Margrét Lára: Vildu ekki uppljóstra öllum sínum leyndarmálum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2022 09:01 Sveindís Jane Jonsdottir fer framhjá varnarmanni Pólverja í leiknum. Sveindís skoraði frábært mark í leiknum sem markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi var ánægð með. EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Stelpurnar okkar fara inn á Evrópumótið í fótbolta með flottan sigur í farteskinu eftir 3-1 sigur á Póllandi í generalprufu sinni fyrir EM í Englandi. Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum, segir að það geti verið vandasamt að mæta í svona æfingarleik rétt fyrir mót. Leikurinn á móti Póllandi var eini æfingarleikur íslenska liðsins fyrir EM en liðið hafði samt spilað leiki bæði í vetur og vor. Í lokaundirbúningi liðsins var aftur á móti bara einn leikur. „Það vill enginn meiðast á þessum tímapunkti eða detta út og það getur verið svolítið vandasamt. Líka fyrir þjálfarateymið sem vill ekki uppljóstra öllum sínum leyndarmálum,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir sem er markahæsti leikmaður A-landsliðs kvenna frá upphafi. „Við viljum halda föstu leikatriðunum, sem er okkar helsta vopn, svolítið út af fyrir okkur. Löngu innköstin, hornspyrnurnar, aukaspyrnurnar. Við erum virkilega sterkar þar og það er eitt af okkar vopnum,“ sagði Margrét Lára. „Ég myndi haldi að þau vilji halda því leyndu sem og svolítið uppspilinu okkar þar sem við ætlum að koma óvart á þessu Evrópumóti,“ sagði Margrét. En fékk Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, einhver svör við spurningum sem liggja á honum. „Já klárlega. Hann var að prófa Karólínu Leu (Vilhjálmsdóttur) til dæmis út á kantinum. Hún hefur verið meira inn á miðjunni en hann er spila með gömlu miðjuna, Dagnýju (Brynjarsdóttur), Söru (Björk Gunnarsdóttur) og Gunnhildi (Yrsu Jónsdóttur). Þær þekkja það vel að spila saman og það var aðeins verið að stilla þá strengi,“ sagði Margrét. „Ég held að Steini hafi fengið mjög jákvæð svör út úr leiknum. Það sem mér finnst jákvætt varðandi sóknarleikinn er að Berglind Björg (Þorvaldsdóttir) skorar. Hún er búin að vera í smávægilegum meiðslum fyrir mót. Mjög jákvætt að fremsti maður skorar mark og sömuleiðis skoraði Sveindís (Jane Jónsdóttir) gott mark þar sem hún fer fram á styrkleika sínum, tekur manninn á og neglir honum upp í þaknetið,“ sagði Margrét. „Það er því margt mjög jákvætt sem við tökum frá þessu. Svo er bara að stilla enn betur strengina saman og koma með góðu hugarfari og vel stemmdar inn í mótið sem er mikilvægt,“ sagði Margrét. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Leikurinn á móti Póllandi var eini æfingarleikur íslenska liðsins fyrir EM en liðið hafði samt spilað leiki bæði í vetur og vor. Í lokaundirbúningi liðsins var aftur á móti bara einn leikur. „Það vill enginn meiðast á þessum tímapunkti eða detta út og það getur verið svolítið vandasamt. Líka fyrir þjálfarateymið sem vill ekki uppljóstra öllum sínum leyndarmálum,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir sem er markahæsti leikmaður A-landsliðs kvenna frá upphafi. „Við viljum halda föstu leikatriðunum, sem er okkar helsta vopn, svolítið út af fyrir okkur. Löngu innköstin, hornspyrnurnar, aukaspyrnurnar. Við erum virkilega sterkar þar og það er eitt af okkar vopnum,“ sagði Margrét Lára. „Ég myndi haldi að þau vilji halda því leyndu sem og svolítið uppspilinu okkar þar sem við ætlum að koma óvart á þessu Evrópumóti,“ sagði Margrét. En fékk Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, einhver svör við spurningum sem liggja á honum. „Já klárlega. Hann var að prófa Karólínu Leu (Vilhjálmsdóttur) til dæmis út á kantinum. Hún hefur verið meira inn á miðjunni en hann er spila með gömlu miðjuna, Dagnýju (Brynjarsdóttur), Söru (Björk Gunnarsdóttur) og Gunnhildi (Yrsu Jónsdóttur). Þær þekkja það vel að spila saman og það var aðeins verið að stilla þá strengi,“ sagði Margrét. „Ég held að Steini hafi fengið mjög jákvæð svör út úr leiknum. Það sem mér finnst jákvætt varðandi sóknarleikinn er að Berglind Björg (Þorvaldsdóttir) skorar. Hún er búin að vera í smávægilegum meiðslum fyrir mót. Mjög jákvætt að fremsti maður skorar mark og sömuleiðis skoraði Sveindís (Jane Jónsdóttir) gott mark þar sem hún fer fram á styrkleika sínum, tekur manninn á og neglir honum upp í þaknetið,“ sagði Margrét. „Það er því margt mjög jákvætt sem við tökum frá þessu. Svo er bara að stilla enn betur strengina saman og koma með góðu hugarfari og vel stemmdar inn í mótið sem er mikilvægt,“ sagði Margrét.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira