Arnar reyndi að fá Kára til að taka skóna af hillunni: „Ekki í myndinni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2022 13:01 Kári Árnason fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í fyrra af innlifun Vísir/Hulda Margrét Vegna manneklu Íslands- og bikarmeistara Víkings í öftustu línu bað Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, miðvörðinn fyrrverandi Kára Árnason að taka skóna af hillunni. Kári starfar í dag sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingum. Á blaðamannafundi Víkings fyrir stórleikinn gegn Malmö kom fram að Arnar hafði beðið Kára um að íhuga að taka skóna af hillunni og vera til taks ef eitthvað kæmi upp á. Kyle McLagan, miðvörður liðsins, viðbeinsbrotnaði á dögunum og verður frá í einhvern tíma. Víkingar eru því heldur fáliðaðir aftast á vellinum en hinn 39 ára gamli Kári segir það einfaldlega ekki koma til greina að rífa takkaskóna fram á nýjan leik. Here is the official squad for the game tonight @Malmo_FF @St2Sport @footballiceland#ChampionsLeague #fotboltinet #st2sport #vikesmalmö pic.twitter.com/LjvwbFJRqR— Víkingur (@vikingurfc) July 5, 2022 „Ég hef ekki gert meira en að skokka undanfarið hálft ár og því er þetta ekki inn í myndinni,“ sagði Kári hreinskilinn. Miðvörðurinn fyrrverandi þekkir vel til í Malmö en hann lék með liðinu frá 2015 til 2017. Kyle McLagan er ekki eini Víkingurinn sem er fjarri góðu gamni en Ingvar Jónsson, markvörður liðsins, er meiddur. Fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson tók hanskana af hillunni til að geta aðstoðað Víkinga en Kári var ekki sama sinnis. Hannes Þór er þó ekki í leikmannahópi Víkinga í dag. Víkingar eru á góðu róli fyrir leik dagsins en lærisveinar Arnars hafa unnið átta leiki í röð. Hvort sá níundi komi í dag kemur í ljós en leikur Malmö og Víkings í undankeppni Meistaradeildar Evrópu hefst klukkan 17.00. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsending hefst 20 mínútum fyrr eða 16.40. Fótbolti Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn og Ægi Körfubolti Fleiri fréttir Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sjá meira
Á blaðamannafundi Víkings fyrir stórleikinn gegn Malmö kom fram að Arnar hafði beðið Kára um að íhuga að taka skóna af hillunni og vera til taks ef eitthvað kæmi upp á. Kyle McLagan, miðvörður liðsins, viðbeinsbrotnaði á dögunum og verður frá í einhvern tíma. Víkingar eru því heldur fáliðaðir aftast á vellinum en hinn 39 ára gamli Kári segir það einfaldlega ekki koma til greina að rífa takkaskóna fram á nýjan leik. Here is the official squad for the game tonight @Malmo_FF @St2Sport @footballiceland#ChampionsLeague #fotboltinet #st2sport #vikesmalmö pic.twitter.com/LjvwbFJRqR— Víkingur (@vikingurfc) July 5, 2022 „Ég hef ekki gert meira en að skokka undanfarið hálft ár og því er þetta ekki inn í myndinni,“ sagði Kári hreinskilinn. Miðvörðurinn fyrrverandi þekkir vel til í Malmö en hann lék með liðinu frá 2015 til 2017. Kyle McLagan er ekki eini Víkingurinn sem er fjarri góðu gamni en Ingvar Jónsson, markvörður liðsins, er meiddur. Fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson tók hanskana af hillunni til að geta aðstoðað Víkinga en Kári var ekki sama sinnis. Hannes Þór er þó ekki í leikmannahópi Víkinga í dag. Víkingar eru á góðu róli fyrir leik dagsins en lærisveinar Arnars hafa unnið átta leiki í röð. Hvort sá níundi komi í dag kemur í ljós en leikur Malmö og Víkings í undankeppni Meistaradeildar Evrópu hefst klukkan 17.00. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsending hefst 20 mínútum fyrr eða 16.40.
Fótbolti Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn og Ægi Körfubolti Fleiri fréttir Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki