„Ég bað um frammistöðu sem yrði okkur til sóma og ég fékk hana“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2022 21:51 Arnar er alltaf líflegur á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét „Er í fyrsta lagi stoltur af mínum drengjum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings eftir ótrúlegt 3-3 jafntefli við Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Malmö fer áfram með 6-5 sigri samanlagt en Íslands- og bikarmeistarar Víkings gáfu sænsku meisturunum heldur betur leik, og einvígi. Víkingar komust yfir í dag og voru í raun mikið betri aðilinn framan af leik. Arnari fannst þó eins og hans menn hafi látið tilefnið bera sig ofurliði í upphafi. Hann ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir leik. „Þegar við skorum fyrsta markið, við þurftum að tengja okkur betur við leikinn. Við vorum yfirspenntir enda adrenalínið á fullu. Eftir markið fórum við svo aðeins að slaka á, leikmenn Malmö voru klókir. Þeir vita að við spilum með háa línu og nýttu sér það,“ sagði Arnar um fyrri hálfleikinn en Malmö tók völdin eftir rúmlega hálftíma leik. Eftir að hafa jafnað metin á 34. mínútu þá skoraði Malmö undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi síðari hálfleiks. Rétt áður en annað markið kom þurfti Halldór Smári Sigurðsson að fara meiddur af velli og riðlaði það leik Víkinga verulega. Arnar Gunnlaugsson í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Þetta voru tvö eða þrjú dýrkeypt mistök á mjög slæmum kafla. Við breytum svo um kerfi og erum enn að venjast því í seinni þegar þeir skora. Að vera 3-1 undir er erfitt en þvílíkur karakter, við herjuðum á þá en hefðum þurft þessar auka fimm mínútur til að knýja fram framlengingu.“ „Það er skrítið að vera drullufúll eftir að detta út gegnum einu stærsta félagi Skandinavíu í tveggja leikja einvígi. Báðir leikirnir hörkuleikir og mikil dramatík. Þetta eru leikirnir sem menn læra mest af. Við gáfum þeim svo sannarlega leik. Þá fer maður að hugsa, ef og hefði: 11 á móti 11 út í Malmö, halda aðeins lengur út í 1-0 hérna. Ég bað um frammistöðu sem yrði okkur til sóma og ég fékk hana.“ „Ég hef lært að við erum mjög góðir í fótbolta. Ísland er oft lítið í sér í Evrópuleikjum, sagt að liðið geti ekki haldið bolta, verði að verjast í lágvörn. Það er kjaftæði, við þurfum ekki að skammast okkar. Þurfum að nota veturinn í þetta, vera í góðu formi og sýna hvað við getum, við gerðum það í dag og gáfum þeim hörkuleik.“ Að endingu sagði Arnar að betra liðið hefði farið áfram, á því væri engin spurning en „við gáfum þeim leik á okkar forsendum, það er það sem ég er stoltastur af.“ Arnar var stoltur en súr að leiknum loknum.Vísir/Hulda Margrét Fótbolti Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sjá meira
Víkingar komust yfir í dag og voru í raun mikið betri aðilinn framan af leik. Arnari fannst þó eins og hans menn hafi látið tilefnið bera sig ofurliði í upphafi. Hann ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir leik. „Þegar við skorum fyrsta markið, við þurftum að tengja okkur betur við leikinn. Við vorum yfirspenntir enda adrenalínið á fullu. Eftir markið fórum við svo aðeins að slaka á, leikmenn Malmö voru klókir. Þeir vita að við spilum með háa línu og nýttu sér það,“ sagði Arnar um fyrri hálfleikinn en Malmö tók völdin eftir rúmlega hálftíma leik. Eftir að hafa jafnað metin á 34. mínútu þá skoraði Malmö undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi síðari hálfleiks. Rétt áður en annað markið kom þurfti Halldór Smári Sigurðsson að fara meiddur af velli og riðlaði það leik Víkinga verulega. Arnar Gunnlaugsson í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Þetta voru tvö eða þrjú dýrkeypt mistök á mjög slæmum kafla. Við breytum svo um kerfi og erum enn að venjast því í seinni þegar þeir skora. Að vera 3-1 undir er erfitt en þvílíkur karakter, við herjuðum á þá en hefðum þurft þessar auka fimm mínútur til að knýja fram framlengingu.“ „Það er skrítið að vera drullufúll eftir að detta út gegnum einu stærsta félagi Skandinavíu í tveggja leikja einvígi. Báðir leikirnir hörkuleikir og mikil dramatík. Þetta eru leikirnir sem menn læra mest af. Við gáfum þeim svo sannarlega leik. Þá fer maður að hugsa, ef og hefði: 11 á móti 11 út í Malmö, halda aðeins lengur út í 1-0 hérna. Ég bað um frammistöðu sem yrði okkur til sóma og ég fékk hana.“ „Ég hef lært að við erum mjög góðir í fótbolta. Ísland er oft lítið í sér í Evrópuleikjum, sagt að liðið geti ekki haldið bolta, verði að verjast í lágvörn. Það er kjaftæði, við þurfum ekki að skammast okkar. Þurfum að nota veturinn í þetta, vera í góðu formi og sýna hvað við getum, við gerðum það í dag og gáfum þeim hörkuleik.“ Að endingu sagði Arnar að betra liðið hefði farið áfram, á því væri engin spurning en „við gáfum þeim leik á okkar forsendum, það er það sem ég er stoltastur af.“ Arnar var stoltur en súr að leiknum loknum.Vísir/Hulda Margrét
Fótbolti Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki