Valdimar Þór Ingimundarson lék allan tímann fyrir Sogndal og Jónatan Ingi Jónsson, sem kom til norska liðsins frá FH fyrr á þessu ári líkt og Hörður Ingi, spilaði lungann úr leiknum.
Bjarni Mark Antonsson spilaði svo inni á miðsvæðinu hjá Start þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Brann sem trónir á toppi deildarinnar.
Sogndal er í sjöunda sæti deildarinnar og Start í því áttunda en liðinu eru í seilingarfjarlægð frá sæti sem veitir þátttökurétt í umspili um laust sæti í efstu deild á næstu leiktíð.