Karólína Lea: Við vitum alveg hvernig Íslendingar eru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2022 09:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er spennt fyrir fyrsta Evrópumótinu sínu eins og fleiri í íslenska hópnum. Vísir/Vilhelm Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er kannski ung að árum en hún er komin til þýska stórliðsins Bayern München og í lykilhlutverk hjá íslenska landsliðinu. Í dag mun þessi tvítuga knattspyrnukona taka risastórt skref á ferlinum þegar hún spilar sinn fyrsta leik á EM. Ísland mætir Belgíu í dag og hefst leikurinn klukkan 16.00 að íslenskum tíma. „Stemmning er mjög góð og ekkert smá gaman að vera loksins komnar hingað. Það er búinn að vera draumur margra að fara á stórmót og það er gríðarlega gaman að vera komnar loksins,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þegar hún hitti blaðamenn á hóteli íslenska liðsins. „Það er draumur allra að komast á stórmót og þá sérstaklega að geta það með svona lítilli þjóð. Við höfum alveg miklar væntingar og vonandi gengur okkur eins og við viljum,“ sagði Karólína Lea. En er íslenska þjóðin að setja of mikla pressu á íslenska liðið fyrir þetta Evrópumót? „Nei, nei. Við vitum alveg hvernig Íslendingar eru og við setjum alltaf markið hátt. Við höfum fulla trú á því að við getum komist langt. Vonandi lendum við á okkar degi,“ sagði Karólína Lea. „Við ætlum að spila upp á okkar styrkleika og reyna að herja á þeirra veikleika,“ sagði Karólína Lea. „Belgía er með mjög sterkt lið en ég trúi því að ef við erum á okkar degi þá ættum við að geta unnið þær,“ sagði Karólína Lea en eru íslensku stelpurnar að fara að pressa þær belgísku hátt á vellinum. „Ég held að það komi meira í ljós í leiknum. Ég hef heyrt að þær séu svolítið líka Pólverjunum. Þær eru of mikið að horfa boltann og bakverðirnir þeirra elta kantana mikið. Það gæti því opnað svæði fyrir miðjumenn og bakverði. Þetta verður mjög spennandi að sjá,“ sagði Karólína Lea. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Í dag mun þessi tvítuga knattspyrnukona taka risastórt skref á ferlinum þegar hún spilar sinn fyrsta leik á EM. Ísland mætir Belgíu í dag og hefst leikurinn klukkan 16.00 að íslenskum tíma. „Stemmning er mjög góð og ekkert smá gaman að vera loksins komnar hingað. Það er búinn að vera draumur margra að fara á stórmót og það er gríðarlega gaman að vera komnar loksins,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þegar hún hitti blaðamenn á hóteli íslenska liðsins. „Það er draumur allra að komast á stórmót og þá sérstaklega að geta það með svona lítilli þjóð. Við höfum alveg miklar væntingar og vonandi gengur okkur eins og við viljum,“ sagði Karólína Lea. En er íslenska þjóðin að setja of mikla pressu á íslenska liðið fyrir þetta Evrópumót? „Nei, nei. Við vitum alveg hvernig Íslendingar eru og við setjum alltaf markið hátt. Við höfum fulla trú á því að við getum komist langt. Vonandi lendum við á okkar degi,“ sagði Karólína Lea. „Við ætlum að spila upp á okkar styrkleika og reyna að herja á þeirra veikleika,“ sagði Karólína Lea. „Belgía er með mjög sterkt lið en ég trúi því að ef við erum á okkar degi þá ættum við að geta unnið þær,“ sagði Karólína Lea en eru íslensku stelpurnar að fara að pressa þær belgísku hátt á vellinum. „Ég held að það komi meira í ljós í leiknum. Ég hef heyrt að þær séu svolítið líka Pólverjunum. Þær eru of mikið að horfa boltann og bakverðirnir þeirra elta kantana mikið. Það gæti því opnað svæði fyrir miðjumenn og bakverði. Þetta verður mjög spennandi að sjá,“ sagði Karólína Lea.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira