Stóraukin eftirspurn eftir jarðhita Jónas Ketilsson skrifar 1. júlí 2022 09:01 Miklum vexti er spáð næstu fimm árin í eftirspurn eftir heitu vatni eða um 3,4% árlega til ársins 2027 á landsvísu. Yfir allt spátímabilið er aukningin áætluð vera heil 63% og gæti rúmlega tvöfaldast miðað við háspá! Þetta kemur fram í nýrri skýrslu jarðvarmahóps orkuspárnefndar um eftirspurnaspá á landsvísu með jarðvarma til ársins 2060. Fiskeldi og þjónusta færist í vöxt Niðurstöður skýrslunnar sýna fram á að fiskeldi er efst á palli þegar kemur að mestum vexti, en spáin gerir ráð fyrir nær þreföldun í varmanotkun samhliða örum vexti í seiðaeldi. Þjónusta er spáð aukast um 77% á meðan heimili, iðnaður og ylrækt er spáð aukast í takt við mannfjöldaspá eða um 38%. Þjónustan mun þannig taka fram úr sem stærsti einstaki notkunarflokkurinn á spátímanum að mestu vegna líklegrar aukningar í ferðaþjónustu og húshitun atvinnurýmis. Orka frá tækjum og lýsingu fer minnkandi sem kallar á aukna notkun frá hitakerfi húsa meðal annars. Einstaklingsheimilum fjölgar ört sem eykur á eftirspurnina og markaðshlutdeild jarðhita eykst Þrátt fyrir áætlanir um 14% bætta orkunýtni fyrir íbúðar- og frístundahús þá eykst varmanotkunin á hverja þúsund íbúa á Íslandi á spátímanum hvað notkunarflokk heimila varðar. Sú aukning helgast í fyrsta lagi af aukinni hlutdeild jarðhitans í heildarhúsrými á spátímanum úr 91% íbúðarhúsa í 94% og 35% frístundahúsa í 42%. Í öðru lagi vegna fjölgunar einstaklingsheimila sem hefur aukist úr 28% árið 2000 í 34% árið 2022. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun gerir ráð fyrir að 46% heildarfjölgun heimila verði rakin til einstaklingsheimila samanborið við 35% til barnafjölskyldna. Húsrými eykst þar af leiðandi á hvern íbúa sem þarf að hita upp nema veruleg breyting verði á við hönnun einkaheimila í framtíðinni frá því sem nú er. Snjallmælavæðingin skilar bættri orkunýtni Snjallmælavæðing hitaveitna getur stuðlað að bættri orkunýtni þegar fleiri notendur munu reglulega fá reikning fyrir raunnotkun sinni á heitu vatni en ekki samkvæmt ársáætlun. Heimilin munu þá mögulega geta borið sig saman við meðaltalsgildi annarra heimila í rauntíma við sambærilegar aðstæður sem gæti stuðlað að bættri orkunýtni heimila. Baðlón í örum vexti og að ýmsu að huga Orkunotkun baðlóna hefur almennt vaxið umfram notkun almennra sundstaða. Gert er ráð fyrir talsverðum vexti í jarðvarmanotkun baðlóna og ylstranda til skamms tíma í samræmi við framkomnar framkvæmdaáætlanir. Miklir möguleikar eru fólgnir í aukinni nýtingu jarðhita til heilsuræktar, ekki síst í tengslum við ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir talsverðum vexti í jarðvarmanotkun baðlóna og ylstranda til skamms tíma í samræmi við framkomnar framkvæmdaáætlanir umfram notkun sundstaða en komi svo til með að vaxa í takt við sundstaði til lengri tíma litið. Í skýrslunni er fjallað um mikilvægi þess að regluverk baðlóna stuðli að sem bestri orkunýtni. Reglugerðirnar tvær sem þessu stýra, nr. 514/2010 fyrir sund- og baðstaði og nr. 460/2015 um baðstaði í náttúrunni, gæta ekki nægilega að jafnræði milli annars vegar sundstaða og hins vegar afþreyingalauga hvað varðar rekstrarumhverfi þeirra. Á meðan afþreyingarlaugum með vínveitingarleyfi er óheimilt að endurnýta affallsvatnið hafa hefðbundnar sundlaugar heimildir til þess að endurnýta það. Nýjar hefðbundnar sundlaugar í dag eru flestar með öflugan hreinsibúnað á yfirfalli til að endurnýta vatnið og lágmarka þannig orkusóun til að ná sem bestri orkunýtni. Heita vatnið er þannig endurnýtt mörgum sinnum í nýjum sundlaugum en ekki í nýjum afþreyingalaugum án þess endilega að fyrir því séu góð rök hvað ábyrgan orkubúskap varðar. Í ljósi þess að mikill vöxtur er framundan er mikilvægt að stjórnvöld hugi sérstaklega að heildstæðu regluverki sem hvetur til bættrar orkunýtni, þar sem það á við, til að lágmarka sóun í takt við orkustefnu stjórnvalda. Þá er mikilvægt að huga að skipulagningu nýrra baðstaða þar sem ónýttan varma er að finna í stað þess að staðsetja slíkar afþreyingalaugar þar sem mikil eftirspurn er eftir heitu vatni sé þess kostur. Hvernig verður eftirspurninni mætt og hvernig nýtum við sem best? Heildareftirspurn eftir jarðvarma áætlaður með flutnings- og dreifitöpum ásamt ónýttum varma er talsverður eins og skýrslan dregur fram. Tækifæri til fjölnýtingar eru mikil. En huga verður vel að skipulags- og langtímaáætlunum við uppbyggingu veitukerfa og nýrra kerfa til að nýta bakrásarvatn og ónýttan varma jarðvarmavirkjana betur. Ör vöxtur eftirspurnar fyrir fiskeldi gæti hagnýtt ónýttan varma t.d. hjá jarðvarmavirkjunum eins og fyrirhuguð uppbygging við Reykjanesvirkjun er dæmi um. Það sama má segja um baðlón og iðnaðarveitur fyrir gufu og heitt vatn t.d. til þurrkunar á matvælum. Hvað skipulagningu nýrra jarðvarmavirkjana varðar ætti að horfa sérstaklega til möguleika fjölnýtingar með því að gera ráð fyrir uppbyggingu auðlindagarða frá upphafi í nánd við jarðvarmavirkjanir með réttu samvali ólíkra notenda í auðlindagörðum. Orkuþörf samfélagsins skal ávallt uppfyllt á hverjum tíma samkvæmt orkustefnu stjórnvalda. Á sama tíma er þess krafist að gætt sé að bættri orkunýtni, öll sóun sé lágmörkuð, fjölnýting aukin og nýting sé sjálfbær. Að finna hvar hinn gullni meðalvegur liggur krefst rannsókna á mögulegu framboði á jarðhita sem skýrsla jarðvarmahóps orkuspárnefndar tekur ekki saman. Virðum leikreglur stjórnsýsluréttarins Orkustefna stjórnvalda gerir ráð fyrir að leyfisferli og regluverk skuli vera gegnsætt, einfalt og skilvirkt og ekki lengra eða tímafrekara en best gerist í þeim löndum sem við viljum gjarnan miða okkur við. Til að jarðvarmakostir haldist samkeppnishæfir við aðra orkugjafa er mikilvægt að regluverk sé ekki umfangsmeira en ástæða þykir til. Það er áhyggjuefni að fáir nýir jarðvarmakostir hafa komið fram á undanförnum árum í meðferð rammaáætlunar sem að hluta til er vegna þeirra krafna sem til þeirra eru gerðar. Það er mikilvægt að þær kröfur sem gerðar eru til nýrra jarðvarmakosta séu raunhæfar eins og upphaflega stóð til að yrði en hefur afvegaleiðst frá setningu laganna. Alþingi samþykkti rammaáætlun nýlega. Ef við viljum að rammaáætlun verði það stjórntæki í náinni framtíð sem nær fram bættri sátt um vernd og nýtingu auðlinda er mikilvægt að leikreglur stjórnsýsluréttarins verði framvegis í hávegum hafðar við málsmeðferð verkefnisstjórnar og að Alþingi afgreiði með reglubundnum hætti nýja áfanga rammaáætlunar jafnóðum og nýir áfangar berast. Hökt í afgreiðslu mála svo árum skipti geta leitt af sér orkuskort í framtíðinni þegar horft er til þess að það tekur áratugi að þróa ný jarðhitasvæði eigi markmið stjórnvalda um sjálfbæra nýtingu auðlinda að ná fram að ganga. Við þurfum að búa í haginn fyrir næstu áratugi með því að halda áfram að rannsaka. Fjölnýting er sérstaða jarðvarmavirkjana Framlag jarðvarmavirkjana getur orðið svo miklu meira en einvörðungu að framleiða rafmagn eins og dæmin sanna og því verður samanburður innan rammaáætlunar við aðra orkugjafa á vissan hátt óljós þar sem möguleikar fjölnýtingar geta verið óþekktir á frumstigi. Hverjum hefði sem dæmi órað fyrir því að við hlið jarðvarmavirkjunar í Svartsengi yrði einn vinsælasti ferðamannastaður landsins, eitt glæsilegasta hótel landsins auk fjölmargra annarra afleiddra tekjustrauma sem hafa skapað mikinn ábata fyrir samfélagið og umhverfið. Mikil tækifæri eru sömuleiðis í matvælaframleiðslu þar sem jarðvarmi getur skipt sköpum. Markaðshlutdeild innlends grænmetis er spáð aukast hóflega úr 35% í 40% á spátímanum. Innleiðing LED lýsingar í ylrækt eykur varmaþörf um 11% samhliða bættri framleiðni. Til að flýta fyrir innleiðingu LED lýsingar er mikilvægt að stjórnvöld tryggi að beingreiðslur ríkisins til ylræktar hvetji til bættrar orkunýtni. Þessu til viðbótar eru vaxandi tækifæri til framleiðslu smáþörunga á næstu áratugum. Eingreiðslur til vistvænnar orkuöflunar mikilvægar Framlag stjórnvalda þarf líklegast að ganga lengra í ljósi umfangs aukningarinnar ef markmið um orkuskipti eigi einnig að ganga eftir. Þar geta afgerandi eingreiðslur til heimila og hitaveitna fyrir vistvæna orkuöflun skipt sköpum auk jarðhitaleitarstyrkja í gegnum Orkusjóð. Það er nefnilega svo á Íslandi að þau heimili sem ekki njóta þeirra fríðinda að hafa aðgengi að jarðvarma eiga þess kost að fá niðurgreidda raforku til húshitunar heimilisins því jarðvarminn er svo hagkvæmur! Þó niðurgreiðslukerfið sem slíkt þjóni sínu byggðahlutverki þá skekkir hún samkeppnisstöðu vistvænna orkugjafa og getur aftrað framgang góðra verka. Eingreiðslur til vistvænnar orkuöflunar þurfa því að vera nokkuð myndarlegar til að skapa þann hvata sem þarf fyrir rafhituð heimili landsins að afla sér vistvænnar orku með öðrum hætti sér og samfélaginu til góða. Dæmi um slíkt samfélagsverkefni er á Höfn í Hornafirði þar sem nú er starfrækt hitaveita með jarðvarma frá Hoffelli. Verkefnið létti ekki einvörðungu á flutningskerfi raforku heldur nýtti staðbundinn jarðvarma sem hægt var að finna með stuðning ríkisins yfir nokkra áratugi. Með því að tryggja byggðalögum staðbundna vistvæna orkugjafa til húshitunar í stað þess að nota verðmæta raforku til verksins er auk þess mögulegt að koma í veg fyrir olíubrennslu. Síðastliðinn vetur kom sú staða upp að þær hitaveitur sem eru á svokallaðri ódýrri en skerðanlegri raforku þurftu að brenna olíu til húshitunar þar sem raforkuna skorti. Að halda rétt á spöðunum hvað þetta varðar styður við markmið stjórnvalda um orkuskipti og loftlagsstefnu. Framboð í takt við aukna eftirspurn? Skýrsla jarðvarmahóps áætlar hvernig eftirspurn eftir jarðvarma mun líklega þróast næstu áratugi með þeim fyrirvörum og takmörkunum sem slíkar spár gera ráð fyrir. Aukin eftirspurn mun kalla á aukið framboð eigi orkuþörf samfélagsins að vera uppfyllt hverju sinni. Það er verkefni okkar að rannsaka mögulega nýja orkukosti, bæta orkuvinnslu þeirra sem þegar eru í nýtingu og huga sérstaklega að lágmörkun á sóun. Mikil og augljós tækifæri eru þegar til staðar ef stjórnvöld og orkufyrirtæki ná saman um farsæla uppbyggingu næstu áratugina. Stjórnvöld gegna þar mikilvægu hlutverki í að hlúa að því regluverki sem málið varðar. Kapp er best með forsjá Hafa þarf í huga að nýting nýrra jarðhitasvæða er best með hóflegri og ábyrgri þrepauppbyggingu byggðri á langtímarannsóknum sem tekur tíma að meta, mældum í áratugum. Til að varða slíka leið af árangri fram á við er mikilvægt að huga að orkuþörf framtíðarinnar í dag ef hlutdeild jarðvarmans á að aukast til að mæta þörf samfélagsins í náinni framtíð. Að öðrum kosti kann svo að verða raunin að aðrar dýrari leiðir verði farnar til varmaöflunar sem mun leiða af sér hækkun orkuverðs ef ekki er unnt að stuðla áfram að jarðvarmavinnslu í takt við aukna eftirspurn og mögulega leiða af sér glötuð tækifæri. Byggðaþróun í landinu mun taka mið af því hvar orku og varma er að finna og nærsamfélög sem ekki hlúa að möguleikum sínum geta staðnað og með kynslóðaskiptum hnignað því unga fólkið fer þangað þar sem tækifærin eru og þörf er fyrir það. Nýsköpun og grunnrannsóknir stjórnvalda mikilvæg Í ljósi fyrirsjáanlegrar aukningar í eftirspurn eftir varma er ljóst að verkefni stjórnvalda er að gæta þess að orku- og veitufyrirtækjum sé fært að auka framboð á jarðvarma í takt við aukna eftirspurn samfélagsins í tæka tíð. Í ljósi umfangs aukningarinnar og að teknu tilliti til þess hve langan tíma tekur að byggja upp ný jarðhitasvæði er mikilvægt að stjórnvöld hugi nú þegar að regluverki, nýsköpun, grunnrannsóknum og almennri framþróun í jarðhitatækni til þess að okkar vaxandi samfélag í náinni framtíð geti áfram notið þeirra ríku lífsgæða sem við njótum í dag en tökum sem sjálfsögðum. Höfundur er formaður jarðvarmahóps orkuspárnefndar og yfirverkefnisstjóri hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Jarðhiti Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Miklum vexti er spáð næstu fimm árin í eftirspurn eftir heitu vatni eða um 3,4% árlega til ársins 2027 á landsvísu. Yfir allt spátímabilið er aukningin áætluð vera heil 63% og gæti rúmlega tvöfaldast miðað við háspá! Þetta kemur fram í nýrri skýrslu jarðvarmahóps orkuspárnefndar um eftirspurnaspá á landsvísu með jarðvarma til ársins 2060. Fiskeldi og þjónusta færist í vöxt Niðurstöður skýrslunnar sýna fram á að fiskeldi er efst á palli þegar kemur að mestum vexti, en spáin gerir ráð fyrir nær þreföldun í varmanotkun samhliða örum vexti í seiðaeldi. Þjónusta er spáð aukast um 77% á meðan heimili, iðnaður og ylrækt er spáð aukast í takt við mannfjöldaspá eða um 38%. Þjónustan mun þannig taka fram úr sem stærsti einstaki notkunarflokkurinn á spátímanum að mestu vegna líklegrar aukningar í ferðaþjónustu og húshitun atvinnurýmis. Orka frá tækjum og lýsingu fer minnkandi sem kallar á aukna notkun frá hitakerfi húsa meðal annars. Einstaklingsheimilum fjölgar ört sem eykur á eftirspurnina og markaðshlutdeild jarðhita eykst Þrátt fyrir áætlanir um 14% bætta orkunýtni fyrir íbúðar- og frístundahús þá eykst varmanotkunin á hverja þúsund íbúa á Íslandi á spátímanum hvað notkunarflokk heimila varðar. Sú aukning helgast í fyrsta lagi af aukinni hlutdeild jarðhitans í heildarhúsrými á spátímanum úr 91% íbúðarhúsa í 94% og 35% frístundahúsa í 42%. Í öðru lagi vegna fjölgunar einstaklingsheimila sem hefur aukist úr 28% árið 2000 í 34% árið 2022. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun gerir ráð fyrir að 46% heildarfjölgun heimila verði rakin til einstaklingsheimila samanborið við 35% til barnafjölskyldna. Húsrými eykst þar af leiðandi á hvern íbúa sem þarf að hita upp nema veruleg breyting verði á við hönnun einkaheimila í framtíðinni frá því sem nú er. Snjallmælavæðingin skilar bættri orkunýtni Snjallmælavæðing hitaveitna getur stuðlað að bættri orkunýtni þegar fleiri notendur munu reglulega fá reikning fyrir raunnotkun sinni á heitu vatni en ekki samkvæmt ársáætlun. Heimilin munu þá mögulega geta borið sig saman við meðaltalsgildi annarra heimila í rauntíma við sambærilegar aðstæður sem gæti stuðlað að bættri orkunýtni heimila. Baðlón í örum vexti og að ýmsu að huga Orkunotkun baðlóna hefur almennt vaxið umfram notkun almennra sundstaða. Gert er ráð fyrir talsverðum vexti í jarðvarmanotkun baðlóna og ylstranda til skamms tíma í samræmi við framkomnar framkvæmdaáætlanir. Miklir möguleikar eru fólgnir í aukinni nýtingu jarðhita til heilsuræktar, ekki síst í tengslum við ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir talsverðum vexti í jarðvarmanotkun baðlóna og ylstranda til skamms tíma í samræmi við framkomnar framkvæmdaáætlanir umfram notkun sundstaða en komi svo til með að vaxa í takt við sundstaði til lengri tíma litið. Í skýrslunni er fjallað um mikilvægi þess að regluverk baðlóna stuðli að sem bestri orkunýtni. Reglugerðirnar tvær sem þessu stýra, nr. 514/2010 fyrir sund- og baðstaði og nr. 460/2015 um baðstaði í náttúrunni, gæta ekki nægilega að jafnræði milli annars vegar sundstaða og hins vegar afþreyingalauga hvað varðar rekstrarumhverfi þeirra. Á meðan afþreyingarlaugum með vínveitingarleyfi er óheimilt að endurnýta affallsvatnið hafa hefðbundnar sundlaugar heimildir til þess að endurnýta það. Nýjar hefðbundnar sundlaugar í dag eru flestar með öflugan hreinsibúnað á yfirfalli til að endurnýta vatnið og lágmarka þannig orkusóun til að ná sem bestri orkunýtni. Heita vatnið er þannig endurnýtt mörgum sinnum í nýjum sundlaugum en ekki í nýjum afþreyingalaugum án þess endilega að fyrir því séu góð rök hvað ábyrgan orkubúskap varðar. Í ljósi þess að mikill vöxtur er framundan er mikilvægt að stjórnvöld hugi sérstaklega að heildstæðu regluverki sem hvetur til bættrar orkunýtni, þar sem það á við, til að lágmarka sóun í takt við orkustefnu stjórnvalda. Þá er mikilvægt að huga að skipulagningu nýrra baðstaða þar sem ónýttan varma er að finna í stað þess að staðsetja slíkar afþreyingalaugar þar sem mikil eftirspurn er eftir heitu vatni sé þess kostur. Hvernig verður eftirspurninni mætt og hvernig nýtum við sem best? Heildareftirspurn eftir jarðvarma áætlaður með flutnings- og dreifitöpum ásamt ónýttum varma er talsverður eins og skýrslan dregur fram. Tækifæri til fjölnýtingar eru mikil. En huga verður vel að skipulags- og langtímaáætlunum við uppbyggingu veitukerfa og nýrra kerfa til að nýta bakrásarvatn og ónýttan varma jarðvarmavirkjana betur. Ör vöxtur eftirspurnar fyrir fiskeldi gæti hagnýtt ónýttan varma t.d. hjá jarðvarmavirkjunum eins og fyrirhuguð uppbygging við Reykjanesvirkjun er dæmi um. Það sama má segja um baðlón og iðnaðarveitur fyrir gufu og heitt vatn t.d. til þurrkunar á matvælum. Hvað skipulagningu nýrra jarðvarmavirkjana varðar ætti að horfa sérstaklega til möguleika fjölnýtingar með því að gera ráð fyrir uppbyggingu auðlindagarða frá upphafi í nánd við jarðvarmavirkjanir með réttu samvali ólíkra notenda í auðlindagörðum. Orkuþörf samfélagsins skal ávallt uppfyllt á hverjum tíma samkvæmt orkustefnu stjórnvalda. Á sama tíma er þess krafist að gætt sé að bættri orkunýtni, öll sóun sé lágmörkuð, fjölnýting aukin og nýting sé sjálfbær. Að finna hvar hinn gullni meðalvegur liggur krefst rannsókna á mögulegu framboði á jarðhita sem skýrsla jarðvarmahóps orkuspárnefndar tekur ekki saman. Virðum leikreglur stjórnsýsluréttarins Orkustefna stjórnvalda gerir ráð fyrir að leyfisferli og regluverk skuli vera gegnsætt, einfalt og skilvirkt og ekki lengra eða tímafrekara en best gerist í þeim löndum sem við viljum gjarnan miða okkur við. Til að jarðvarmakostir haldist samkeppnishæfir við aðra orkugjafa er mikilvægt að regluverk sé ekki umfangsmeira en ástæða þykir til. Það er áhyggjuefni að fáir nýir jarðvarmakostir hafa komið fram á undanförnum árum í meðferð rammaáætlunar sem að hluta til er vegna þeirra krafna sem til þeirra eru gerðar. Það er mikilvægt að þær kröfur sem gerðar eru til nýrra jarðvarmakosta séu raunhæfar eins og upphaflega stóð til að yrði en hefur afvegaleiðst frá setningu laganna. Alþingi samþykkti rammaáætlun nýlega. Ef við viljum að rammaáætlun verði það stjórntæki í náinni framtíð sem nær fram bættri sátt um vernd og nýtingu auðlinda er mikilvægt að leikreglur stjórnsýsluréttarins verði framvegis í hávegum hafðar við málsmeðferð verkefnisstjórnar og að Alþingi afgreiði með reglubundnum hætti nýja áfanga rammaáætlunar jafnóðum og nýir áfangar berast. Hökt í afgreiðslu mála svo árum skipti geta leitt af sér orkuskort í framtíðinni þegar horft er til þess að það tekur áratugi að þróa ný jarðhitasvæði eigi markmið stjórnvalda um sjálfbæra nýtingu auðlinda að ná fram að ganga. Við þurfum að búa í haginn fyrir næstu áratugi með því að halda áfram að rannsaka. Fjölnýting er sérstaða jarðvarmavirkjana Framlag jarðvarmavirkjana getur orðið svo miklu meira en einvörðungu að framleiða rafmagn eins og dæmin sanna og því verður samanburður innan rammaáætlunar við aðra orkugjafa á vissan hátt óljós þar sem möguleikar fjölnýtingar geta verið óþekktir á frumstigi. Hverjum hefði sem dæmi órað fyrir því að við hlið jarðvarmavirkjunar í Svartsengi yrði einn vinsælasti ferðamannastaður landsins, eitt glæsilegasta hótel landsins auk fjölmargra annarra afleiddra tekjustrauma sem hafa skapað mikinn ábata fyrir samfélagið og umhverfið. Mikil tækifæri eru sömuleiðis í matvælaframleiðslu þar sem jarðvarmi getur skipt sköpum. Markaðshlutdeild innlends grænmetis er spáð aukast hóflega úr 35% í 40% á spátímanum. Innleiðing LED lýsingar í ylrækt eykur varmaþörf um 11% samhliða bættri framleiðni. Til að flýta fyrir innleiðingu LED lýsingar er mikilvægt að stjórnvöld tryggi að beingreiðslur ríkisins til ylræktar hvetji til bættrar orkunýtni. Þessu til viðbótar eru vaxandi tækifæri til framleiðslu smáþörunga á næstu áratugum. Eingreiðslur til vistvænnar orkuöflunar mikilvægar Framlag stjórnvalda þarf líklegast að ganga lengra í ljósi umfangs aukningarinnar ef markmið um orkuskipti eigi einnig að ganga eftir. Þar geta afgerandi eingreiðslur til heimila og hitaveitna fyrir vistvæna orkuöflun skipt sköpum auk jarðhitaleitarstyrkja í gegnum Orkusjóð. Það er nefnilega svo á Íslandi að þau heimili sem ekki njóta þeirra fríðinda að hafa aðgengi að jarðvarma eiga þess kost að fá niðurgreidda raforku til húshitunar heimilisins því jarðvarminn er svo hagkvæmur! Þó niðurgreiðslukerfið sem slíkt þjóni sínu byggðahlutverki þá skekkir hún samkeppnisstöðu vistvænna orkugjafa og getur aftrað framgang góðra verka. Eingreiðslur til vistvænnar orkuöflunar þurfa því að vera nokkuð myndarlegar til að skapa þann hvata sem þarf fyrir rafhituð heimili landsins að afla sér vistvænnar orku með öðrum hætti sér og samfélaginu til góða. Dæmi um slíkt samfélagsverkefni er á Höfn í Hornafirði þar sem nú er starfrækt hitaveita með jarðvarma frá Hoffelli. Verkefnið létti ekki einvörðungu á flutningskerfi raforku heldur nýtti staðbundinn jarðvarma sem hægt var að finna með stuðning ríkisins yfir nokkra áratugi. Með því að tryggja byggðalögum staðbundna vistvæna orkugjafa til húshitunar í stað þess að nota verðmæta raforku til verksins er auk þess mögulegt að koma í veg fyrir olíubrennslu. Síðastliðinn vetur kom sú staða upp að þær hitaveitur sem eru á svokallaðri ódýrri en skerðanlegri raforku þurftu að brenna olíu til húshitunar þar sem raforkuna skorti. Að halda rétt á spöðunum hvað þetta varðar styður við markmið stjórnvalda um orkuskipti og loftlagsstefnu. Framboð í takt við aukna eftirspurn? Skýrsla jarðvarmahóps áætlar hvernig eftirspurn eftir jarðvarma mun líklega þróast næstu áratugi með þeim fyrirvörum og takmörkunum sem slíkar spár gera ráð fyrir. Aukin eftirspurn mun kalla á aukið framboð eigi orkuþörf samfélagsins að vera uppfyllt hverju sinni. Það er verkefni okkar að rannsaka mögulega nýja orkukosti, bæta orkuvinnslu þeirra sem þegar eru í nýtingu og huga sérstaklega að lágmörkun á sóun. Mikil og augljós tækifæri eru þegar til staðar ef stjórnvöld og orkufyrirtæki ná saman um farsæla uppbyggingu næstu áratugina. Stjórnvöld gegna þar mikilvægu hlutverki í að hlúa að því regluverki sem málið varðar. Kapp er best með forsjá Hafa þarf í huga að nýting nýrra jarðhitasvæða er best með hóflegri og ábyrgri þrepauppbyggingu byggðri á langtímarannsóknum sem tekur tíma að meta, mældum í áratugum. Til að varða slíka leið af árangri fram á við er mikilvægt að huga að orkuþörf framtíðarinnar í dag ef hlutdeild jarðvarmans á að aukast til að mæta þörf samfélagsins í náinni framtíð. Að öðrum kosti kann svo að verða raunin að aðrar dýrari leiðir verði farnar til varmaöflunar sem mun leiða af sér hækkun orkuverðs ef ekki er unnt að stuðla áfram að jarðvarmavinnslu í takt við aukna eftirspurn og mögulega leiða af sér glötuð tækifæri. Byggðaþróun í landinu mun taka mið af því hvar orku og varma er að finna og nærsamfélög sem ekki hlúa að möguleikum sínum geta staðnað og með kynslóðaskiptum hnignað því unga fólkið fer þangað þar sem tækifærin eru og þörf er fyrir það. Nýsköpun og grunnrannsóknir stjórnvalda mikilvæg Í ljósi fyrirsjáanlegrar aukningar í eftirspurn eftir varma er ljóst að verkefni stjórnvalda er að gæta þess að orku- og veitufyrirtækjum sé fært að auka framboð á jarðvarma í takt við aukna eftirspurn samfélagsins í tæka tíð. Í ljósi umfangs aukningarinnar og að teknu tilliti til þess hve langan tíma tekur að byggja upp ný jarðhitasvæði er mikilvægt að stjórnvöld hugi nú þegar að regluverki, nýsköpun, grunnrannsóknum og almennri framþróun í jarðhitatækni til þess að okkar vaxandi samfélag í náinni framtíð geti áfram notið þeirra ríku lífsgæða sem við njótum í dag en tökum sem sjálfsögðum. Höfundur er formaður jarðvarmahóps orkuspárnefndar og yfirverkefnisstjóri hjá Orkustofnun.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar