Stjörnur D-riðils: Fyrirliði Íslands og markaóðir framherjar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2022 10:01 Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins. Vísir/Vilhelm Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa D-riðil. Þau eru Belgía, Frakkland, Ísland og Ítalía. Það má eflaust færa ágætis rök fyrir því að það séu fleiri en einn leikmaður sem eiga skilið að vera titlaðar „stjörnur“ sinna liða. Hér að neðan höldum við okkur þó við einn leikmenn í hverju liði. Tessa Wullaert (Belgía) Tessa Wullaert er markahæsti leikmaður í sögu belgíska landsliðsins.Catherine Ivill/Getty Images Hin 29 ára gamla Wullaert hefur komið víða við á ferli sínum. Næsta stopp hjá þessari belgísku markavél verður í Hollandi en hún verður samherji Hildar Antonsdóttur hjá Fortuna Sittard að EM loknu. Hefur spilað fyrir stórlið á borð við Wolfsburg og Manchester City en var síðasta á mála hjá Anderlecht í Belgíu þar sem hún raðaði inn mörkunum. Er markahæsti leikmaður belgíska landsliðsins frá upphafi með 67 mörk í 109 leikjum. View this post on Instagram A post shared by Tessa Wullaert (@wttessa) Marie-Antoinette Katoto (Frakkland) Marie-Antoinette Katoto er þrátt fyrir ungan aldur orðin markahæsti leikmaður PSG frá upphafi.Aurelien Meunier/Getty Images Hin 23 ára gamla Katoto er með betri framherjum heims í dag. Ásamt því að skora 25 mörk í 30 A-landsleikjum til þessa þá hefur hún skorað 108 mörk í 113 leikjum fyrir París Saint-Germain sem gerir hana að markahæsti leikmanni í sögu félagsins. Mun án alls efa hrella markverði og varnarmenn á næstu vikum. View this post on Instagram A post shared by Marie-Antoinette Katoto (@mariekatoto) Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland) Sara Björk lauk dvöl sinni hjá Lyon með Evrópumeistaratitli.Getty Images Hin þrítuga Sara Björk er stjörnuleikmaður Íslands þrátt fyrir að vera nokkuð nýlega komin af stað eftir barnsburð. Varð tvívegis Evrópumeistari með Lyon en skrifaði undir hjá Ítalíumeisturum Juventus rétt fyrir EM. Sara Björk vill eflaust minna Evrópu á hvers hún er megnug og fær hún svo sannarlega sviðið til þess nú. View this post on Instagram A post shared by Sara Bjo rk Gunnarsdo ttir (@sarabjork90) Cristiana Girelli (Ítalía) Cristiana Girelli í leik með Ítalíu.EPA-EFE/SALVATORE DI NOLFI Hin 32 ára gamla Girelli er stjarna ítalska liðsins og Ítalíumeistara Juventus. Ásamt því að vera potturinn og pannan í sóknarleik ítalska liðsins þá er hún einnig plötusnúður búningsklefans. Hefur skorað 46 mörk í 78 A-landsleikjum frá árinu 2013. Hefur alltaf spilað í heimalandinu og endar vanalega markahæst. Stóra spurningin er hvort hún geti endurtekið leikinn á EM í sumar. View this post on Instagram A post shared by Cristiana Girelli (@cristianagirelli) Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Stjörnur C-riðils: Markamaskína af guðs náð, sænskt varnartröll og harðjaxl frá Sviss Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa C-riðil. Þau eru Holland, Portúgal, Svíþjóð og Sviss. 5. júlí 2022 10:00 Stjörnur B-riðils: Danskt dýnamít, þýskur prímusmótor og sú besta í heimi Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa B-riðil. Þau eru Danmörk, Finnland, Þýskaland og Spánn. 4. júlí 2022 10:00 Stjörnur A-riðils: Fyrirliði Bayern, undraverður bakvörður og einn albesti framherji allra tíma Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa A-riðil. Þau eru Austurríki, England, Norður-Írland og Noregur. 3. júlí 2022 10:00 Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Fleiri fréttir Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Sjá meira
Það má eflaust færa ágætis rök fyrir því að það séu fleiri en einn leikmaður sem eiga skilið að vera titlaðar „stjörnur“ sinna liða. Hér að neðan höldum við okkur þó við einn leikmenn í hverju liði. Tessa Wullaert (Belgía) Tessa Wullaert er markahæsti leikmaður í sögu belgíska landsliðsins.Catherine Ivill/Getty Images Hin 29 ára gamla Wullaert hefur komið víða við á ferli sínum. Næsta stopp hjá þessari belgísku markavél verður í Hollandi en hún verður samherji Hildar Antonsdóttur hjá Fortuna Sittard að EM loknu. Hefur spilað fyrir stórlið á borð við Wolfsburg og Manchester City en var síðasta á mála hjá Anderlecht í Belgíu þar sem hún raðaði inn mörkunum. Er markahæsti leikmaður belgíska landsliðsins frá upphafi með 67 mörk í 109 leikjum. View this post on Instagram A post shared by Tessa Wullaert (@wttessa) Marie-Antoinette Katoto (Frakkland) Marie-Antoinette Katoto er þrátt fyrir ungan aldur orðin markahæsti leikmaður PSG frá upphafi.Aurelien Meunier/Getty Images Hin 23 ára gamla Katoto er með betri framherjum heims í dag. Ásamt því að skora 25 mörk í 30 A-landsleikjum til þessa þá hefur hún skorað 108 mörk í 113 leikjum fyrir París Saint-Germain sem gerir hana að markahæsti leikmanni í sögu félagsins. Mun án alls efa hrella markverði og varnarmenn á næstu vikum. View this post on Instagram A post shared by Marie-Antoinette Katoto (@mariekatoto) Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland) Sara Björk lauk dvöl sinni hjá Lyon með Evrópumeistaratitli.Getty Images Hin þrítuga Sara Björk er stjörnuleikmaður Íslands þrátt fyrir að vera nokkuð nýlega komin af stað eftir barnsburð. Varð tvívegis Evrópumeistari með Lyon en skrifaði undir hjá Ítalíumeisturum Juventus rétt fyrir EM. Sara Björk vill eflaust minna Evrópu á hvers hún er megnug og fær hún svo sannarlega sviðið til þess nú. View this post on Instagram A post shared by Sara Bjo rk Gunnarsdo ttir (@sarabjork90) Cristiana Girelli (Ítalía) Cristiana Girelli í leik með Ítalíu.EPA-EFE/SALVATORE DI NOLFI Hin 32 ára gamla Girelli er stjarna ítalska liðsins og Ítalíumeistara Juventus. Ásamt því að vera potturinn og pannan í sóknarleik ítalska liðsins þá er hún einnig plötusnúður búningsklefans. Hefur skorað 46 mörk í 78 A-landsleikjum frá árinu 2013. Hefur alltaf spilað í heimalandinu og endar vanalega markahæst. Stóra spurningin er hvort hún geti endurtekið leikinn á EM í sumar. View this post on Instagram A post shared by Cristiana Girelli (@cristianagirelli)
Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Stjörnur C-riðils: Markamaskína af guðs náð, sænskt varnartröll og harðjaxl frá Sviss Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa C-riðil. Þau eru Holland, Portúgal, Svíþjóð og Sviss. 5. júlí 2022 10:00 Stjörnur B-riðils: Danskt dýnamít, þýskur prímusmótor og sú besta í heimi Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa B-riðil. Þau eru Danmörk, Finnland, Þýskaland og Spánn. 4. júlí 2022 10:00 Stjörnur A-riðils: Fyrirliði Bayern, undraverður bakvörður og einn albesti framherji allra tíma Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa A-riðil. Þau eru Austurríki, England, Norður-Írland og Noregur. 3. júlí 2022 10:00 Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Fleiri fréttir Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Sjá meira
Stjörnur C-riðils: Markamaskína af guðs náð, sænskt varnartröll og harðjaxl frá Sviss Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa C-riðil. Þau eru Holland, Portúgal, Svíþjóð og Sviss. 5. júlí 2022 10:00
Stjörnur B-riðils: Danskt dýnamít, þýskur prímusmótor og sú besta í heimi Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa B-riðil. Þau eru Danmörk, Finnland, Þýskaland og Spánn. 4. júlí 2022 10:00
Stjörnur A-riðils: Fyrirliði Bayern, undraverður bakvörður og einn albesti framherji allra tíma Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa A-riðil. Þau eru Austurríki, England, Norður-Írland og Noregur. 3. júlí 2022 10:00