Fótbolti

Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir stórleikinn gegn Ítalíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, mun ræða við fjölmiðla.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, mun ræða við fjölmiðla. Vísir/Vilhelm

Klukkan 15.00 fór fram blaðamannafundur íslenska landsliðsins fyrir leiki Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta. 

Um er að ræða gríðarlega mikilvægan leik í baráttunni um sæti í átta liða úrslitum en Ísland mætir ógnarsterku liði Frakklands í lokaumferð D-riðils og verður því í raun að sækja þrjú stig á morgun ætli liðið sér upp úr riðlinum.

Líkt og gegn Belgíu verður leikið á akademíuvelli Manchester City í Manchester-borg en stelpurnar okkar dvelja í Crewe á meðan mótinu stendur. Leikur morgundagsins hefst klukkan 16.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Klippa: Blaðamannafundur Íslands fyrir Ítalíu

Blaðamannafundinn má sjá í heild sinni hér að ofan.


Tengdar fréttir

Alls ekkert „fake“ hjá stelpunum okkar

Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir er styrktarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta og hún eins og aðrir í hópnum tala vel um andann og stemmninguna í liðinu á EM í Englandi.

Mamma Karólínu er ekki öfundsjúk út í mömmu Gló

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á mömmu á Íslandi og hefur síðan fundið sér aðra mömmu úti hjá Bayern München. Báðar mömmurnar eru mættar á EM í Englandi, önnur til að horfa en hin spilar með íslenska liðinu eins og Karólína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×