„Gríðarlega svekkt að fara úr þessum leik með eitt stig“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júlí 2022 19:20 Glódís Perla var frábær í hjarta varnar íslenska liðsins. Vísir/Vilhelm „Við vorum klárlega betra liðið og fáum færi til að klára þennan leik. Er eiginlega gríðarlega svekkt að fara úr þessum leik með eitt stig,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir eftir 1-1 jafntefli Íslands og Belgíu fyrr í dag. Glódís Perla var að venju frábær í hjarta íslensku varnarinnar er liðið gerði jafntefli við Belgíu í fyrsta leik sínum á Evrópumóti kvenna í fótbolta sem nú fer fram í Englandi. Svekkjandi niðurstaða þar sem íslenska liðið var mun sterkara á löngum köflum. Mark Belga kom úr vítaspyrnu og var Glódís Perla næst spurð út í brotið sem leiddi til vítaspyrnunnar. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. „Ég sé þetta ekki nægilega vel, það er rosalega mikið af fólki fyrir framan mig. Fyrst við erum með VAR (í. myndbandsdómgæslu) þá ætla ég að giska á þetta hafi verið rétt ákvörðun. Gríðarlega svekkjandi samt sem áður, við komum okkur í vonda stöðu þar sem boltinn er skoppandi inn í teig.“ „Þetta víti, það hefði getað verið hendi eða eitthvað annað en við eigum að geta hreinsað boltann betur þannig að við lendum ekki í þessu. Við áttum að klára þetta sjálfar þrátt fyrir þetta víti.“ „Þetta er fyrsti af þremur leikjum og þeir telja allir jafn mikið. Við förum með eitt stig með okkur áfram sem er flott byrjun. Nú þurfum við að taka með okkur það sem gekk vel í þessum leik yfir í næsta leik og vinna hann.“ Að endingu var Glódís Perla spurð út í varnarlínu Íslands og hversu sátt hún væri með frammistöðu þeirra. „Ekki bara mér við hlið heldur líka fram á við heldur líka fram á við. Það eru í rauninni þær sem eru fyrir framan okkur sem eru að vinna boltann oftast og vinna gríðarlega mikla grunnvarnarvinnu sem skilar miklu.“ „Þær eru að hlaupa gríðarlega vegalengdir til að verja svæði, þær voru að spila mjög vel í dag og Belgía var ekki að komast í neinar hættulegar stöður fyrir framan okkur í vörninni þannig að jú við tókum það sem datt í gegn en þær fyrir framan eiga klárlega skilið mikið hrós fyrir flottan varnarleik.“ Klippa: Glódís Perla eftir leik Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Þorsteinn: Auðvitað voru þær allar fúlar og vonsviknar að vinna ekki leikinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, lagði áherslu á að allt væri enn opið fyrir íslenska stelpurnar á þessu Evrópumóti þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn á blaðamannafundi eftir leikinn. 10. júlí 2022 19:08 „Ég þurfti bara að vinna upp fyrir þetta klúður“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands á EM 2022 í 1-1 jafntefli liðsins gegn Belgíu í opnunarleik D-riðils. Hún nætti þá upp fyrir vítaspyrnu sem hún lét verja frá sér í fyrri hálfleik og segir það hafa verið mikinn létti. 10. júlí 2022 18:45 „Þetta dettur með okkur í næsta leik“ „Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta. 10. júlí 2022 18:15 Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Glódís Perla var að venju frábær í hjarta íslensku varnarinnar er liðið gerði jafntefli við Belgíu í fyrsta leik sínum á Evrópumóti kvenna í fótbolta sem nú fer fram í Englandi. Svekkjandi niðurstaða þar sem íslenska liðið var mun sterkara á löngum köflum. Mark Belga kom úr vítaspyrnu og var Glódís Perla næst spurð út í brotið sem leiddi til vítaspyrnunnar. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. „Ég sé þetta ekki nægilega vel, það er rosalega mikið af fólki fyrir framan mig. Fyrst við erum með VAR (í. myndbandsdómgæslu) þá ætla ég að giska á þetta hafi verið rétt ákvörðun. Gríðarlega svekkjandi samt sem áður, við komum okkur í vonda stöðu þar sem boltinn er skoppandi inn í teig.“ „Þetta víti, það hefði getað verið hendi eða eitthvað annað en við eigum að geta hreinsað boltann betur þannig að við lendum ekki í þessu. Við áttum að klára þetta sjálfar þrátt fyrir þetta víti.“ „Þetta er fyrsti af þremur leikjum og þeir telja allir jafn mikið. Við förum með eitt stig með okkur áfram sem er flott byrjun. Nú þurfum við að taka með okkur það sem gekk vel í þessum leik yfir í næsta leik og vinna hann.“ Að endingu var Glódís Perla spurð út í varnarlínu Íslands og hversu sátt hún væri með frammistöðu þeirra. „Ekki bara mér við hlið heldur líka fram á við heldur líka fram á við. Það eru í rauninni þær sem eru fyrir framan okkur sem eru að vinna boltann oftast og vinna gríðarlega mikla grunnvarnarvinnu sem skilar miklu.“ „Þær eru að hlaupa gríðarlega vegalengdir til að verja svæði, þær voru að spila mjög vel í dag og Belgía var ekki að komast í neinar hættulegar stöður fyrir framan okkur í vörninni þannig að jú við tókum það sem datt í gegn en þær fyrir framan eiga klárlega skilið mikið hrós fyrir flottan varnarleik.“ Klippa: Glódís Perla eftir leik
Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Þorsteinn: Auðvitað voru þær allar fúlar og vonsviknar að vinna ekki leikinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, lagði áherslu á að allt væri enn opið fyrir íslenska stelpurnar á þessu Evrópumóti þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn á blaðamannafundi eftir leikinn. 10. júlí 2022 19:08 „Ég þurfti bara að vinna upp fyrir þetta klúður“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands á EM 2022 í 1-1 jafntefli liðsins gegn Belgíu í opnunarleik D-riðils. Hún nætti þá upp fyrir vítaspyrnu sem hún lét verja frá sér í fyrri hálfleik og segir það hafa verið mikinn létti. 10. júlí 2022 18:45 „Þetta dettur með okkur í næsta leik“ „Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta. 10. júlí 2022 18:15 Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Þorsteinn: Auðvitað voru þær allar fúlar og vonsviknar að vinna ekki leikinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, lagði áherslu á að allt væri enn opið fyrir íslenska stelpurnar á þessu Evrópumóti þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn á blaðamannafundi eftir leikinn. 10. júlí 2022 19:08
„Ég þurfti bara að vinna upp fyrir þetta klúður“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands á EM 2022 í 1-1 jafntefli liðsins gegn Belgíu í opnunarleik D-riðils. Hún nætti þá upp fyrir vítaspyrnu sem hún lét verja frá sér í fyrri hálfleik og segir það hafa verið mikinn létti. 10. júlí 2022 18:45
„Þetta dettur með okkur í næsta leik“ „Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta. 10. júlí 2022 18:15