Öryggi yngstu barnanna ekki tryggt í leikskóla Flóahrepps vegna manneklu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júlí 2022 10:05 Leikskólinn Krakkaborg í Flóahreppi, sem er 40 barna leikskóli. Ekki verður hægt að taka á móti sex krökkum í aðlögun þar eftir sumarleyfi vegna manneklu í leikskólanum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjórn Flóahrepps lýsti áhyggjum sínum á fundi í vikunni á erfiðleikum við að fullmanna yngstu deild leikskólans Krakkaborgar. Miðað við núverandi stöðu telja stjórnendur leikskólans að ekki sé hægt að tryggja öryggi nemenda og að ekki sé hægt að taka á móti nýjum nemendum á Lóudeild að lokinni sumarlokun leikskólans. Í bókun sveitarstjórnar kemur m.a. fram að hún vilji leita allra leiða til að leysa mönnunarvanda leikskólans og leggur áherslu á að áfram verði reynt að veita þá þjónustu innan sveitarfélagsins að tekið sé við börnum að loknu fæðingarorlofi, þó svo að ekki sé um lögbundna þjónustu að ræða. Verðandi sveitarstjóra, ásamt leikskólastjóra hefur verið falið að skoða leiðir til að laða að fólk til starfa við leikskólann og að halda aðstandendum sem eiga umsóknir um leikskólavist upplýstum. „Til þess að ná að taka við nýjum nemendum vantar okkur 2 til 2,5 stöðugildi. Þannig tryggjum við mönnun og um leið öryggi nemenda á leikskólanum okkar. Deild fyrir svo unga nemendur krefst meiri starfsmannafjölda en deildir eldri nemenda eðli málsins samkvæmt. Að sjálfsögðu bindum við vonir við að vandinn leysist sem fyrst og að við fáum góðar umsóknir, sem leysa þetta núna í sumar eða í byrjun ágúst,” segir Hulda Kristjánsdóttir, verðandi sveitarstjóri Flóahrepps en hún tekur við starfinu 15. júlí en á sæti í meirihluta sveitarstjórnar. Hulda Kristjánsdóttir, verðandi sveitarstjóri Flóahrepps en hún tekur við starfinu 15. júlí og á jafnframt sæti í meirihluta sveitarstjórnar.Aðsend Sex börn komast ekki í aðlögun „Við sjáum fyrir okkur að geta opnað Lóudeildina eftir sumarfrí, en ekki er mögulegt að taka inn þau börn sem eru að hefja leikskólagöngu sína. Til að útskýra þetta enn betur þá eiga þeir nemendur sem voru á yngstu deildinni fyrir sumarlokun enn sitt pláss en ekki er hægt að taka við þeim 6 nemendum sem hefur verið sótt um í aðlögun strax í ágúst eftir sumarlokun,” segir Hulda enn fremur og bætir við. „Það er eftirsóknarvert að starfa á leikskóla eins og Krakkaborg í Flóahreppi. Leikskólinn er um 40 barna leikskóli með um 16-20 starfsmönnum í mismiklu starfshlutfalli. Leikskólinn er staðsettur við þjóðveg 1 í um 10 mínútna akstursfjarlægð frá Selfossi. Í mögum tilfellum tekur styttri tíma að keyra þangað frá Selfossi heldur en að sækja vinnu innanbæjar á Selfossi enda bein og greið leið.” Krakkaborg í Flóahreppi þar sem vantar nauðsynlega starfsfólk á yngstu deildina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Í bókun sveitarstjórnar kemur m.a. fram að hún vilji leita allra leiða til að leysa mönnunarvanda leikskólans og leggur áherslu á að áfram verði reynt að veita þá þjónustu innan sveitarfélagsins að tekið sé við börnum að loknu fæðingarorlofi, þó svo að ekki sé um lögbundna þjónustu að ræða. Verðandi sveitarstjóra, ásamt leikskólastjóra hefur verið falið að skoða leiðir til að laða að fólk til starfa við leikskólann og að halda aðstandendum sem eiga umsóknir um leikskólavist upplýstum. „Til þess að ná að taka við nýjum nemendum vantar okkur 2 til 2,5 stöðugildi. Þannig tryggjum við mönnun og um leið öryggi nemenda á leikskólanum okkar. Deild fyrir svo unga nemendur krefst meiri starfsmannafjölda en deildir eldri nemenda eðli málsins samkvæmt. Að sjálfsögðu bindum við vonir við að vandinn leysist sem fyrst og að við fáum góðar umsóknir, sem leysa þetta núna í sumar eða í byrjun ágúst,” segir Hulda Kristjánsdóttir, verðandi sveitarstjóri Flóahrepps en hún tekur við starfinu 15. júlí en á sæti í meirihluta sveitarstjórnar. Hulda Kristjánsdóttir, verðandi sveitarstjóri Flóahrepps en hún tekur við starfinu 15. júlí og á jafnframt sæti í meirihluta sveitarstjórnar.Aðsend Sex börn komast ekki í aðlögun „Við sjáum fyrir okkur að geta opnað Lóudeildina eftir sumarfrí, en ekki er mögulegt að taka inn þau börn sem eru að hefja leikskólagöngu sína. Til að útskýra þetta enn betur þá eiga þeir nemendur sem voru á yngstu deildinni fyrir sumarlokun enn sitt pláss en ekki er hægt að taka við þeim 6 nemendum sem hefur verið sótt um í aðlögun strax í ágúst eftir sumarlokun,” segir Hulda enn fremur og bætir við. „Það er eftirsóknarvert að starfa á leikskóla eins og Krakkaborg í Flóahreppi. Leikskólinn er um 40 barna leikskóli með um 16-20 starfsmönnum í mismiklu starfshlutfalli. Leikskólinn er staðsettur við þjóðveg 1 í um 10 mínútna akstursfjarlægð frá Selfossi. Í mögum tilfellum tekur styttri tíma að keyra þangað frá Selfossi heldur en að sækja vinnu innanbæjar á Selfossi enda bein og greið leið.” Krakkaborg í Flóahreppi þar sem vantar nauðsynlega starfsfólk á yngstu deildina.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira