Guðmundur Birkir Agnarsson, aðgerðastjóri hjá Landhelgisgæslunni, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Ekki er vitað um orsök en verið er að rannsaka málið.
Maðurinn sem var um borð er við ágætis heilsu og er kominn um borð í björgunarskipið Björg. Eldurinn logar enn og verið er að vinna í því að slökkva hann.
Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að ekki nein neyðarboði hafi borist frá bátnum sem bendi til þess að atvikið hafi borið mjög brátt að. Ekki náðist samband við bátinn þegar gæslunni var gert viðvart um brunann.
Fiskibáturinn Didda SH-159 kom manninum til bjargar úr gúmmíbjörgunarbáti sem var á reki skammt frá brennandi bátnum.
