Barcelona reynir að ræna Raphinha af Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2022 18:31 Raphinha í leik með Brasilíu. Masashi Hara/Getty Images Spænska knattspyrnufélagið Barcelona reynir hvað það getur til að fá Brasilíumanninn Raphinha í sínar raðir. Leikmaðurinn ku vera á leið frá Leeds United til Chelsea en Börsungar hafa ekki lagt árar í bát. Hinn 25 ára gamli Raphinha var með sprækari mönnum hjá Leeds sem rétt bjargaði sér fyrir horn í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Eftir tvö góð ár hjá Leeds var ljóst að mörg af stærri liðum Evrópu myndu bera víurnar í leikmanninn. Það rættist og nú virðist svo gott sem staðfest að brasilíski vængmaðurinn sé á leið til Chelsea. Það virðist sem Thomas Tuchel ætli sér að mæta með nýja framlínu til leiks í haust en ásamt Raphinha er Raheem Sterling orðaður við félagið og þá er Romelu Lukaku farinn aftur til Inter, nú á láni. Barcelona proposal for Raphinha is official and written, already sent - Leeds have no intention to accept that bid, as things stand. #RaphinhaLeeds want to respect the agreement with Chelsea - still waiting for player and Deco to accept. #CFCBarça, trying until the end. pic.twitter.com/iu8re179qN— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 30, 2022 Börsungar eru einnig að reyna betrumbæta leikmannahóp sinn. Brasilíumenn hafa gert það gott með félaginu á undanförnum árum og vonast forráðmenn félagsins til að Raphinha bætist í þann hóp. Það virðist sem Barcelona sé að reyna ræna Raphinha undan nefinu á Chelsea en sem stendur geta Börsungar ekki borgað sama verð og Chelsea. Þangað til það gerist þá mun Leeds virða samkomulagið við Chelsea. Raphinha update. Brazilian is waiting to see if Barcelona can reach a deal with Leeds. Barcelona must match Chelsea's £60 million offer or they won't strike a deal. Told Barca trying to get to that number in a more add-on heavy way. Leeds will not accept this.— Ben Jacobs (@JacobsBen) June 30, 2022 Talið er að Chelsea sé að borga 60 milljónir evra fyrir leikmanninn. Börsungar eru tilbúnir að jafna þá upphæð en töluvert af henni yrði í formi bónusgreiðslna, eitthvað sem Leeds tekur ekki í mál. Það virðist sem Barcelona heilli leikmanninn meira og hann vill ekki taka ákvörðun fyrr en það er öruggt að Barcelona hafi ekki efni á að fá hann í sínar raðir. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Raphinha var með sprækari mönnum hjá Leeds sem rétt bjargaði sér fyrir horn í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Eftir tvö góð ár hjá Leeds var ljóst að mörg af stærri liðum Evrópu myndu bera víurnar í leikmanninn. Það rættist og nú virðist svo gott sem staðfest að brasilíski vængmaðurinn sé á leið til Chelsea. Það virðist sem Thomas Tuchel ætli sér að mæta með nýja framlínu til leiks í haust en ásamt Raphinha er Raheem Sterling orðaður við félagið og þá er Romelu Lukaku farinn aftur til Inter, nú á láni. Barcelona proposal for Raphinha is official and written, already sent - Leeds have no intention to accept that bid, as things stand. #RaphinhaLeeds want to respect the agreement with Chelsea - still waiting for player and Deco to accept. #CFCBarça, trying until the end. pic.twitter.com/iu8re179qN— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 30, 2022 Börsungar eru einnig að reyna betrumbæta leikmannahóp sinn. Brasilíumenn hafa gert það gott með félaginu á undanförnum árum og vonast forráðmenn félagsins til að Raphinha bætist í þann hóp. Það virðist sem Barcelona sé að reyna ræna Raphinha undan nefinu á Chelsea en sem stendur geta Börsungar ekki borgað sama verð og Chelsea. Þangað til það gerist þá mun Leeds virða samkomulagið við Chelsea. Raphinha update. Brazilian is waiting to see if Barcelona can reach a deal with Leeds. Barcelona must match Chelsea's £60 million offer or they won't strike a deal. Told Barca trying to get to that number in a more add-on heavy way. Leeds will not accept this.— Ben Jacobs (@JacobsBen) June 30, 2022 Talið er að Chelsea sé að borga 60 milljónir evra fyrir leikmanninn. Börsungar eru tilbúnir að jafna þá upphæð en töluvert af henni yrði í formi bónusgreiðslna, eitthvað sem Leeds tekur ekki í mál. Það virðist sem Barcelona heilli leikmanninn meira og hann vill ekki taka ákvörðun fyrr en það er öruggt að Barcelona hafi ekki efni á að fá hann í sínar raðir.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira