Fjöldi ráðherra segir af sér til viðbótar Bjarki Sigurðsson og Atli Ísleifsson skrifa 7. júlí 2022 07:23 Alls hafa rúmlega fimmtíu ráðherrar, aðstoðarráðherrar og aðstoðarmenn í bresku ríkisstjórninni sagt af sér síðasta rúma sólarhringinn. AP/Hollie Adams Enn berast fréttir af afsögnum ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, en Brandon Lewis, ráðherra í málefnum Norður-Írlands og Helen Whatley, aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, tilkynntu um afsagnir sínar nú í morgun. Guy Opperman, lífeyrismálaráðherra, George Freeman, vísindamálaráðherra, Chris Philp, tæknimálaráðherra, Damian Hinds, öryggismálaráðherra, og James Cartlidge, ráðherra málefna dómstóla, bættust síðan í hópinn rétt í þessu. Alls hafa því rúmlega fimmtíu ráðherrar, aðstoðarráðherrar og aðstoðarmenn í bresku ríkisstjórninni sagt af sér síðasta rúma sólarhringinn. Margir í þingliði Íhaldsmanna – sem hafa verið nánir stuðningsmenn Johnsons – hafa nú snúið baki við forsætisráðherranum, gagnrýnt stjórnunarhætti hans og hvatt til afsagnar, vegna skipunar hans á Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns eftir að sá hafði verið sakaður um kynferðislega áreitni. Þegar Johnson réði Pincher vissi hann af ásökununum gegn honum en Johnson hefur sagt að hann hafi séð eftir ráðningunni. Hann segist þó ætla sér að halda starfi sínu áfram enda hafi hann til þess skýrt umboð frá kjósendum. Johnson rak hinn þaulreynda ráðherra húsnæðismála, Michael Gove, úr embætti í gærkvöldi eftir að Gove hafði gagnrýnt Johnson og skorað á hann að segja af sér, en Johnsons bíður nú meðal annars það verkefni að skipa nýtt fólk í rúmlega tuttugu stöður í bresku ríkisstjórninni. Í gær sagði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, að erfitt væri að sjá að Johnson myndi halda embætti sínu sem forsætisráðherra. Í samtali við fréttastofu sagði hann að djúpstæð vantrú og vantraust á forystu hans væri að brjótast fram. „Enn og aftur er forsætisráðherrann staðinn að því að vera missaga um mál og trúverðugleiki hans er einfaldlega kominn upp til umræðu,“ segir Eiríkur. Uppfært klukkan 7:56: Michelle Donelan, menntamálaráðherra, hefur einnig sagt af sér. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Alls hafa því rúmlega fimmtíu ráðherrar, aðstoðarráðherrar og aðstoðarmenn í bresku ríkisstjórninni sagt af sér síðasta rúma sólarhringinn. Margir í þingliði Íhaldsmanna – sem hafa verið nánir stuðningsmenn Johnsons – hafa nú snúið baki við forsætisráðherranum, gagnrýnt stjórnunarhætti hans og hvatt til afsagnar, vegna skipunar hans á Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns eftir að sá hafði verið sakaður um kynferðislega áreitni. Þegar Johnson réði Pincher vissi hann af ásökununum gegn honum en Johnson hefur sagt að hann hafi séð eftir ráðningunni. Hann segist þó ætla sér að halda starfi sínu áfram enda hafi hann til þess skýrt umboð frá kjósendum. Johnson rak hinn þaulreynda ráðherra húsnæðismála, Michael Gove, úr embætti í gærkvöldi eftir að Gove hafði gagnrýnt Johnson og skorað á hann að segja af sér, en Johnsons bíður nú meðal annars það verkefni að skipa nýtt fólk í rúmlega tuttugu stöður í bresku ríkisstjórninni. Í gær sagði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, að erfitt væri að sjá að Johnson myndi halda embætti sínu sem forsætisráðherra. Í samtali við fréttastofu sagði hann að djúpstæð vantrú og vantraust á forystu hans væri að brjótast fram. „Enn og aftur er forsætisráðherrann staðinn að því að vera missaga um mál og trúverðugleiki hans er einfaldlega kominn upp til umræðu,“ segir Eiríkur. Uppfært klukkan 7:56: Michelle Donelan, menntamálaráðherra, hefur einnig sagt af sér.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira