Þrettán skelfilegar mínútur Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júlí 2022 20:00 Blómvendir lagðir við inngang Fields til minningar um þau sem létust í árásinni. AP Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið þrjá til bana í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær verður í varðhaldi á geðdeild út mánuðinn. Myndbönd úr eftirlitsmyndavélum gætu skipt sköpum við rannsókn málsins. Örvinglun og skelfing greip um sig meðal fólks í og við Fields-verslunarmiðstöðina þegar skothríð hófst þar inni síðdegis í gær. 22 ára danskur karlmaður var handtekinn á vettvangi. Myndbönd eins og sjást í fréttinni hér fyrir ofan, sem sýna manninn ganga um verslunarmiðstöðina með riffil og skjóta, dreifðust hratt á samfélagsmiðlum í gær. Lögreglu hefur borist gríðarlegt magn myndefnis af árásinni og hún telur að jafnvel verði hægt að kortleggja framvindu árásarinnar í heild með upptökum úr eftirlitsmyndavélum inni í Fields. „Frá 17:35, þegar við fáum tilkynningu, og þar til við handtökum hinn grunaða klukkan 17:48, líða 13 mínútur. Þessar 13 mínútur liðu eins og heil eilífð og það sem gerðist á þessum 13 mínútum er það sem við þurfum að rannsaka og teikna upp,“ sagði Dannie Rise hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn sem fer fyrir rannsókninni á blaðamannafundi síðdegis. Maðurinn var leiddur fyrir dómara í dag og ákærður fyrir að hafa orðið þremur að bana og gert tilraun til að bana sjö. Hin látnu voru sautján ára Danir, piltur og stúlka, auk rússnesks ríkisborgara á fimmtugsaldri. Lögregla telur engin tengsl milli mannsins og þeirra sem hann skaut á. Ástæðan að baki voðaverkinu er enn í rannsókn. Falleg stund í Jónshúsi Prestur íslenska sendiráðsins í Kaupmannahöfn og fulltrúar sendiráðsins tóku á móti tuttugu Íslendingum í Jónshúsi í dag. „Fólk var ánægt með að fá tækifæri til að koma og spjalla, létta aðeins á hjarta sínu og hitta og tala við aðra sem höfðu verið í Fields í gærkvöldi og voru að upplifa svolítið það sama og það sjálft,“ segir Helga Hauksdóttir, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn. Þó að lífið gangi sinn vanagang í borginni séu Danir slegnir. „Þetta hefur auðvitað áhrif á fólk. Og ég er alveg viss um það að þetta er svona atburður sem fólk mun ekkert gleyma svo glatt,“ segir Helga. Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Tengdar fréttir Kanna hvort ástæða sé til að herða vopnalöggjöfina „Það þyrmir yfir mann hreinlega, yfir svona fullkomlega tilgangslausu ódæðisverki,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárásina sem gerð var í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. 4. júlí 2022 19:26 Borgarstjóri sendir samúðarkveðjur til Kaupmannahafnar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sendir Sophie Hæstorp Anderson, borgarstjóra í Kaupmannahöfn, innilegar samúðarkveðjur vegna skotárásarinnar sem átti sér stað í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn í gær. 4. júlí 2022 15:15 „Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Örvinglun og skelfing greip um sig meðal fólks í og við Fields-verslunarmiðstöðina þegar skothríð hófst þar inni síðdegis í gær. 22 ára danskur karlmaður var handtekinn á vettvangi. Myndbönd eins og sjást í fréttinni hér fyrir ofan, sem sýna manninn ganga um verslunarmiðstöðina með riffil og skjóta, dreifðust hratt á samfélagsmiðlum í gær. Lögreglu hefur borist gríðarlegt magn myndefnis af árásinni og hún telur að jafnvel verði hægt að kortleggja framvindu árásarinnar í heild með upptökum úr eftirlitsmyndavélum inni í Fields. „Frá 17:35, þegar við fáum tilkynningu, og þar til við handtökum hinn grunaða klukkan 17:48, líða 13 mínútur. Þessar 13 mínútur liðu eins og heil eilífð og það sem gerðist á þessum 13 mínútum er það sem við þurfum að rannsaka og teikna upp,“ sagði Dannie Rise hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn sem fer fyrir rannsókninni á blaðamannafundi síðdegis. Maðurinn var leiddur fyrir dómara í dag og ákærður fyrir að hafa orðið þremur að bana og gert tilraun til að bana sjö. Hin látnu voru sautján ára Danir, piltur og stúlka, auk rússnesks ríkisborgara á fimmtugsaldri. Lögregla telur engin tengsl milli mannsins og þeirra sem hann skaut á. Ástæðan að baki voðaverkinu er enn í rannsókn. Falleg stund í Jónshúsi Prestur íslenska sendiráðsins í Kaupmannahöfn og fulltrúar sendiráðsins tóku á móti tuttugu Íslendingum í Jónshúsi í dag. „Fólk var ánægt með að fá tækifæri til að koma og spjalla, létta aðeins á hjarta sínu og hitta og tala við aðra sem höfðu verið í Fields í gærkvöldi og voru að upplifa svolítið það sama og það sjálft,“ segir Helga Hauksdóttir, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn. Þó að lífið gangi sinn vanagang í borginni séu Danir slegnir. „Þetta hefur auðvitað áhrif á fólk. Og ég er alveg viss um það að þetta er svona atburður sem fólk mun ekkert gleyma svo glatt,“ segir Helga.
Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Tengdar fréttir Kanna hvort ástæða sé til að herða vopnalöggjöfina „Það þyrmir yfir mann hreinlega, yfir svona fullkomlega tilgangslausu ódæðisverki,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárásina sem gerð var í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. 4. júlí 2022 19:26 Borgarstjóri sendir samúðarkveðjur til Kaupmannahafnar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sendir Sophie Hæstorp Anderson, borgarstjóra í Kaupmannahöfn, innilegar samúðarkveðjur vegna skotárásarinnar sem átti sér stað í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn í gær. 4. júlí 2022 15:15 „Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Kanna hvort ástæða sé til að herða vopnalöggjöfina „Það þyrmir yfir mann hreinlega, yfir svona fullkomlega tilgangslausu ódæðisverki,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárásina sem gerð var í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. 4. júlí 2022 19:26
Borgarstjóri sendir samúðarkveðjur til Kaupmannahafnar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sendir Sophie Hæstorp Anderson, borgarstjóra í Kaupmannahöfn, innilegar samúðarkveðjur vegna skotárásarinnar sem átti sér stað í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn í gær. 4. júlí 2022 15:15
„Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18