Víkingar mæta til Malmö með sjálfstraustið í botni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2022 08:01 Víkingar hafa verið óstöðvandi að undanförnu. Vísir/Hulda Margrét Íslands- og bikarmeistarar Víkings mæta Malmö ytra í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Víkingar mæta fullir sjálfstrausts í leikinn, sem er sýndur beint á Stöð 2 Sport, eftir átta sigurleiki í röð. Byrjun Víkings í Bestu deildinni var nokkuð brösug en liðið hefur heldur betur fundið taktinn að undanförnu og dansar nú sem aldrei fyrr. Eftir 0-3 tap gegn Breiðabliki þann 16. maí höfðu Íslands- og bikarmeistararnir tapað þremur af fyrstu sjö leikjum sínum í Bestu deildinni. Þá hafði liðið einnig gert markalaust jafntefli gegn Leikni Reykjavík. Síðan þá hafa Víkingar verið nær óstöðvandi, raðað inn mörkum og varla fengið á sig mark, markatala liðsins í síðustu átta leikjum er 33-3. Vissulega hafa Víkingar mætt misgóðum liðum í bikar- og Evrópukeppni en síðustu tveir deildarleikir hafa verið einkar sannfærandi. Víkingar fóru til Vestmannaeyja og unnu einkar öruggan 3-0 útisigur og sömu sögu var að segja er liðið heimsótti KR í Vesturbæ Reykjavíkur. Víkingar stóðu af sér storm í upphafi leiks er KR-ingar hentu öllu sem þeir áttu í gestina. Eftir að Nikolaj Hansen kom Víkingum yfir með marki úr vítaspyrnu var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Staðan í deildinni er svo þannig að ef Víkingar vinna leikinn sem þeir eiga til góða á Blika þá munar aðeins sex stigum á liðunum. Sigurhrina Víkinga Valur 1-3 Víkingur (Besta deildin) Haukar 0-7 Víkingur (Mjólkurbikar) Víkingur 2-1 KA (Besta deildin) ÍBV 0-3 Víkingur (Besta deildin) Víkingur 6-1 Levadia Tallinn (Forkeppni Meistaradeildar Evrópu) Víkingur 1-0 Inter Escaldes (Forkeppni Meistaradeildar Evrópu) Selfoss 0-6 Víkingur (Mjólkurbikar) KR 0-3 Víkingur (Besta deildin) Á meðan Malmö, sem er ríkjandi sænskur meistari, hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu hafa Víkingar verið á blússandi siglingu. Það ættu því að vera gestirnir sem mæta fullir sjálfstraust er leikur Malmö og Víkings hefst klukkan 17.00 að íslenskum tíma. Þá er vert að minnast á að Víkingar mæta þar sínum fyrrum læriföður en Miloš Milojević þjálfara Malmö í dag. Talið er að sæti hans sé orðið nokkuð heitt en sænsku meistararnir töpuðu einkar óvænt gegn Sundsvall á dögunum. Undankeppni Meistaradeildar Evrópu @malmoffen @vikingurfc Í beinni á þriðjudag kl. 16:40 pic.twitter.com/DdCJRv8ch3— Stöð 2 Sport (@St2Sport) July 4, 2022 Leikur Malmö og Víkings hefst klukkan 17.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 16.40. Fótbolti Víkingur Reykjavík Besta deild karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hitað upp fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Sjá meira
Byrjun Víkings í Bestu deildinni var nokkuð brösug en liðið hefur heldur betur fundið taktinn að undanförnu og dansar nú sem aldrei fyrr. Eftir 0-3 tap gegn Breiðabliki þann 16. maí höfðu Íslands- og bikarmeistararnir tapað þremur af fyrstu sjö leikjum sínum í Bestu deildinni. Þá hafði liðið einnig gert markalaust jafntefli gegn Leikni Reykjavík. Síðan þá hafa Víkingar verið nær óstöðvandi, raðað inn mörkum og varla fengið á sig mark, markatala liðsins í síðustu átta leikjum er 33-3. Vissulega hafa Víkingar mætt misgóðum liðum í bikar- og Evrópukeppni en síðustu tveir deildarleikir hafa verið einkar sannfærandi. Víkingar fóru til Vestmannaeyja og unnu einkar öruggan 3-0 útisigur og sömu sögu var að segja er liðið heimsótti KR í Vesturbæ Reykjavíkur. Víkingar stóðu af sér storm í upphafi leiks er KR-ingar hentu öllu sem þeir áttu í gestina. Eftir að Nikolaj Hansen kom Víkingum yfir með marki úr vítaspyrnu var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Staðan í deildinni er svo þannig að ef Víkingar vinna leikinn sem þeir eiga til góða á Blika þá munar aðeins sex stigum á liðunum. Sigurhrina Víkinga Valur 1-3 Víkingur (Besta deildin) Haukar 0-7 Víkingur (Mjólkurbikar) Víkingur 2-1 KA (Besta deildin) ÍBV 0-3 Víkingur (Besta deildin) Víkingur 6-1 Levadia Tallinn (Forkeppni Meistaradeildar Evrópu) Víkingur 1-0 Inter Escaldes (Forkeppni Meistaradeildar Evrópu) Selfoss 0-6 Víkingur (Mjólkurbikar) KR 0-3 Víkingur (Besta deildin) Á meðan Malmö, sem er ríkjandi sænskur meistari, hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu hafa Víkingar verið á blússandi siglingu. Það ættu því að vera gestirnir sem mæta fullir sjálfstraust er leikur Malmö og Víkings hefst klukkan 17.00 að íslenskum tíma. Þá er vert að minnast á að Víkingar mæta þar sínum fyrrum læriföður en Miloš Milojević þjálfara Malmö í dag. Talið er að sæti hans sé orðið nokkuð heitt en sænsku meistararnir töpuðu einkar óvænt gegn Sundsvall á dögunum. Undankeppni Meistaradeildar Evrópu @malmoffen @vikingurfc Í beinni á þriðjudag kl. 16:40 pic.twitter.com/DdCJRv8ch3— Stöð 2 Sport (@St2Sport) July 4, 2022 Leikur Malmö og Víkings hefst klukkan 17.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 16.40.
Sigurhrina Víkinga Valur 1-3 Víkingur (Besta deildin) Haukar 0-7 Víkingur (Mjólkurbikar) Víkingur 2-1 KA (Besta deildin) ÍBV 0-3 Víkingur (Besta deildin) Víkingur 6-1 Levadia Tallinn (Forkeppni Meistaradeildar Evrópu) Víkingur 1-0 Inter Escaldes (Forkeppni Meistaradeildar Evrópu) Selfoss 0-6 Víkingur (Mjólkurbikar) KR 0-3 Víkingur (Besta deildin)
Fótbolti Víkingur Reykjavík Besta deild karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hitað upp fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Sjá meira