Handbolti

Íslendingar töpuðu fyrir Þjóðverjum með átta mörkum

Atli Arason skrifar
Símon Michael Guðjónsson var markahæsti leikmaður landsliðsins gegn Þjóðverjum. Símon er leikmaður HK í Olís-deildinni.
Símon Michael Guðjónsson var markahæsti leikmaður landsliðsins gegn Þjóðverjum. Símon er leikmaður HK í Olís-deildinni. mynd/stöð 2 sport

Íslenska U20 landslið karla í handbolta tapaði með átta mörkum gegn Þjóðverjum á Evrópumótinu í Portó fyrr í dag, 35-27.

Með ósigrinum er ljóst að íslenska liðið kemst ekki upp úr riðli sinum í hóp átta bestu liðanna á EM en Ísland endar í neðsta sæti riðilsins og mun því keppast um 9. til 16. sæti mótsins.

Símon Michael Guðjónsson var markahæsti leikmaður Íslands með 5 mörk.

Ísland fer stigalaust í milliriðill með Svartfjallalandi, Ítalíu og Króatíu. Næsti leikur liðsins er gegn Svartfjallalandi þann 12. júlí.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara koma frá HSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×