The Athletic greinir frá að fresta hafi þurft æfingu svissneska liðsins í dag en það mætir Svíþjóð á miðvikudag. Ástæðan er sú að stór hluti leikmannahópsins og enn stærri hluti starfsliðs Sviss eru með magakveisu.
Switzerland s training session on Monday was cancelled due to eight players and 11 staff members reporting stomach problems.#WEURO2022https://t.co/GLzbPcxyhq
— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 11, 2022
Þetta staðfesti fjölmiðlafulltrúi liðsins svo er Athletic spurðist fyrir. Talað er um vandræði í meltingavegi en ekki var farið í nánari útskýringar. Þá var enginn leikmaður né starfsmaður nefndur á nafn. Sviss er með búðir í Leeds og virðist sem maturinn þar sé ekki upp á marga fiska.
Eftir að gera 2-2 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik sínum á EM þá mætir Sviss gríðarlega öflugu liði Svíþjóðar á miðvikudag. Það verður því að segjast að magakveisan gæti ekki hafa komið á verri tíma en þetta gerir allan undirbúning fyrir leik vikunnar gríðarlega erfiðan.