulega ekkert sérstaklega vel á það og mér finnst þetta vera gat í löggjöfinni sem við þurfum alvarlega að velta fyrir okkur hvort við getum náð eitthvað utan um. Þannig að það eru kannski svona fyrstu viðbrögðin við þessu. En mér finnst þetta ekki gott,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þessi þróun kallaði á breytingu á áfengislögum. Heimila þyrfti vefsölu á Íslandi til að jafna samkeppnisgrundvöll. Hún taldi sátt vera að myndast um það í þinginu. Því er Bjarkey ósammála. Vinstri græn hafi verið mótfallin vefsölu í gegn um tíðina. „Ég held að við séum alls ekki ein á móti þessu. Ég held að við eigum okkur nú liðsmenn innan þingsins eins og hinir sem vilja ná þessu fram. En það hefur ekkert reynt á það hvort það sé meirihluti fyrir þessu eða ekki,“ segir Bjarkey. Málið sé fyrst og fremst lýðheilsumál. Rannsóknir sýni að með auknu framboði og aðgengi að áfengi aukist neyslan. „Það leiðir af sér alls konar vesen og það hefur auðvitað margoft komið fram í þessari umræðu í gegn um árin þegar að þessi mál hafa verið á dagskrá. Þannig að eins og ég segi... Ég tel ekki þörf á því að við séum að bæta eitthvað við þetta,“ segir Bjarkey. Hún telur mikilvægt að þingið taki þessi mál fyrir strax í haust vegna fjölgunar vefverslana með áfengi á íslenskum markaði.
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Verslun Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Kærði Heimkaup til lögreglu vegna netverslunar Heimkaup hófu í dag netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur óskýran lagaramma í kringum netsölu áfengis skapa skakka stöðu á samkeppnismarkaði. Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir áfengissölu Heimkaupa ólöglega og því hafi hann kært fyrirtækið til lögreglu. 29. júní 2022 23:02 Heimkaup hefja áfengissölu í heimsendingu Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR. 29. júní 2022 11:18 ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Kærði Heimkaup til lögreglu vegna netverslunar Heimkaup hófu í dag netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur óskýran lagaramma í kringum netsölu áfengis skapa skakka stöðu á samkeppnismarkaði. Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir áfengissölu Heimkaupa ólöglega og því hafi hann kært fyrirtækið til lögreglu. 29. júní 2022 23:02
Heimkaup hefja áfengissölu í heimsendingu Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR. 29. júní 2022 11:18
ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent