Eyjamenn verða í efri styrkleikaflokki þegar drátturinn fyrir fyrstu umferð fer fram. KA-menn verða svo í efri styrkleikaflokki annarrar umferðar, en Haukar verða í neðri styrkleikaflokki ásamt sigurliðum úr fyrstu umferð.
Dregið verður í fyrstu umferð næstkomandi þriðjudag, en fyrsta umferðin verður leikin aðra og þriðju helgina í september. Í kjölfarið verður svo dregið í aðra umferð, en hún verður leikin seinustu helgina í október og fyrstu helgina í nóvember.
Listinn yfir þau lið sem verða í pottinum þegar dregið verður birtist á heimasíðu evrópska handknattleikssambandsins, en hann má nálgast með því að smella hér.