Mead sá til þess að England byrjaði á sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júlí 2022 10:30 Beth Mead (til vinstri) fagnar marki sínu með Ellen White, Lucy Bronze og Fran Kirby. Alex Pantling/Getty Images Beth Mead, 27 ára framherji Arsenal, sá til þess að England byrjaði Evrópumótið á sigri er enska landsliðið vann Austurríki 1-0 fyrir framan troðfullan Old Trafford. Tæpara mátti það þó ekki vera. Markið má sjá hér að neðan. England byrjaði leikinn gegn Austurríki af miklum krafti og nýtti orkuna sem kom frá áhorfendum en aldrei hafa fleiri mætt leik á EM kvenna. Alls voru 68.871 á leiknum. Strax á 16. mínútu þræddi Fran Kirby boltann inn fyrir vörn Austurríkis og Beth Mead náði að lyfta honum snyrtilega yfir Manuelu Zinsberger í marki Austurríkis. Carina Wenninger, miðvörður Austurríkis, náði að skófla boltanum í slá og út en marklínutæknin staðfesti að boltinn hefði varið yfir línuna og markið stóð. Tæpt var það! Opnunarmark EM 2022 Englendingar komnir yfir! Beth Mead með mark sem marklínutæknin dæmdi inni! Stemningin er á Old Trafford pic.twitter.com/gT41Vc9kUw— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 6, 2022 Reyndist þetta sigurmark leiksins en Austurríki gaf Englandi hörkuleik. Þurfti Mary Earps, markvörður Englands, að taka á honum stóra sínum í síðari hálfleik er hún varði gott skot utan af velli í horn. Nær komst austurríska liðið ekki og England byrjar Evrópumótið því á 1-0 sigri og enska þjóðin er þegar farin að láta sig dreyma. Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: England-Austurríki 1-0 | Enska liðið stóðst væntingar fyrir framan troðfullan Old Trafford England mætti Austurríki í fyrsta leik Evrópumóts kvenna í fótbolta í kvöld. Mikil spenna er fyrir mótinu og til marks um það var uppselt á Old Trafford. 6. júlí 2022 20:52 Gríðarleg stemming á opnunarleik EM - myndasyrpa Evrópumótið í fótbolta kvenna hófst í kvöld með leik Englands og Austurríkis en leikurinn fer fram á troðfullum Old Trafford. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er á vellinum og fangaði stemminguna fyrir leikinn. 6. júlí 2022 19:46 Aldrei mætt fleiri á leik á EM kvenna Met var slegið þegar England og Austurríki leiddu saman hesta sína í fyrsta leik Evrópumótsins í fótbolta kvenna á Old Trafford í kvöld. 6. júlí 2022 23:15 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
England byrjaði leikinn gegn Austurríki af miklum krafti og nýtti orkuna sem kom frá áhorfendum en aldrei hafa fleiri mætt leik á EM kvenna. Alls voru 68.871 á leiknum. Strax á 16. mínútu þræddi Fran Kirby boltann inn fyrir vörn Austurríkis og Beth Mead náði að lyfta honum snyrtilega yfir Manuelu Zinsberger í marki Austurríkis. Carina Wenninger, miðvörður Austurríkis, náði að skófla boltanum í slá og út en marklínutæknin staðfesti að boltinn hefði varið yfir línuna og markið stóð. Tæpt var það! Opnunarmark EM 2022 Englendingar komnir yfir! Beth Mead með mark sem marklínutæknin dæmdi inni! Stemningin er á Old Trafford pic.twitter.com/gT41Vc9kUw— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 6, 2022 Reyndist þetta sigurmark leiksins en Austurríki gaf Englandi hörkuleik. Þurfti Mary Earps, markvörður Englands, að taka á honum stóra sínum í síðari hálfleik er hún varði gott skot utan af velli í horn. Nær komst austurríska liðið ekki og England byrjar Evrópumótið því á 1-0 sigri og enska þjóðin er þegar farin að láta sig dreyma.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: England-Austurríki 1-0 | Enska liðið stóðst væntingar fyrir framan troðfullan Old Trafford England mætti Austurríki í fyrsta leik Evrópumóts kvenna í fótbolta í kvöld. Mikil spenna er fyrir mótinu og til marks um það var uppselt á Old Trafford. 6. júlí 2022 20:52 Gríðarleg stemming á opnunarleik EM - myndasyrpa Evrópumótið í fótbolta kvenna hófst í kvöld með leik Englands og Austurríkis en leikurinn fer fram á troðfullum Old Trafford. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er á vellinum og fangaði stemminguna fyrir leikinn. 6. júlí 2022 19:46 Aldrei mætt fleiri á leik á EM kvenna Met var slegið þegar England og Austurríki leiddu saman hesta sína í fyrsta leik Evrópumótsins í fótbolta kvenna á Old Trafford í kvöld. 6. júlí 2022 23:15 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Umfjöllun: England-Austurríki 1-0 | Enska liðið stóðst væntingar fyrir framan troðfullan Old Trafford England mætti Austurríki í fyrsta leik Evrópumóts kvenna í fótbolta í kvöld. Mikil spenna er fyrir mótinu og til marks um það var uppselt á Old Trafford. 6. júlí 2022 20:52
Gríðarleg stemming á opnunarleik EM - myndasyrpa Evrópumótið í fótbolta kvenna hófst í kvöld með leik Englands og Austurríkis en leikurinn fer fram á troðfullum Old Trafford. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er á vellinum og fangaði stemminguna fyrir leikinn. 6. júlí 2022 19:46
Aldrei mætt fleiri á leik á EM kvenna Met var slegið þegar England og Austurríki leiddu saman hesta sína í fyrsta leik Evrópumótsins í fótbolta kvenna á Old Trafford í kvöld. 6. júlí 2022 23:15