Ísland tæplega „norrænt velferðarríki“ Bjarki Sigurðsson skrifar 30. júní 2022 23:25 Í Kjarafréttum Eflingur segir þó að það sé ekki allt kolsvart í íslenska velferðarríkinu. Vísir/Egill Erfitt er að kalla Ísland „norrænt velferðarríki“ samkvæmt Kjarafréttum stéttarfélagsins Eflingar. Útgjöld til velferðarríkisins á Íslandi eru minni að vöxtum en á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt ritinu sem kom út í dag munar verulega á útgjöldum Íslands og annarra Norðurlandaþjóða á sumum sviðum þegar kemur að velferð. Sérstaklega áberandi er munur á barnabótum en í Svíþjóð eru bæturnar tæplega sex sinnum hærri sé miðað við prósentu af meðallaunum. Taflan sýnir hvernig Ísland stendur miðað við aðrar OECD-þjóðir þegar kemur að barnabótum.Efling „Áður stóð Ísland betur að vígi í samanburði á útgjöldum til velferðarþjónustu, en þar hefur hallað á eftir að útgjöld til heilbrigðisþjónustu hafa dregist umtalsvert saman á síðasta einum og hálfum áratugnum,“ segir í ritinu. Ísland var borið saman við önnur OECD-ríki í flokkunum opinber útgjöld til velferðamála, heildarútgjöld velferðarmála, opinber útgjöld í tekjutilfærslur, tekjutilfærslur til vinnandi fólks, barnabætur fyrir hjón með tvö börn, heildarútgjöld hins opinbera til lífeyrisgreiðslna og heildarútgjöld til heilbrigðismála. Ísland skoraði lægst af öllum Norðurlandaþjóðunum í öllum flokkum nema í flokknum sem fjallar um tekjutilfærslur til vinnandi fólks. Taflan sýnir stöðu Íslands þegar kemur að tekjutilfærslum til vinnandi fólks samanborið við aðrar OECD-þjóðir.Efling Ábyrgðarmaður ritsins er Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs-og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, og telur hann með þessum gögnum blasi við að íslenska velferðarríkið nái ekki máli sem „norrænt velferðarríki“. „Hvernig stendur á þessu? Nærtæk skýring er sú að stjórnvöld hafi ekki haft nægan skilning eða vilja til að standa betur að uppbyggingu og rekstri íslenska velferðarríkisins. Sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem lengst af hefur haldið uppi mestri andstöðu gegn aukningu velferðarútgjalda til kjarabóta fyrir þjóðina og raunar oft talað gegn tilvist velferðarríkisins og hafnað meginleið norrænu velferðarríkjanna,“ segir í ritinu. Þá er sagt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi að umtalsverðu leyti náð fram markmiðum sínum í velferðarmálum með því að „tryggja að íslenska velferðarríkið sé veigaminna og vanbúnara en tíðkast á hinum Norðurlöndunum“. Í ritinu segir þó að þó það sé ekki allt kolsvart í íslenska velferðarríkinu þá sé staðan í meginþáttum þess of lök miðað við frændþjóðir okkar. Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Samkvæmt ritinu sem kom út í dag munar verulega á útgjöldum Íslands og annarra Norðurlandaþjóða á sumum sviðum þegar kemur að velferð. Sérstaklega áberandi er munur á barnabótum en í Svíþjóð eru bæturnar tæplega sex sinnum hærri sé miðað við prósentu af meðallaunum. Taflan sýnir hvernig Ísland stendur miðað við aðrar OECD-þjóðir þegar kemur að barnabótum.Efling „Áður stóð Ísland betur að vígi í samanburði á útgjöldum til velferðarþjónustu, en þar hefur hallað á eftir að útgjöld til heilbrigðisþjónustu hafa dregist umtalsvert saman á síðasta einum og hálfum áratugnum,“ segir í ritinu. Ísland var borið saman við önnur OECD-ríki í flokkunum opinber útgjöld til velferðamála, heildarútgjöld velferðarmála, opinber útgjöld í tekjutilfærslur, tekjutilfærslur til vinnandi fólks, barnabætur fyrir hjón með tvö börn, heildarútgjöld hins opinbera til lífeyrisgreiðslna og heildarútgjöld til heilbrigðismála. Ísland skoraði lægst af öllum Norðurlandaþjóðunum í öllum flokkum nema í flokknum sem fjallar um tekjutilfærslur til vinnandi fólks. Taflan sýnir stöðu Íslands þegar kemur að tekjutilfærslum til vinnandi fólks samanborið við aðrar OECD-þjóðir.Efling Ábyrgðarmaður ritsins er Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs-og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, og telur hann með þessum gögnum blasi við að íslenska velferðarríkið nái ekki máli sem „norrænt velferðarríki“. „Hvernig stendur á þessu? Nærtæk skýring er sú að stjórnvöld hafi ekki haft nægan skilning eða vilja til að standa betur að uppbyggingu og rekstri íslenska velferðarríkisins. Sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem lengst af hefur haldið uppi mestri andstöðu gegn aukningu velferðarútgjalda til kjarabóta fyrir þjóðina og raunar oft talað gegn tilvist velferðarríkisins og hafnað meginleið norrænu velferðarríkjanna,“ segir í ritinu. Þá er sagt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi að umtalsverðu leyti náð fram markmiðum sínum í velferðarmálum með því að „tryggja að íslenska velferðarríkið sé veigaminna og vanbúnara en tíðkast á hinum Norðurlöndunum“. Í ritinu segir þó að þó það sé ekki allt kolsvart í íslenska velferðarríkinu þá sé staðan í meginþáttum þess of lök miðað við frændþjóðir okkar.
Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira