Fótbolti

McLagan missir af leikjunum við Malmö

Árni Jóhansson skrifar
Kyle McLagan fagnar marki vel og innilega.
Kyle McLagan fagnar marki vel og innilega. Vísir/Hulda Margrét

Stórt skarð hefur verið hoggið í lið Víkings fyrir viðureign þeirra við Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Varnarmaðurinn Kyle McLagan mun missa af leikjunum við Malmö sem og tveimur leikjum í Bestu deild karla. 

McLagan fór meiddur af velli gegn KR í gærkvöldi eftir að hafa meiðst á öxl á 36. mínútu. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, sagði í viðtali við Vísi í gær að hann héldi að leikmaðurinn væri viðbeinsbrotinn og að það væri „...mjög svekkjandi fyrir hann og gríðarlegur missir fyrir okkur, afþví að hann er búinn að vera mjög öflugur fyrir okkur í sumar“. 

Ekki er McLagan viðbeinsbrotinn heldur slitnaði liðband í öxl og verður því frá í tvær til þrjár vikur. Það er vissulega áfall fyrir liði en viðbeinsbrot eru erfiðari við að eiga og geta tekið lengri tíma í bata. 

Ásamt leikjunum við Malmö ætti McLagan að missa af leikjum við FH og ÍA í Bestu deild karla en gæti verið tilbúinn fyrir leikinn gegn Stjörnunni þann 24. júlí næstkomandi.

Fyrri leikur Víkings og Malmö fer fram ytra þann 5. júlí og seinni leikurinn verður á heimavelli hamingjunnar þann 12. júlí. 

Fótbolti.net greindi frá þessu en þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×