Að ættleiða sitt eigið barn Siv Friðleifsdóttir skrifar 12. júlí 2022 08:00 Eru íslensk fæðingarvottorð tekin gild á Norðurlöndum? Hið almenna svar er já. Þó hafa íslensk fæðingarvottorð barna samkynhneigðra foreldra ekki verið tekin gild í Svíþjóð í öllum tilvikum. Fyrir tilstilli öflugrar réttindabaráttu í málefnum samkynhneigðra, þrýstings innanlands og á norrænum vettvangi meðal annars í gegnum Norræna stjórnsýsluhindranaráðið, verður jákvæð breyting gerð á þann 1. ágúst næst komandi þegar ný sænsk lög taka gildi. Tökum raunverulegt dæmi. Tvær giftar konur eignuðust dóttur á Íslandi. Á fullgildu íslensku fæðingarvottorði, gefnu út af Þjóðskrá, stendur að móðir barnsins sé sú sem gekk með barnið og að hin konan sé foreldri þess. Fjölskyldan flytur til Svíþjóðar í nám og skráir sig inn í sænska kerfið. Þá kemur babb í bátinn. Sænska kerfið viðurkennir að sú sem gekk með barnið sé móðir þess, en ekki að hin sé foreldri þess. Hún fær þær leiðbeiningar að hún verði að ættleiða eigið barn til að fá forræði yfir því. Íslenska fæðingarvottorðið er þannig ekki tekið gilt. Fjölskyldunni er brugðið, gerist brautryðjandi og fer með málið fyrir sænska dómstóla. Vinnur á neðri dómstigum en tapar á því hæsta. Sænsk lög hindruðu þannig viðurkenningu hins íslenska vottorðs. Sænsk stjórnvöld hafa að undanförnu lagt mikla og góða vinnu í að skoða hvernig viðurkenna skuli mál af þessum toga. Sænska þingið hefur nú samþykkt ný og betri lög þannig að frá 1. ágúst munu öll íslensk fæðingarvottorð verða tekin gild. Aðrar fjölskyldur munu því ekki lenda í sama vanda og hér var lýst. Höfundur er fulltrúi Íslands í Norræna stjórnsýsluhindranaráðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Fjölskyldumál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Eru íslensk fæðingarvottorð tekin gild á Norðurlöndum? Hið almenna svar er já. Þó hafa íslensk fæðingarvottorð barna samkynhneigðra foreldra ekki verið tekin gild í Svíþjóð í öllum tilvikum. Fyrir tilstilli öflugrar réttindabaráttu í málefnum samkynhneigðra, þrýstings innanlands og á norrænum vettvangi meðal annars í gegnum Norræna stjórnsýsluhindranaráðið, verður jákvæð breyting gerð á þann 1. ágúst næst komandi þegar ný sænsk lög taka gildi. Tökum raunverulegt dæmi. Tvær giftar konur eignuðust dóttur á Íslandi. Á fullgildu íslensku fæðingarvottorði, gefnu út af Þjóðskrá, stendur að móðir barnsins sé sú sem gekk með barnið og að hin konan sé foreldri þess. Fjölskyldan flytur til Svíþjóðar í nám og skráir sig inn í sænska kerfið. Þá kemur babb í bátinn. Sænska kerfið viðurkennir að sú sem gekk með barnið sé móðir þess, en ekki að hin sé foreldri þess. Hún fær þær leiðbeiningar að hún verði að ættleiða eigið barn til að fá forræði yfir því. Íslenska fæðingarvottorðið er þannig ekki tekið gilt. Fjölskyldunni er brugðið, gerist brautryðjandi og fer með málið fyrir sænska dómstóla. Vinnur á neðri dómstigum en tapar á því hæsta. Sænsk lög hindruðu þannig viðurkenningu hins íslenska vottorðs. Sænsk stjórnvöld hafa að undanförnu lagt mikla og góða vinnu í að skoða hvernig viðurkenna skuli mál af þessum toga. Sænska þingið hefur nú samþykkt ný og betri lög þannig að frá 1. ágúst munu öll íslensk fæðingarvottorð verða tekin gild. Aðrar fjölskyldur munu því ekki lenda í sama vanda og hér var lýst. Höfundur er fulltrúi Íslands í Norræna stjórnsýsluhindranaráðinu.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar