Tveir dagar í EM: „Elti upp þjófa sem stálu takkaskónum okkar á Spáni árið 2006“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2022 11:00 Sif Atladóttir með aðdáendum á EM 2017 í Hollandi. Hún er nú mætt með íslenska landsliðinu á EM í Englandi. Getty/Charlotte Wilson Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins en Ísland hefur leik þann 10. júlí. Næst á dagskrá er varnarjaxlinn og reynsluboltinn Sif Atladóttir. Sif Atladóttur þarf vart að kynna fyrir nokkru mannsbarni enda verið hluti af íslenska landsliðinu í fleiri ár en hún vill eflaust viðurkenna. Alls hefur hún leikið 89 A-landsleiki en sá fyrsti kom árið 2007. Þá hefur Sif verið hluti af íslenska hópnum á öllum fjórum stórmótunum sem liðið hefur farið á. Sif, sem í dag spilar í Bestu deildinni með Selfossi, en hún hefur leikið með fimm liðum hér á landi. Hún hóf ferilinn með FH en fór þaðan í KR, Þrótt Reykjavík og Val áður en hún hélt til FC Saarbrücken í Þýskalandi árið 2010. Þar stoppaði hún stutt en ári síðar samdi hún við Kristianstad í Svíþjóð. Þar var hún í áratug og var sannkallaður máttarstólpi og á stóran þátt í þeirri uppbyggingu sem þar hefur átt sér stað. Sif leikur oftast í stöðu miðvarðar en leysir stöðu hægri bakvarðar með landsliðinu. Hún er hörð í horn að taka, gefur ekkert eftir og er þekkt fyrir sín þrumu innköst. Þá er vert að taka fram að Sif er dóttir Atla Eðvaldssonar heitins en hann lék á sínum tíma 70 A-landsleiki ásamt því að þjálfa liðið eftir að skórnir fóru upp á hillu. Fyrsti meistaraflokksleikur? 2000 fyrir FH Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Blanda af fólki. Þú lærir af öllum sem þú vinnur með ásamt því að ræða fótbolta við aðra. En segi Bjössi, Beta og fjölskyldan eru kannski þau stærstu. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Sissy that walk með RuPaul og Both með Todrick Hall. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já, Bjössi (eiginmaður), krakkarnir, mamma og Hafsteinn bónuspabbi, tengda fjölskyldan og fleiri. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Er með BS í Lýðheilsufræðum frá 2018, og er í Master í Sport Science. Er í starfi hjá Leikmannasamtökum Íslands (LSÍ) núna. Í hvernig skóm spilarðu? Puma Future. Uppáhalds lið í enska? Arsenal. Uppáhalds tölvuleikur? Súper Mario. Uppáhalds matur? Korean Taco ala Bjössi. Fyndnust í landsliðinu? Sveindís og Cecilía. Gáfuðust í landsliðinu? Elísa, Elín Metta og Sandra skipta þessu á milli sín. Óstundvísust í landsliðinu? Þær eru allar frekar on time. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Rölta um svæðið sem við erum á. Chilla inn á herbergjum og spjalla. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur: Ekki hugmynd. Átrúnaðargoð í æsku? Pabbi og Egill bróðir Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég elti upp þjófa sem stálu takkaskónum okkar á Spáni árið 2006 þegar við í Þrótti vorum í æfingaferð Fótbolti EM 2020 í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Sif Atladóttur þarf vart að kynna fyrir nokkru mannsbarni enda verið hluti af íslenska landsliðinu í fleiri ár en hún vill eflaust viðurkenna. Alls hefur hún leikið 89 A-landsleiki en sá fyrsti kom árið 2007. Þá hefur Sif verið hluti af íslenska hópnum á öllum fjórum stórmótunum sem liðið hefur farið á. Sif, sem í dag spilar í Bestu deildinni með Selfossi, en hún hefur leikið með fimm liðum hér á landi. Hún hóf ferilinn með FH en fór þaðan í KR, Þrótt Reykjavík og Val áður en hún hélt til FC Saarbrücken í Þýskalandi árið 2010. Þar stoppaði hún stutt en ári síðar samdi hún við Kristianstad í Svíþjóð. Þar var hún í áratug og var sannkallaður máttarstólpi og á stóran þátt í þeirri uppbyggingu sem þar hefur átt sér stað. Sif leikur oftast í stöðu miðvarðar en leysir stöðu hægri bakvarðar með landsliðinu. Hún er hörð í horn að taka, gefur ekkert eftir og er þekkt fyrir sín þrumu innköst. Þá er vert að taka fram að Sif er dóttir Atla Eðvaldssonar heitins en hann lék á sínum tíma 70 A-landsleiki ásamt því að þjálfa liðið eftir að skórnir fóru upp á hillu. Fyrsti meistaraflokksleikur? 2000 fyrir FH Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Blanda af fólki. Þú lærir af öllum sem þú vinnur með ásamt því að ræða fótbolta við aðra. En segi Bjössi, Beta og fjölskyldan eru kannski þau stærstu. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Sissy that walk með RuPaul og Both með Todrick Hall. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já, Bjössi (eiginmaður), krakkarnir, mamma og Hafsteinn bónuspabbi, tengda fjölskyldan og fleiri. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Er með BS í Lýðheilsufræðum frá 2018, og er í Master í Sport Science. Er í starfi hjá Leikmannasamtökum Íslands (LSÍ) núna. Í hvernig skóm spilarðu? Puma Future. Uppáhalds lið í enska? Arsenal. Uppáhalds tölvuleikur? Súper Mario. Uppáhalds matur? Korean Taco ala Bjössi. Fyndnust í landsliðinu? Sveindís og Cecilía. Gáfuðust í landsliðinu? Elísa, Elín Metta og Sandra skipta þessu á milli sín. Óstundvísust í landsliðinu? Þær eru allar frekar on time. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Rölta um svæðið sem við erum á. Chilla inn á herbergjum og spjalla. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur: Ekki hugmynd. Átrúnaðargoð í æsku? Pabbi og Egill bróðir Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég elti upp þjófa sem stálu takkaskónum okkar á Spáni árið 2006 þegar við í Þrótti vorum í æfingaferð
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira