Þessar gætu sprungið út á EM í Englandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júlí 2022 08:02 Julie Blakstad (Noregur), Lauren Hemp (England) Clàudia Pina (Spánn) og Damaris Egurrola (Holland) eru meðal þeirra sem vert er að fylgjast með á EM í Englandi. Getty Images/EPA Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem hefst þann 6. júlí í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir efnilegustu og mest spennandi leikmennina sem mæta til leiks á EM í Englandi. Aðeins er um að ræða leikmenn annarra þjóða en Íslands. Lauren Hemp, England (Manchester City) Lauren Hemp í landsleik gegn Norður-Makedóníu.EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI Hin stórskemmtilega Hemp er aðeins tvítug en hefur heldur betur látið til sín taka á undanförnum árum. Hefur verið valin alls fjórum sinnum besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Er mjög auðmjúk miðað við gæði og verður án efa í umræðunni um bestu leikmenn heims á komandi árum. Julie Blakstad, Noregur (Manchester City) Hin 19 ára Blakstad er ekki aðeins undrabarn innan vallar en hún er fluggáfuð og endaði með hæstu einkunn í alls 19 fögum í menntaskóla. Blakstad neitaði Chelsea árið 2020 því hún vildi klára Bachelor-gráðuna sína í Noregi. Manchester City keypti hinn unga miðjumann af Rosenborg fyrr á þessu ári og er hún í dag dýrasta knattspyrnukona Noregs frá upphafi. Kathrine Møller Kühl, Danmörk (Nordsjælland) Gæðin leyna sér ekki hjá Kathrine Møller Kühl.Ulrik Pedersen/Getty Images Gengur undir gælunafninu Ke og er talin vera með efnilegri leikmönnum heims. Þessi 18 ára miðjumaður býr yfir gríðarlegum gæðum, er með frábæra tækni og sér leikinn betur en flestar og flestir aðrir. Blaðamaður getur staðfest það eftir að hafa séð hana með berum augum í 2-1 sigri Danmerkur á Brasilíu er liðin mættust í vináttulandsleik á Parken á dögunum. Risu áhorfendur á fætur er Ke kom inn á og Danir eru augljóslega mjög spenntir fyrir þessum stórefnilega leikmanni. Stefnir á að spila fyrir eitthvað af stærstu liðum í heimi og ætti það að ganga eftir fyrr heldur en síðar. Jule Brand, Þýskaland (Wolfsburg) Jule Brand, leikmaður Þýskalands.Martin Rose/Getty Images Hin 19 ára gamla Brand hefur ætlað sér að spila fyrir þýska landsliðið frá unga landi og getur nú mögulega látið ljós sitt skína á einu af stærstu sviðunum. Hefur spilað með Hoffenheim undanfarin ár en gengur til liðs við Wolfsburg fyrir næsta tímabil. Er lappalangur vængmaður sem vekur athygli hvert sem hún fer. Ætti að gera stórkostlegt lið Wolfsburg enn betra. Clàudia Pina, Spánn (Barcelona) Claudia Pina fagnar marki sem hún skoraði fyrir U-17 ára landslið Spánar í úrslitaleik HM.EPA-EFE/FEDERICO ANFITTI Hin tvítuga Pina hóf ferilinn í futsal en Espanyol var fljótt að sjá þessa hæfileika og snaraði henni yfir í hefðbundinn fótbolta. Það tók svo stórlið Barcelona ekki langan tíma að stela henni af nágrönnum sínum. Er markaskorari af guðsnáð og var hluti af spænska U-17 ára landsliðinu sem varð heimsmeistari 2018. Er talið að hún geti unnið Gullknöttinn áður en langt um líður. Damaris Egurrola, Holland (Lyon) Damaris Egurrola í leik með U-20 ára liði Spánar en hún ákvað á endanum að spila fyrir A-landslið Hollands.EPA-EFE/IAN LANGSDON Hin 22 ára gamla Egurrola er fædd í Flórída, alin upp í Baskalandi en á hollenska móður. Hún gat því valið á milli þess að spila fyrir Bandaríkin, Spán eða Holland. Það leit lengi vel út fyrir að hún myndi velja Spán en á endanum ákvað hún að spila fyrir Holland þrátt fyrir að spila með yngri landsliðum Spánverja. Valdi hún Holland í mars á þessu ári og hefur spilað þrjá leiki, og skorað tvö mörk, fyrir liðið til þessa. Gekk í raðir Lyon 2021 þegar liðið keypti hana af Everton, eitthvað sem hvorki Egurrola eða Lyon sér eftir í dag. Kika Nazareth, Portúgal (Benfica) Kika Nazareth á framtíðina fyrir sér.João Rico/Getty Images Ein af efnilegustu leikmönnum Portúgals fyrr og síðar. Er fyrsti kvenkyns leikmaðurinn sem skrifar undir hjá ofurumboðsmanninum Jorge Mendes. Líkt og Pina hóf hún feril sinn í futsal – þar sem hún spilaði aðallega með strákum – áður en hún færði sig yfir í hefðbundnari fótbolta. Mjög fjölhæfur framherji sem getur spilað allar þrjár fremstu stöðurnar og skorað mörk í öllum regnbogans litum. Hanna Bennison, Svíþjóð (Everton) Hanna Bennison í leik með Svíþjóð.EPA-EFE/GRZEGORZ MICHALOWSKI Ólst upp rétt fyrir utan Malmö og er yngsti leikmaður sænska hópsins en Bennison er aðeins 19 ára gömul. Var valin besti ungi leikmaður í heimi af vefsíðunni Goal á síðasta ári. Fékk leyfi til að yfirgefa æfingabúðir sænska landsliðsins á síðasta ári þar sem hún var að útskrifast úr menntaskóla. Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira
Lauren Hemp, England (Manchester City) Lauren Hemp í landsleik gegn Norður-Makedóníu.EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI Hin stórskemmtilega Hemp er aðeins tvítug en hefur heldur betur látið til sín taka á undanförnum árum. Hefur verið valin alls fjórum sinnum besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Er mjög auðmjúk miðað við gæði og verður án efa í umræðunni um bestu leikmenn heims á komandi árum. Julie Blakstad, Noregur (Manchester City) Hin 19 ára Blakstad er ekki aðeins undrabarn innan vallar en hún er fluggáfuð og endaði með hæstu einkunn í alls 19 fögum í menntaskóla. Blakstad neitaði Chelsea árið 2020 því hún vildi klára Bachelor-gráðuna sína í Noregi. Manchester City keypti hinn unga miðjumann af Rosenborg fyrr á þessu ári og er hún í dag dýrasta knattspyrnukona Noregs frá upphafi. Kathrine Møller Kühl, Danmörk (Nordsjælland) Gæðin leyna sér ekki hjá Kathrine Møller Kühl.Ulrik Pedersen/Getty Images Gengur undir gælunafninu Ke og er talin vera með efnilegri leikmönnum heims. Þessi 18 ára miðjumaður býr yfir gríðarlegum gæðum, er með frábæra tækni og sér leikinn betur en flestar og flestir aðrir. Blaðamaður getur staðfest það eftir að hafa séð hana með berum augum í 2-1 sigri Danmerkur á Brasilíu er liðin mættust í vináttulandsleik á Parken á dögunum. Risu áhorfendur á fætur er Ke kom inn á og Danir eru augljóslega mjög spenntir fyrir þessum stórefnilega leikmanni. Stefnir á að spila fyrir eitthvað af stærstu liðum í heimi og ætti það að ganga eftir fyrr heldur en síðar. Jule Brand, Þýskaland (Wolfsburg) Jule Brand, leikmaður Þýskalands.Martin Rose/Getty Images Hin 19 ára gamla Brand hefur ætlað sér að spila fyrir þýska landsliðið frá unga landi og getur nú mögulega látið ljós sitt skína á einu af stærstu sviðunum. Hefur spilað með Hoffenheim undanfarin ár en gengur til liðs við Wolfsburg fyrir næsta tímabil. Er lappalangur vængmaður sem vekur athygli hvert sem hún fer. Ætti að gera stórkostlegt lið Wolfsburg enn betra. Clàudia Pina, Spánn (Barcelona) Claudia Pina fagnar marki sem hún skoraði fyrir U-17 ára landslið Spánar í úrslitaleik HM.EPA-EFE/FEDERICO ANFITTI Hin tvítuga Pina hóf ferilinn í futsal en Espanyol var fljótt að sjá þessa hæfileika og snaraði henni yfir í hefðbundinn fótbolta. Það tók svo stórlið Barcelona ekki langan tíma að stela henni af nágrönnum sínum. Er markaskorari af guðsnáð og var hluti af spænska U-17 ára landsliðinu sem varð heimsmeistari 2018. Er talið að hún geti unnið Gullknöttinn áður en langt um líður. Damaris Egurrola, Holland (Lyon) Damaris Egurrola í leik með U-20 ára liði Spánar en hún ákvað á endanum að spila fyrir A-landslið Hollands.EPA-EFE/IAN LANGSDON Hin 22 ára gamla Egurrola er fædd í Flórída, alin upp í Baskalandi en á hollenska móður. Hún gat því valið á milli þess að spila fyrir Bandaríkin, Spán eða Holland. Það leit lengi vel út fyrir að hún myndi velja Spán en á endanum ákvað hún að spila fyrir Holland þrátt fyrir að spila með yngri landsliðum Spánverja. Valdi hún Holland í mars á þessu ári og hefur spilað þrjá leiki, og skorað tvö mörk, fyrir liðið til þessa. Gekk í raðir Lyon 2021 þegar liðið keypti hana af Everton, eitthvað sem hvorki Egurrola eða Lyon sér eftir í dag. Kika Nazareth, Portúgal (Benfica) Kika Nazareth á framtíðina fyrir sér.João Rico/Getty Images Ein af efnilegustu leikmönnum Portúgals fyrr og síðar. Er fyrsti kvenkyns leikmaðurinn sem skrifar undir hjá ofurumboðsmanninum Jorge Mendes. Líkt og Pina hóf hún feril sinn í futsal – þar sem hún spilaði aðallega með strákum – áður en hún færði sig yfir í hefðbundnari fótbolta. Mjög fjölhæfur framherji sem getur spilað allar þrjár fremstu stöðurnar og skorað mörk í öllum regnbogans litum. Hanna Bennison, Svíþjóð (Everton) Hanna Bennison í leik með Svíþjóð.EPA-EFE/GRZEGORZ MICHALOWSKI Ólst upp rétt fyrir utan Malmö og er yngsti leikmaður sænska hópsins en Bennison er aðeins 19 ára gömul. Var valin besti ungi leikmaður í heimi af vefsíðunni Goal á síðasta ári. Fékk leyfi til að yfirgefa æfingabúðir sænska landsliðsins á síðasta ári þar sem hún var að útskrifast úr menntaskóla.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira