Að vera hinsegin Hrafnkell Karlsson skrifar 11. júlí 2022 12:00 Ég hef alltaf talið mér trú um að ég sé heppinn að búa á Íslandi. Miðað við mörg önnur lönd þá er það rétt, ég á meiri réttindi hér en í mörgum öðrum löndum, ég má gifta mig, vera í sambúð, ættleiða og eiga hamingjusamt líf, þrátt fyrir að vera hinsegin. Lagalega séð er Ísland á góðum stað en lagaleg réttindi eru yfirborðskennd ef samfélagið stendur ekki vörð um þau. Hvað varðar félagsleg viðhorf og fordóma í samfélaginu þá lítur út fyrir að myndin sé önnur og hafi því miður farið versnandi. Flest fólk hefur núna heyrt af nýju trendi þar sem einstaklingar og hópar veitast að hinsegin fólki með því að gelta á það. Þetta áreiti hefur þann eina tilgang að svipta hinsegin fólk mennsku sinni. Þann níunda júlí síðastliðin voru samkynja hjón að fagna brúðkaupsafmæli sínu þegar hópur karla tók að gelta á þá. Fullorðnir karlar á þrítugsaldri. Einn þeirra sagði síðan: „Það á að gelta á þessi helvíti.“ Þetta er ekki einsdæmi. Áreitið er orðið svo slæmt að hópar af hinsegin unglingum forðast að fara ein út úr húsi. Þessi sömu ungmenni fá þau komment að þau séu ekki einu sinni manneskjur fyrir það eina að vera sönn sjálfum sér og sýna með stolti hinseginleika sinn. Þeim er hrint aftur inn í skápinn. Maður myndi halda að þetta áreiti ætti sér einungis stað utan veggja skóla og börn fengju að vera örugg í skólunum en annað hefur komið í ljós. Það hryggði mig mjög þegar ég las yfir þessa tölfræði í skýrslunni Könnun á líðan hinsegin ungmenna í skólaumhverfi sem Samtökin ‘78 birtu. Ég óskaði, vonaðist eftir að þetta hefði breyst frá því að ég var sjálfur í skápnum fyrir um áratug síðan og orðfærið sem beint var gegn mér heyrði sögunni til. Ég vil renna aðeins yfir þessa tölfræði sem smá reality check eins og maður segir á góðri ensku: - Þriðjungur hinsegin nemenda greindi frá því að finna til óöryggis í skólanum síðasta árið vegna kynhneigðar sinnar. - Fimmtungur fann til óöryggis vegna kyntjáningar sinnar. - Næstum þriðjungur hinsegin nemenda (32,2%) hafði verið áreitt munnlega vegna kynhneigðar sinnar. - Fjórðungur hinsegin nemenda (25,9%) voru áreitt munnlega vegna kyntjáningar sinnar. - 12,6% hinsegin nemenda höfðu verið áreitt líkamlega vegna kynhneigðar sinnar. - 6,2% höfðu verið líkamlega áreitt vegna kyngervis síns og 5,3% vegna kyntjáningar sinnar. Þessi tölfræði ætti auðvitað að vera 0% í alla staði. Það er greinilega eitthvað sem virkar ekki ef þetta hefur haldið áfram og jafnvel versnað síðan ég var lítill skápahommi fyrir áratug síðan. Þessar sögur staðfesta að það er mikil vinna eftir, við sem erum hinsegin erum líka mennsk, við eigum skilið að vera elskuð, eigum skilið að geta labbað um göturnar án þess að vera munnlega og líkamlega áreitt. Við eigum skilið að vera sýnileg og stolt af okkur sjálfum eins og allt fólk á skilið að vera stolt af sér sama hvaða samfélagshópum það tilheyrir. Við eigum skilið að vera til. Höfundur er stoltur hinsegin Hafnfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf talið mér trú um að ég sé heppinn að búa á Íslandi. Miðað við mörg önnur lönd þá er það rétt, ég á meiri réttindi hér en í mörgum öðrum löndum, ég má gifta mig, vera í sambúð, ættleiða og eiga hamingjusamt líf, þrátt fyrir að vera hinsegin. Lagalega séð er Ísland á góðum stað en lagaleg réttindi eru yfirborðskennd ef samfélagið stendur ekki vörð um þau. Hvað varðar félagsleg viðhorf og fordóma í samfélaginu þá lítur út fyrir að myndin sé önnur og hafi því miður farið versnandi. Flest fólk hefur núna heyrt af nýju trendi þar sem einstaklingar og hópar veitast að hinsegin fólki með því að gelta á það. Þetta áreiti hefur þann eina tilgang að svipta hinsegin fólk mennsku sinni. Þann níunda júlí síðastliðin voru samkynja hjón að fagna brúðkaupsafmæli sínu þegar hópur karla tók að gelta á þá. Fullorðnir karlar á þrítugsaldri. Einn þeirra sagði síðan: „Það á að gelta á þessi helvíti.“ Þetta er ekki einsdæmi. Áreitið er orðið svo slæmt að hópar af hinsegin unglingum forðast að fara ein út úr húsi. Þessi sömu ungmenni fá þau komment að þau séu ekki einu sinni manneskjur fyrir það eina að vera sönn sjálfum sér og sýna með stolti hinseginleika sinn. Þeim er hrint aftur inn í skápinn. Maður myndi halda að þetta áreiti ætti sér einungis stað utan veggja skóla og börn fengju að vera örugg í skólunum en annað hefur komið í ljós. Það hryggði mig mjög þegar ég las yfir þessa tölfræði í skýrslunni Könnun á líðan hinsegin ungmenna í skólaumhverfi sem Samtökin ‘78 birtu. Ég óskaði, vonaðist eftir að þetta hefði breyst frá því að ég var sjálfur í skápnum fyrir um áratug síðan og orðfærið sem beint var gegn mér heyrði sögunni til. Ég vil renna aðeins yfir þessa tölfræði sem smá reality check eins og maður segir á góðri ensku: - Þriðjungur hinsegin nemenda greindi frá því að finna til óöryggis í skólanum síðasta árið vegna kynhneigðar sinnar. - Fimmtungur fann til óöryggis vegna kyntjáningar sinnar. - Næstum þriðjungur hinsegin nemenda (32,2%) hafði verið áreitt munnlega vegna kynhneigðar sinnar. - Fjórðungur hinsegin nemenda (25,9%) voru áreitt munnlega vegna kyntjáningar sinnar. - 12,6% hinsegin nemenda höfðu verið áreitt líkamlega vegna kynhneigðar sinnar. - 6,2% höfðu verið líkamlega áreitt vegna kyngervis síns og 5,3% vegna kyntjáningar sinnar. Þessi tölfræði ætti auðvitað að vera 0% í alla staði. Það er greinilega eitthvað sem virkar ekki ef þetta hefur haldið áfram og jafnvel versnað síðan ég var lítill skápahommi fyrir áratug síðan. Þessar sögur staðfesta að það er mikil vinna eftir, við sem erum hinsegin erum líka mennsk, við eigum skilið að vera elskuð, eigum skilið að geta labbað um göturnar án þess að vera munnlega og líkamlega áreitt. Við eigum skilið að vera sýnileg og stolt af okkur sjálfum eins og allt fólk á skilið að vera stolt af sér sama hvaða samfélagshópum það tilheyrir. Við eigum skilið að vera til. Höfundur er stoltur hinsegin Hafnfirðingur.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun