Sveindís Jane best en Glódís Perla og Karólína Lea ekki langt undan Íþróttadeild skrifar 10. júlí 2022 18:50 Bakverðir Belgíu réðu ekkert við Sveindísi Jane í dag. Vísir/Vilhelm Að mati Íþróttadeildar Vísis þá var Sveindís Jane Jónsdóttir besti leikmaður Íslands í dag er liðið gerði 1-1 jafntefli við Belgíu í fyrsta leik Evrópumóts kvenna í fótbolta. Þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru ekki langt þar á eftir. Almennt átti íslenska liðið góðan dag en því miður féll þetta ekki með Íslandi í dag. Fyrri hálfleikur var stál í stál en íslenska liðið var þó alltaf með yfirhöndina. Það mátti snemma sjá að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt og fyrri hálfleikur eftir því. Íslenska liðið var þó sterkara og fékk vítaspyrnu eftir rúman hálftíma eftir að boltinn fór í hönd varnarmanns Belgíu. Berglind Björg Þorvaldsdóttir fór á punktinn en Nicky Evrard, markvörður Belgíu las hana eins og opna bók. Berglind Björg átti þó eftir að bæta upp fyrir klúðrið en staðan var markalaus er flautað var til hálfleiks. Í þeim síðari fór Karólína Lea einkar illa með varnarmann belgíska liðsins áður en hún gaf frábæra sendingu yfir á fjærstöngina þar sem refurinn Berglind Björg og skallaði boltann í netið. Staðan orðin 1-0 og Ísland með öll völd á vellinum. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir braut klaufalega af sér innan vítateigs þegar 25 mínútur lifðu leiks. Justine Vanhaevermaet skoraði af miklu öryggi og staðan 1-1. Eftir það átti Belgía sinn besta kafla í leiknum en íslenska vörnin stóðst áhlaupið og ógnaði verulega undir lok leiks. Það var hins vegar of lítið of seint og því lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Einkannir íslenska liðsins má sjá hér að neðan. Byrjunarlið Sandra Sigurðardóttir, markvörður 8 Lítið að gera framan af hennar fyrsta leik á stórmóti en var mjög örugg í öllum sínum aðgerðum. Fór í rangt horn í vítaspyrnunni en það er ekki hægt að gagnrýna markvörð fyrir það. Varði mjög vel undir lok leiks þegar Tessa Wullaert gerði sig líklega til að skora enn eitt landsliðsmarkið. Sandra getur verið stolt af sínum fyrsta leik á stórmóti. Sif Atladóttir, hægri bakvörður 7 Sterk varnarlega og örugg í sínum aðgerðum en bauð ekki upp á mikið sóknarlega. Var oft tæp í fyrri hálfleik en bjargaði sér á reynslunni. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 8 Annar landsleikur, önnur topp frammistaða hjá Glódísi. Varðist vel, skilaði boltanum að venju vel frá sér og stýrði vörn Íslands eins og herforingi. Við vitum hvað Glódís Perla getur og hún heldur áfram að sýna það leik eftir leik. Guðrún Arnardóttir, miðvörður 7 Örugg í öllum sínum aðgerðum. Ekki að sjá að hún væri stressuð í sínum fyrsta leik á stórmóti. Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 6 Oft látið meira að sér kveða í sókninni en lenti ekki í miklum vandræðum í vörninni. Traust frammistaða hjá Skagakonunni en betur má ef duga skal. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 7 Barðist um hvern einasta bolta, vann sinn skerf af skalla boltum og var stór ástæða þess að Ísland var með yfirhöndina á miðjunni. Mögulega ósanngjörn gagnrýni en hefði mátt ógna meira í föstum leikatriðum en mörg þeirra litu út fyrir að eiga enda á kollinum á henni. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Hefur oft átt betri leiki. Barðist eins og ljón frá upphafi til enda en baráttan á miðjunni var gríðarleg í dag. Braut hins vegar klaufalega af sér í vítaspyrnunni sem kom Belgíu inn í leikinn á nýjan leik. Sara Björk Gunnarsdóttir (fyrirliði), miðjumaður 6 Ekki alveg sú Sara Björk sem maður er vanur að sjá í íslensku treyjunni enda leikformið ekki mikið. Var tekin af velli þegar þreytan var farin að segja til sín. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, hægri kantmaður 8 Gríðarlega mikilvæg þessu íslenska liði. Finnur sig betur á miðjunni en getur einnig leyst stöðu kantmanns. Skapaði mikinn usla með föstu leikatriðum sínum og átti svo hreint út sagt stórkostlega stoðsendingu í marki Berglindar Björgu. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður 8 (Maður leiksins) Eitt helsta sóknarvopn Íslands. Ógnaði ítrekað með hraða sínum og krafti. Var einkar óheppin að skora ekki í síðari hálfleik. Vantaði mögulega aðeins betri sendingar þegar hún komst í hættulegar stöður en hefur eflaust séð til þess að bakverðir Belgíu munu eiga erfitt með svefn næstu daga og vikur. The @VisaUK Player of the Match is... Sveindís Jónsdóttir #WEURO2022 | #WEUROPOTM pic.twitter.com/Tw3zpKFteH— UEFA Women's EURO 2022 (@WEURO2022) July 10, 2022 Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji 7 Spilaði vel og mun taka sinn skerf af fyrirsögnum. Brenndi af vítaspyrnu í fyrri hálfleik þar sem ljóst var að stressið tók yfir en bætti upp fyrir það í síðari hálfleik þegar hún sýndi hversu mikill refur í teignum hún er. Varamenn Svava Rós Guðmundsdóttir, framherji 6 - Kom inn fyrir Bergindi Björgu á 71. mínútu. Var smá tíma að finna taktinn en ógnaði duglega undir lok leiks. Það var því miður of lítið of seint. Agla María Albertsdóttir, kantmaður - Kom inn fyrir fyrir Söru Björk á 86. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður - Kom inn fyrir Karólínu Leu á 91. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta dettur með okkur í næsta leik“ „Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta. 10. júlí 2022 18:15 „Ég þurfti bara að vinna upp fyrir þetta klúður“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands á EM 2022 í 1-1 jafntefli liðsins gegn Belgíu í opnunarleik D-riðils. Hún nætti þá upp fyrir vítaspyrnu sem hún lét verja frá sér í fyrri hálfleik og segir það hafa verið mikinn létti. 10. júlí 2022 18:45 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Fyrri hálfleikur var stál í stál en íslenska liðið var þó alltaf með yfirhöndina. Það mátti snemma sjá að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt og fyrri hálfleikur eftir því. Íslenska liðið var þó sterkara og fékk vítaspyrnu eftir rúman hálftíma eftir að boltinn fór í hönd varnarmanns Belgíu. Berglind Björg Þorvaldsdóttir fór á punktinn en Nicky Evrard, markvörður Belgíu las hana eins og opna bók. Berglind Björg átti þó eftir að bæta upp fyrir klúðrið en staðan var markalaus er flautað var til hálfleiks. Í þeim síðari fór Karólína Lea einkar illa með varnarmann belgíska liðsins áður en hún gaf frábæra sendingu yfir á fjærstöngina þar sem refurinn Berglind Björg og skallaði boltann í netið. Staðan orðin 1-0 og Ísland með öll völd á vellinum. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir braut klaufalega af sér innan vítateigs þegar 25 mínútur lifðu leiks. Justine Vanhaevermaet skoraði af miklu öryggi og staðan 1-1. Eftir það átti Belgía sinn besta kafla í leiknum en íslenska vörnin stóðst áhlaupið og ógnaði verulega undir lok leiks. Það var hins vegar of lítið of seint og því lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Einkannir íslenska liðsins má sjá hér að neðan. Byrjunarlið Sandra Sigurðardóttir, markvörður 8 Lítið að gera framan af hennar fyrsta leik á stórmóti en var mjög örugg í öllum sínum aðgerðum. Fór í rangt horn í vítaspyrnunni en það er ekki hægt að gagnrýna markvörð fyrir það. Varði mjög vel undir lok leiks þegar Tessa Wullaert gerði sig líklega til að skora enn eitt landsliðsmarkið. Sandra getur verið stolt af sínum fyrsta leik á stórmóti. Sif Atladóttir, hægri bakvörður 7 Sterk varnarlega og örugg í sínum aðgerðum en bauð ekki upp á mikið sóknarlega. Var oft tæp í fyrri hálfleik en bjargaði sér á reynslunni. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 8 Annar landsleikur, önnur topp frammistaða hjá Glódísi. Varðist vel, skilaði boltanum að venju vel frá sér og stýrði vörn Íslands eins og herforingi. Við vitum hvað Glódís Perla getur og hún heldur áfram að sýna það leik eftir leik. Guðrún Arnardóttir, miðvörður 7 Örugg í öllum sínum aðgerðum. Ekki að sjá að hún væri stressuð í sínum fyrsta leik á stórmóti. Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 6 Oft látið meira að sér kveða í sókninni en lenti ekki í miklum vandræðum í vörninni. Traust frammistaða hjá Skagakonunni en betur má ef duga skal. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 7 Barðist um hvern einasta bolta, vann sinn skerf af skalla boltum og var stór ástæða þess að Ísland var með yfirhöndina á miðjunni. Mögulega ósanngjörn gagnrýni en hefði mátt ógna meira í föstum leikatriðum en mörg þeirra litu út fyrir að eiga enda á kollinum á henni. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Hefur oft átt betri leiki. Barðist eins og ljón frá upphafi til enda en baráttan á miðjunni var gríðarleg í dag. Braut hins vegar klaufalega af sér í vítaspyrnunni sem kom Belgíu inn í leikinn á nýjan leik. Sara Björk Gunnarsdóttir (fyrirliði), miðjumaður 6 Ekki alveg sú Sara Björk sem maður er vanur að sjá í íslensku treyjunni enda leikformið ekki mikið. Var tekin af velli þegar þreytan var farin að segja til sín. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, hægri kantmaður 8 Gríðarlega mikilvæg þessu íslenska liði. Finnur sig betur á miðjunni en getur einnig leyst stöðu kantmanns. Skapaði mikinn usla með föstu leikatriðum sínum og átti svo hreint út sagt stórkostlega stoðsendingu í marki Berglindar Björgu. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður 8 (Maður leiksins) Eitt helsta sóknarvopn Íslands. Ógnaði ítrekað með hraða sínum og krafti. Var einkar óheppin að skora ekki í síðari hálfleik. Vantaði mögulega aðeins betri sendingar þegar hún komst í hættulegar stöður en hefur eflaust séð til þess að bakverðir Belgíu munu eiga erfitt með svefn næstu daga og vikur. The @VisaUK Player of the Match is... Sveindís Jónsdóttir #WEURO2022 | #WEUROPOTM pic.twitter.com/Tw3zpKFteH— UEFA Women's EURO 2022 (@WEURO2022) July 10, 2022 Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji 7 Spilaði vel og mun taka sinn skerf af fyrirsögnum. Brenndi af vítaspyrnu í fyrri hálfleik þar sem ljóst var að stressið tók yfir en bætti upp fyrir það í síðari hálfleik þegar hún sýndi hversu mikill refur í teignum hún er. Varamenn Svava Rós Guðmundsdóttir, framherji 6 - Kom inn fyrir Bergindi Björgu á 71. mínútu. Var smá tíma að finna taktinn en ógnaði duglega undir lok leiks. Það var því miður of lítið of seint. Agla María Albertsdóttir, kantmaður - Kom inn fyrir fyrir Söru Björk á 86. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður - Kom inn fyrir Karólínu Leu á 91. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta dettur með okkur í næsta leik“ „Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta. 10. júlí 2022 18:15 „Ég þurfti bara að vinna upp fyrir þetta klúður“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands á EM 2022 í 1-1 jafntefli liðsins gegn Belgíu í opnunarleik D-riðils. Hún nætti þá upp fyrir vítaspyrnu sem hún lét verja frá sér í fyrri hálfleik og segir það hafa verið mikinn létti. 10. júlí 2022 18:45 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
„Þetta dettur með okkur í næsta leik“ „Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta. 10. júlí 2022 18:15
„Ég þurfti bara að vinna upp fyrir þetta klúður“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands á EM 2022 í 1-1 jafntefli liðsins gegn Belgíu í opnunarleik D-riðils. Hún nætti þá upp fyrir vítaspyrnu sem hún lét verja frá sér í fyrri hálfleik og segir það hafa verið mikinn létti. 10. júlí 2022 18:45