Talið að De Jong sé tilbúinn að fara til Manchester fái hann launin sín greidd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júlí 2022 10:30 Frenkie de Jong virðist vera tilbúinn að skipta út Katalóníu fyrir Manchester. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Áfram ríkir alger pattstaða varðandi stöðu Frenkie de Jong en Manchester United telur sig hafa fengið staðfestingu á því að leikmaðurinn sé tilbúinn að ganga í raðir liðsins þegar hann hafi fengið öll sín laun greidd hjá Barcelona. Félagaskiptasaga sumarsins er að þessu sinni Frenkie de Jong, miðjumaður Barcelona og hollenska landsliðsins, og Manchester United. Erik ten Hag, nýráðinn þjálfari Man United, hefur ekkert farið í grafgötur með ást sína á Frenkie en þeir unnu saman hjá Ajax áður en Barcelona keypti hann á dágóða summu sumarið 2019. Í síðustu viku kom í ljós að De Jong á inni dágóða summu hjá Barcelona þar sem félagið gat ekki borgað öll hans laun á meðan kórónufaraldurinn geysaði sem hæst. Þá hefur sú saga gengið um netheima að Barca vilji halda leikmanninum en aðeins ef hann skrifar undir nýjan samning á lægri launum. Samkvæmt heimildum The Telegraph telur Man United sig hafa fengið staðfestingu á því að De Jong mæti til Manchester-borgar fari svo að hann fái launin sín greidd í Katalóníu. Virðist sem Ten Hag sé tilbúinn að sleppa því að fjárfesta í djúpum miðjumanni í sumar þar sem hann trúir því að Frenkie verði leikmaður liðsins áður en langt um líður. #MUFC have been given assurances Frenkie de Jong open to move if Barca pay issue can be resolved. Club hoping Christian Eriksen will become second summer signing later in week once worked through stringent medical. Ronaldo/tour situation https://t.co/kJ7H5URtV7— James Ducker (@TelegraphDucker) July 11, 2022 Man United vantar sárlega djúpan miðjumann og hefur verið orðað við Lisandro Martinez, leikmann sem Ten Hag þekkir vel en hann lék undir hans stjórn hjá Ajax. Sem stendur er vinstri bakvörðurinn Tyrell Malacia eini leikmaðurinn sem Man Utd hefur fengi í sínar raðir í sumar en búist er við að Christian Eriksen skrifi undir í vikunni. Danski miðjumaðurinn þarf að undirgangast töluvert strangari læknisrannsókn en aðrir leikmenn eftir atvikið á EM 2020. Gangi það ekki eftir gæti farið svo að Tyrell Malacia verði einu kaup félagsins í sumar en áður en hann var látinn fara sagði Ralf Rangnick – þjálfari Man Utd á síðustu leiktíð – að félagið þyrfti að lágmarki 4-5 nýja leikmenn í sumar. Það virðist ekki ætla að ganga eftir. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Félagaskiptasaga sumarsins er að þessu sinni Frenkie de Jong, miðjumaður Barcelona og hollenska landsliðsins, og Manchester United. Erik ten Hag, nýráðinn þjálfari Man United, hefur ekkert farið í grafgötur með ást sína á Frenkie en þeir unnu saman hjá Ajax áður en Barcelona keypti hann á dágóða summu sumarið 2019. Í síðustu viku kom í ljós að De Jong á inni dágóða summu hjá Barcelona þar sem félagið gat ekki borgað öll hans laun á meðan kórónufaraldurinn geysaði sem hæst. Þá hefur sú saga gengið um netheima að Barca vilji halda leikmanninum en aðeins ef hann skrifar undir nýjan samning á lægri launum. Samkvæmt heimildum The Telegraph telur Man United sig hafa fengið staðfestingu á því að De Jong mæti til Manchester-borgar fari svo að hann fái launin sín greidd í Katalóníu. Virðist sem Ten Hag sé tilbúinn að sleppa því að fjárfesta í djúpum miðjumanni í sumar þar sem hann trúir því að Frenkie verði leikmaður liðsins áður en langt um líður. #MUFC have been given assurances Frenkie de Jong open to move if Barca pay issue can be resolved. Club hoping Christian Eriksen will become second summer signing later in week once worked through stringent medical. Ronaldo/tour situation https://t.co/kJ7H5URtV7— James Ducker (@TelegraphDucker) July 11, 2022 Man United vantar sárlega djúpan miðjumann og hefur verið orðað við Lisandro Martinez, leikmann sem Ten Hag þekkir vel en hann lék undir hans stjórn hjá Ajax. Sem stendur er vinstri bakvörðurinn Tyrell Malacia eini leikmaðurinn sem Man Utd hefur fengi í sínar raðir í sumar en búist er við að Christian Eriksen skrifi undir í vikunni. Danski miðjumaðurinn þarf að undirgangast töluvert strangari læknisrannsókn en aðrir leikmenn eftir atvikið á EM 2020. Gangi það ekki eftir gæti farið svo að Tyrell Malacia verði einu kaup félagsins í sumar en áður en hann var látinn fara sagði Ralf Rangnick – þjálfari Man Utd á síðustu leiktíð – að félagið þyrfti að lágmarki 4-5 nýja leikmenn í sumar. Það virðist ekki ætla að ganga eftir.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira