„Gríðarlega svekkt að fara úr þessum leik með eitt stig“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júlí 2022 19:20 Glódís Perla var frábær í hjarta varnar íslenska liðsins. Vísir/Vilhelm „Við vorum klárlega betra liðið og fáum færi til að klára þennan leik. Er eiginlega gríðarlega svekkt að fara úr þessum leik með eitt stig,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir eftir 1-1 jafntefli Íslands og Belgíu fyrr í dag. Glódís Perla var að venju frábær í hjarta íslensku varnarinnar er liðið gerði jafntefli við Belgíu í fyrsta leik sínum á Evrópumóti kvenna í fótbolta sem nú fer fram í Englandi. Svekkjandi niðurstaða þar sem íslenska liðið var mun sterkara á löngum köflum. Mark Belga kom úr vítaspyrnu og var Glódís Perla næst spurð út í brotið sem leiddi til vítaspyrnunnar. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. „Ég sé þetta ekki nægilega vel, það er rosalega mikið af fólki fyrir framan mig. Fyrst við erum með VAR (í. myndbandsdómgæslu) þá ætla ég að giska á þetta hafi verið rétt ákvörðun. Gríðarlega svekkjandi samt sem áður, við komum okkur í vonda stöðu þar sem boltinn er skoppandi inn í teig.“ „Þetta víti, það hefði getað verið hendi eða eitthvað annað en við eigum að geta hreinsað boltann betur þannig að við lendum ekki í þessu. Við áttum að klára þetta sjálfar þrátt fyrir þetta víti.“ „Þetta er fyrsti af þremur leikjum og þeir telja allir jafn mikið. Við förum með eitt stig með okkur áfram sem er flott byrjun. Nú þurfum við að taka með okkur það sem gekk vel í þessum leik yfir í næsta leik og vinna hann.“ Að endingu var Glódís Perla spurð út í varnarlínu Íslands og hversu sátt hún væri með frammistöðu þeirra. „Ekki bara mér við hlið heldur líka fram á við heldur líka fram á við. Það eru í rauninni þær sem eru fyrir framan okkur sem eru að vinna boltann oftast og vinna gríðarlega mikla grunnvarnarvinnu sem skilar miklu.“ „Þær eru að hlaupa gríðarlega vegalengdir til að verja svæði, þær voru að spila mjög vel í dag og Belgía var ekki að komast í neinar hættulegar stöður fyrir framan okkur í vörninni þannig að jú við tókum það sem datt í gegn en þær fyrir framan eiga klárlega skilið mikið hrós fyrir flottan varnarleik.“ Klippa: Glódís Perla eftir leik Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Þorsteinn: Auðvitað voru þær allar fúlar og vonsviknar að vinna ekki leikinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, lagði áherslu á að allt væri enn opið fyrir íslenska stelpurnar á þessu Evrópumóti þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn á blaðamannafundi eftir leikinn. 10. júlí 2022 19:08 „Ég þurfti bara að vinna upp fyrir þetta klúður“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands á EM 2022 í 1-1 jafntefli liðsins gegn Belgíu í opnunarleik D-riðils. Hún nætti þá upp fyrir vítaspyrnu sem hún lét verja frá sér í fyrri hálfleik og segir það hafa verið mikinn létti. 10. júlí 2022 18:45 „Þetta dettur með okkur í næsta leik“ „Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta. 10. júlí 2022 18:15 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Sjá meira
Glódís Perla var að venju frábær í hjarta íslensku varnarinnar er liðið gerði jafntefli við Belgíu í fyrsta leik sínum á Evrópumóti kvenna í fótbolta sem nú fer fram í Englandi. Svekkjandi niðurstaða þar sem íslenska liðið var mun sterkara á löngum köflum. Mark Belga kom úr vítaspyrnu og var Glódís Perla næst spurð út í brotið sem leiddi til vítaspyrnunnar. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. „Ég sé þetta ekki nægilega vel, það er rosalega mikið af fólki fyrir framan mig. Fyrst við erum með VAR (í. myndbandsdómgæslu) þá ætla ég að giska á þetta hafi verið rétt ákvörðun. Gríðarlega svekkjandi samt sem áður, við komum okkur í vonda stöðu þar sem boltinn er skoppandi inn í teig.“ „Þetta víti, það hefði getað verið hendi eða eitthvað annað en við eigum að geta hreinsað boltann betur þannig að við lendum ekki í þessu. Við áttum að klára þetta sjálfar þrátt fyrir þetta víti.“ „Þetta er fyrsti af þremur leikjum og þeir telja allir jafn mikið. Við förum með eitt stig með okkur áfram sem er flott byrjun. Nú þurfum við að taka með okkur það sem gekk vel í þessum leik yfir í næsta leik og vinna hann.“ Að endingu var Glódís Perla spurð út í varnarlínu Íslands og hversu sátt hún væri með frammistöðu þeirra. „Ekki bara mér við hlið heldur líka fram á við heldur líka fram á við. Það eru í rauninni þær sem eru fyrir framan okkur sem eru að vinna boltann oftast og vinna gríðarlega mikla grunnvarnarvinnu sem skilar miklu.“ „Þær eru að hlaupa gríðarlega vegalengdir til að verja svæði, þær voru að spila mjög vel í dag og Belgía var ekki að komast í neinar hættulegar stöður fyrir framan okkur í vörninni þannig að jú við tókum það sem datt í gegn en þær fyrir framan eiga klárlega skilið mikið hrós fyrir flottan varnarleik.“ Klippa: Glódís Perla eftir leik
Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Þorsteinn: Auðvitað voru þær allar fúlar og vonsviknar að vinna ekki leikinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, lagði áherslu á að allt væri enn opið fyrir íslenska stelpurnar á þessu Evrópumóti þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn á blaðamannafundi eftir leikinn. 10. júlí 2022 19:08 „Ég þurfti bara að vinna upp fyrir þetta klúður“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands á EM 2022 í 1-1 jafntefli liðsins gegn Belgíu í opnunarleik D-riðils. Hún nætti þá upp fyrir vítaspyrnu sem hún lét verja frá sér í fyrri hálfleik og segir það hafa verið mikinn létti. 10. júlí 2022 18:45 „Þetta dettur með okkur í næsta leik“ „Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta. 10. júlí 2022 18:15 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Sjá meira
Þorsteinn: Auðvitað voru þær allar fúlar og vonsviknar að vinna ekki leikinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, lagði áherslu á að allt væri enn opið fyrir íslenska stelpurnar á þessu Evrópumóti þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn á blaðamannafundi eftir leikinn. 10. júlí 2022 19:08
„Ég þurfti bara að vinna upp fyrir þetta klúður“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands á EM 2022 í 1-1 jafntefli liðsins gegn Belgíu í opnunarleik D-riðils. Hún nætti þá upp fyrir vítaspyrnu sem hún lét verja frá sér í fyrri hálfleik og segir það hafa verið mikinn létti. 10. júlí 2022 18:45
„Þetta dettur með okkur í næsta leik“ „Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta. 10. júlí 2022 18:15