Arftaki Kristals Mána fundinn: „Glaður og spenntur, það eru orðin tvö“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júlí 2022 16:01 Danijel Dejan Djuric, nýjasti leikmaður Víkings. Vísir/Sigurjón Danijel Dejan Djuric er genginn í raðir Íslands- og bikarmeistara Víkings. Hann kemur úr unglingastarfi Midtjylland í Danmörku en þessi ungi leikmaður lék með Blikum áður en hann fór út í atvinnumennsku árið 2019. Danijel er aðeins 19 ára gamall og var framtíð hans í lausu lofti eftir að samningur hans við Midtjylland rann út á dögunum. Ákvað hann að koma heim og feta í fótspor Kristals Mána Ingasonar sem kom heim eftir dvöl í Danmörku og hefur gjörsamlega sprungið út undir styrkri handleiðslu Arnars. Kristall Máni er nú á leið til norska stórliðsins Rosenborgar þó svo að hann stefni á að spila með Víkingum út júlímánuð. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var þó ekkert að tvínóna við hlutina og sótti arftaka Kristals Mána þó svo að hann sé enn leikmaður Víkings. Inn er kominn leikmaður sem hefur blómstrað með yngri landsliðum Íslands og staðið sig með prýði í yngri liðum Midtjylland. Alls á Danijel að baki 42 yngri landsleiki og hefur hann skorað í þeim 14 mörk. Arnar er spenntur fyrir nýjasta liðsmanni sínum og segist hafa fylgst með honum í nokkur ár. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.Vísir/Hulda Margrét „Ég man eftir að hafa séð hann í 5. eða 4. flokki og hef fylgst með honum síðan. Hann fór ungur til Midtjylland og er einn af þessum strákum sem eru að koma heim aftur og byggja sinn feril upp. Við höfum góða reynslu af því, tökum vel á móti þessum strákum og hjálpum þeim.“ „Ég hef sagt við þá alla að ég vilji ekki hafa þá hér lengi. Þeir hjálpa mér, ég hjálpa þeim og við hjálpumst að. Ég hef rosalega mikla trú á þessum strák og að hann muni reynast okkur vel,“ sagði Arnar að endingu. Danijel sjálfur er gríðarlega spenntur fyrir komandi verkefnum í Víkinni en hann var spurður út í af hverju hann hefði valið Víking. „Glaður og spenntur, það eru orðin tvö. Víkingar vildu fá mig hvað mest, Arnar seldi mér alveg hugmyndina um að koma og það er mjög flott hvernig þeir hafa byggt upp unga leikmenn sem koma heim. Ég er mjög spenntur eins og ég segi.“ Velkominn Danijel!Víkingur hefur staðfest komu Danijel Dejan Djuric til félagsins á frjálsri sölu frá Midtjylland í Danmörku. Daniel er nú þegar mættur til æfinga hjá félaginu.Lestu nánar hérhttps://t.co/JuJPvYa9cs— Víkingur (@vikingurfc) July 11, 2022 Einnig sagðist Danijel horfa upp til Kristals Mána og stefnir á að „negla þetta eins og hann gerði þetta.“ Danijel Dejan Djuric verður ekki með Víkingum gegn Malmö annað kvöld en gæti verið kominn inn í leikmannahóp liðsins er það mætir FH á laugardaginn kemur. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Sjá meira
Danijel er aðeins 19 ára gamall og var framtíð hans í lausu lofti eftir að samningur hans við Midtjylland rann út á dögunum. Ákvað hann að koma heim og feta í fótspor Kristals Mána Ingasonar sem kom heim eftir dvöl í Danmörku og hefur gjörsamlega sprungið út undir styrkri handleiðslu Arnars. Kristall Máni er nú á leið til norska stórliðsins Rosenborgar þó svo að hann stefni á að spila með Víkingum út júlímánuð. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var þó ekkert að tvínóna við hlutina og sótti arftaka Kristals Mána þó svo að hann sé enn leikmaður Víkings. Inn er kominn leikmaður sem hefur blómstrað með yngri landsliðum Íslands og staðið sig með prýði í yngri liðum Midtjylland. Alls á Danijel að baki 42 yngri landsleiki og hefur hann skorað í þeim 14 mörk. Arnar er spenntur fyrir nýjasta liðsmanni sínum og segist hafa fylgst með honum í nokkur ár. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.Vísir/Hulda Margrét „Ég man eftir að hafa séð hann í 5. eða 4. flokki og hef fylgst með honum síðan. Hann fór ungur til Midtjylland og er einn af þessum strákum sem eru að koma heim aftur og byggja sinn feril upp. Við höfum góða reynslu af því, tökum vel á móti þessum strákum og hjálpum þeim.“ „Ég hef sagt við þá alla að ég vilji ekki hafa þá hér lengi. Þeir hjálpa mér, ég hjálpa þeim og við hjálpumst að. Ég hef rosalega mikla trú á þessum strák og að hann muni reynast okkur vel,“ sagði Arnar að endingu. Danijel sjálfur er gríðarlega spenntur fyrir komandi verkefnum í Víkinni en hann var spurður út í af hverju hann hefði valið Víking. „Glaður og spenntur, það eru orðin tvö. Víkingar vildu fá mig hvað mest, Arnar seldi mér alveg hugmyndina um að koma og það er mjög flott hvernig þeir hafa byggt upp unga leikmenn sem koma heim. Ég er mjög spenntur eins og ég segi.“ Velkominn Danijel!Víkingur hefur staðfest komu Danijel Dejan Djuric til félagsins á frjálsri sölu frá Midtjylland í Danmörku. Daniel er nú þegar mættur til æfinga hjá félaginu.Lestu nánar hérhttps://t.co/JuJPvYa9cs— Víkingur (@vikingurfc) July 11, 2022 Einnig sagðist Danijel horfa upp til Kristals Mána og stefnir á að „negla þetta eins og hann gerði þetta.“ Danijel Dejan Djuric verður ekki með Víkingum gegn Malmö annað kvöld en gæti verið kominn inn í leikmannahóp liðsins er það mætir FH á laugardaginn kemur.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Sjá meira