Innlent

Bílar út af veginum á Reykja­nes­braut

Atli Ísleifsson skrifar
Lesandi Vísis segist hafa séð að sjö bílar hið minnsta hafi farið út af veginum á Reykjanesbraut í morgun.
Lesandi Vísis segist hafa séð að sjö bílar hið minnsta hafi farið út af veginum á Reykjanesbraut í morgun.

Nokkuð er um að bílar hafi farið út af Reykjanesbraut í morgun, en snjó hefur kyngt niður á suðvesturhluta landsins í nótt.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað við mjög slæmri færð á öllu höfuðborgarsvæðinu hvort sem það sé innan hverfa eða á stofnbrautum.

„Akbrautir eru enn ekki fullruddar og það má reikna með miklum töfum í morgunumferðinni í dag. Ökumenn þurfa að sýna mikla þolinmæði.

Aðsend

Eigendur ökutækja sem eru enn með ökutæki sín á sumarhjólbörðum eru vinsamlegast beðnir um að fara ekki að stað út í umferðina,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Vetrarfærð er um suðvestanvert landið eftir snjókomu næturinnar þar sem snjór hefur fallið á hálku. Reikna má með dálítilli snjókomu áfram í dag. Það mun bæta í úrkomu og skipta yfir í rigningu eða slyddu við sjávarsíðuna síðdegis, fyrst á Reykjanesi, en snjóar áfram norður af Borgarfirði. Snjóar talsvert í kvöld á til dæmis Hellisheiði, Holtavörðuheiði og Bröttubrekku, blint og færð gæti spillst þar.


Tengdar fréttir

Snjókoman rétt að byrja

Snjó kyngir niður á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn í vetur og gular viðvaranir vegna snjókomunnar taka gildi síðar í dag. Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að snjóað hafi síðan í gærkvöldi á suðvesturhorninu og nokkurra sentímetra snjólag liggi nú yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×