Þungavigtin: Miloš varnarsinnaðri en Arnar betri þjálfari Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júlí 2022 13:30 Milos Milojevic og Arnar Gunnlaugsson mætast í Víkinni næstkomandi þriðjudag. Vísir/Bára/Getty Einar Guðnason, fyrrverandi aðstoðarmaður Arnars Gunnlaugssonar og Miloš Milojević var gestur í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin í vikunni. Hann reyndi meðal annars að leggja mat á það hvor væri betri þjálfari, Arnar eða Miloš, og hver munurinn á leikstíl þessara tveggja þjálfara væri. „Hver er munurinn á Miloš og Arnari sem þjálfurum og bara sem karakterum?“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, stjórnandi þáttarins, í upphafi umræðunnar. „Þeir eru náttúrulega gjörólíkir. Báðir frábærir þjálfarar þannig séð, en mjög ólíkir,“ svaraði Einar. Einar Guðnason hefur bæði verið aðstoðarmaður hjá Milos og Arnari. Hann starfar nú hjá Örebro í Svíþjóð.Örebro „Arnar fer í leikina til að sækja og fer í leikina til að vinna þá. Á meðan Miloš er kannski örlítið varnarsinnaðri og örlítið passívari. Hann [Miloš] hugsar líka svolítið mikið um andstæðinginn og greinir hann kannski meira en sjálfan sig.“ „Arnar skoðar náttúrulega alltaf andstæðinginn og veit nákvæmlega hvað hann er að fara að gera, en leitar frekar leiða til að sigra þá með sóknarleik frekar en að reyna að koma í veg fyrir eitthvað.“ Rikki færði sig þá í næstu spurningu og henti Einari beint í djúpu laugina þegar hann spurði einfaldlega hvor þeirra væri betri þjálfari. „Arnar Gunnlaugsson,“ svaraði Einar án þess að hika. „Arnar Gunnlaugsson gæti þjálfað hvaða lið sem er á norðurlöndunum. Hann er svo faglegur og hefur þessi mannlegu samskipti líka. Hann er taktískt klókari en flestir sem ég hef hitt þannig hann myndi rúlla upp hvaða deild á norðurlöndunum sem er,“ sagði Einar að lokum. Klippa: Einar Guðna ræðir muninn á Arnari og Milos Víkingur og Malmö eigast við í sienni leik liðanna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu næstkomandi þriðjdag. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en útsendingin hefst klukkan 19:15. Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur sem fjallar fyrst og fremst um knattspyrnu og öllu henni tengdri bæði hér á landi sem og erlendis. Hægt er að nálgast allan þáttinn og kaupa áskrift af Þungavigtinni á tal.is/vigtin. Þungavigtin Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
„Hver er munurinn á Miloš og Arnari sem þjálfurum og bara sem karakterum?“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, stjórnandi þáttarins, í upphafi umræðunnar. „Þeir eru náttúrulega gjörólíkir. Báðir frábærir þjálfarar þannig séð, en mjög ólíkir,“ svaraði Einar. Einar Guðnason hefur bæði verið aðstoðarmaður hjá Milos og Arnari. Hann starfar nú hjá Örebro í Svíþjóð.Örebro „Arnar fer í leikina til að sækja og fer í leikina til að vinna þá. Á meðan Miloš er kannski örlítið varnarsinnaðri og örlítið passívari. Hann [Miloš] hugsar líka svolítið mikið um andstæðinginn og greinir hann kannski meira en sjálfan sig.“ „Arnar skoðar náttúrulega alltaf andstæðinginn og veit nákvæmlega hvað hann er að fara að gera, en leitar frekar leiða til að sigra þá með sóknarleik frekar en að reyna að koma í veg fyrir eitthvað.“ Rikki færði sig þá í næstu spurningu og henti Einari beint í djúpu laugina þegar hann spurði einfaldlega hvor þeirra væri betri þjálfari. „Arnar Gunnlaugsson,“ svaraði Einar án þess að hika. „Arnar Gunnlaugsson gæti þjálfað hvaða lið sem er á norðurlöndunum. Hann er svo faglegur og hefur þessi mannlegu samskipti líka. Hann er taktískt klókari en flestir sem ég hef hitt þannig hann myndi rúlla upp hvaða deild á norðurlöndunum sem er,“ sagði Einar að lokum. Klippa: Einar Guðna ræðir muninn á Arnari og Milos Víkingur og Malmö eigast við í sienni leik liðanna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu næstkomandi þriðjdag. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en útsendingin hefst klukkan 19:15. Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur sem fjallar fyrst og fremst um knattspyrnu og öllu henni tengdri bæði hér á landi sem og erlendis. Hægt er að nálgast allan þáttinn og kaupa áskrift af Þungavigtinni á tal.is/vigtin.
Þungavigtin Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira