„Þetta var iðnaðarsigur“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 11. júlí 2022 21:49 Brynjar Gauti var frábær í sínum fyrsta leik með Fram Vísir: Hulda Margrét „Mér líður dásamlega, það er ekki annað hægt, 1-0 sigur í hörkuleik. Þetta gæti ekki byrjað betur,“ sagði Brynjar Gauti Guðjónsson, leikmaður Fram, í sínum fyrsta leik fyrir félagið þegar liðið vann FH 1-0. „Það var tekið vel á móti mér frá fyrsta degi og geggjuð aðstaða. Flottir strákar í liðinu, gríðarlegur kraftur og leiknir strákar. Ég er gríðarlega kátur með að vera kominn hingað.“ Það er langt síðan að Brynjar Gauti spilaði í 90 mínútur og viðurkennir að þreytan hafi aðeins verið farin að segja til sín undir lokin. „Það var aðeins farið að síga í undir lokin, ég viðurkenni það alveg. Ég held að síðustu 90 mínútur sem ég spilaði hafi verið á móti Fram í Garðabænum í vor. Það var kærkomið að fá 90 mínútur í skrokkinn og vonandi það sem að koma skal.“ Brynjar Gauti kemur frá Stjörnunni þar sem hann hefur verið síðan 2015. Nú í ár voru gerðar áherslubreytingar sem gerði það af verkum að hann hefur fengið minni spilatíma. Að semja við Fram var því kærkomið skref upp á spilatíma. „Það koma nýir þjálfarar með sínar áherslur og sína leikmenn. Hann gerði það nokkuð ljóst að hann vildi ekki hafa mig og maður er í þessu til að spila fótbolta. Það er góð lending að vera kominn í Fram. Það er gríðarlega spennandi verkefni í gangi hérna og metnaðarfullir menn í kringum klúbbinn sem vilja gera vel og taka félagið hærra. Þetta er sögufrægt félag, stórlið á Íslandi, vonandi getur maður verið stór þáttur í því að taka næsta skref.“ Brynjar er bjartsýnn á framhaldið og vonast til að liðið getið byggt á þessu. „Við byggjum á þessu. Þetta var iðnaðarsigur, við vorum ekki alveg nógu kaldir á boltann og að halda honum. Við fengum mörg tækifæri til að sækja betur á FH-ingana og það klikkaði alltaf seinasta sendingin eða seinasta ákvörðunin. Vonandi getum við byggt á þessu og haldið áfram að vera svona þéttir. Þetta Framlið er búið að vera gríðarlega skemmtilegt í sumar og spila skemmtilegan fótbolta, haldið honum vel og verið mikil skemmtun á leikjum. Við viljum náttúrulega halda í það.“ Fram Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fram-FH 1-0 | FH-ingar sigraðir í Grafarholti Fram tók á móti FH í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 8. og 9. sæti deildarinnar með aðeins 10 stig að loknum 11 umferðum. Eina mark leiksins kom eftir 50 mínútna leik og var það Tiago Manuel Da Silva Fernandes á skotskónum fyrir Framara. Lokatölur 1-0. 11. júlí 2022 20:53 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
„Það var tekið vel á móti mér frá fyrsta degi og geggjuð aðstaða. Flottir strákar í liðinu, gríðarlegur kraftur og leiknir strákar. Ég er gríðarlega kátur með að vera kominn hingað.“ Það er langt síðan að Brynjar Gauti spilaði í 90 mínútur og viðurkennir að þreytan hafi aðeins verið farin að segja til sín undir lokin. „Það var aðeins farið að síga í undir lokin, ég viðurkenni það alveg. Ég held að síðustu 90 mínútur sem ég spilaði hafi verið á móti Fram í Garðabænum í vor. Það var kærkomið að fá 90 mínútur í skrokkinn og vonandi það sem að koma skal.“ Brynjar Gauti kemur frá Stjörnunni þar sem hann hefur verið síðan 2015. Nú í ár voru gerðar áherslubreytingar sem gerði það af verkum að hann hefur fengið minni spilatíma. Að semja við Fram var því kærkomið skref upp á spilatíma. „Það koma nýir þjálfarar með sínar áherslur og sína leikmenn. Hann gerði það nokkuð ljóst að hann vildi ekki hafa mig og maður er í þessu til að spila fótbolta. Það er góð lending að vera kominn í Fram. Það er gríðarlega spennandi verkefni í gangi hérna og metnaðarfullir menn í kringum klúbbinn sem vilja gera vel og taka félagið hærra. Þetta er sögufrægt félag, stórlið á Íslandi, vonandi getur maður verið stór þáttur í því að taka næsta skref.“ Brynjar er bjartsýnn á framhaldið og vonast til að liðið getið byggt á þessu. „Við byggjum á þessu. Þetta var iðnaðarsigur, við vorum ekki alveg nógu kaldir á boltann og að halda honum. Við fengum mörg tækifæri til að sækja betur á FH-ingana og það klikkaði alltaf seinasta sendingin eða seinasta ákvörðunin. Vonandi getum við byggt á þessu og haldið áfram að vera svona þéttir. Þetta Framlið er búið að vera gríðarlega skemmtilegt í sumar og spila skemmtilegan fótbolta, haldið honum vel og verið mikil skemmtun á leikjum. Við viljum náttúrulega halda í það.“
Fram Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fram-FH 1-0 | FH-ingar sigraðir í Grafarholti Fram tók á móti FH í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 8. og 9. sæti deildarinnar með aðeins 10 stig að loknum 11 umferðum. Eina mark leiksins kom eftir 50 mínútna leik og var það Tiago Manuel Da Silva Fernandes á skotskónum fyrir Framara. Lokatölur 1-0. 11. júlí 2022 20:53 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Leik lokið: Fram-FH 1-0 | FH-ingar sigraðir í Grafarholti Fram tók á móti FH í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 8. og 9. sæti deildarinnar með aðeins 10 stig að loknum 11 umferðum. Eina mark leiksins kom eftir 50 mínútna leik og var það Tiago Manuel Da Silva Fernandes á skotskónum fyrir Framara. Lokatölur 1-0. 11. júlí 2022 20:53